Fólkið á að ráða – það er lýðræði Valgerður Bjarnadóttir skrifar 19. október 2012 06:00 1. Um hvað snýst þetta allt saman? 2. Er þetta ekki allt of flókið? 3. Hefur fólk eitthvert vit á þessu? 4. Verður nokkuð farið eftir niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar? Svörin eru í sömu röð:1. Þetta snýst um hvort stjórnar- skránni er skipað af öllu fólki eða einhverjum útvöldum. 2. Nei. 3. Já, við vitum öll hvað við viljum. 4. Já. Spurningarnar eru á mannamáli og auðskiljanlegar. Engin vandkvæði eru á því að túlka niðurstöður atkvæðagreiðslunnar. Já þýðir já og nei þýðir nei. Við stöndum á tímamótum. Fólkinu í landinu er gefinn kostur á að segja skoðun sína á tillögum að nýrri stjórnarskrá. Hingað til hefur verið litið á það sem einkamál stjórnmálamanna/Alþingis og lögfræðinga. Heildarendurskoðun á þessu grundvallarplaggi stjórnskipunarinnar og undirstöðu laga hefur ekki tekist til þessa. Stjórnlagaráðinu tókst það. Kannski er það vitnisburður um að stjórnmálamenn og lögfræðingar eigi að halda sig til hlés hvað þessi efni varðar. Margir hafa allt á hornum sér varðandi þá aðferð er notuð. Gæti það verið vegna þess að í gegnum árin hefur orðið til í landinu hópur fólks sem telur sig betur til þess fallið að ráða ráðum okkar og hafa vit fyrir okkur en við getum öll í sameiningu? Það er bráðnauðsynlegt í kjölfar þeirra þjóðfélagslegu hamfara sem við höfum gengið í gegnum að hrista upp í valdahlutföllum þjóðfélagsins. Nú er tækifæri. Núna er tækifæri fyrir fólk að sýna hug sinn til þeirrar vinnu sem það sjálft hefur unnið á Þjóðfundi og í stjórnlagaráði. Allir kjósendur hafa tækifæri, ekki einungis einhverjir útvaldir eða sjálfskipaðir. Spurningarnar fimm sem fylgja meginspurningunni eru um róttækar breytingar á stjórnarháttum okkar. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar ræður því hvort þessar róttæku breytingar verða lagðar fram í frumvarpi sem lagt verður fyrir Alþingi um breytingar á stjórnarskrá. Hvað er lýðræði? Svar: Fólkið á að ráða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
1. Um hvað snýst þetta allt saman? 2. Er þetta ekki allt of flókið? 3. Hefur fólk eitthvert vit á þessu? 4. Verður nokkuð farið eftir niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar? Svörin eru í sömu röð:1. Þetta snýst um hvort stjórnar- skránni er skipað af öllu fólki eða einhverjum útvöldum. 2. Nei. 3. Já, við vitum öll hvað við viljum. 4. Já. Spurningarnar eru á mannamáli og auðskiljanlegar. Engin vandkvæði eru á því að túlka niðurstöður atkvæðagreiðslunnar. Já þýðir já og nei þýðir nei. Við stöndum á tímamótum. Fólkinu í landinu er gefinn kostur á að segja skoðun sína á tillögum að nýrri stjórnarskrá. Hingað til hefur verið litið á það sem einkamál stjórnmálamanna/Alþingis og lögfræðinga. Heildarendurskoðun á þessu grundvallarplaggi stjórnskipunarinnar og undirstöðu laga hefur ekki tekist til þessa. Stjórnlagaráðinu tókst það. Kannski er það vitnisburður um að stjórnmálamenn og lögfræðingar eigi að halda sig til hlés hvað þessi efni varðar. Margir hafa allt á hornum sér varðandi þá aðferð er notuð. Gæti það verið vegna þess að í gegnum árin hefur orðið til í landinu hópur fólks sem telur sig betur til þess fallið að ráða ráðum okkar og hafa vit fyrir okkur en við getum öll í sameiningu? Það er bráðnauðsynlegt í kjölfar þeirra þjóðfélagslegu hamfara sem við höfum gengið í gegnum að hrista upp í valdahlutföllum þjóðfélagsins. Nú er tækifæri. Núna er tækifæri fyrir fólk að sýna hug sinn til þeirrar vinnu sem það sjálft hefur unnið á Þjóðfundi og í stjórnlagaráði. Allir kjósendur hafa tækifæri, ekki einungis einhverjir útvaldir eða sjálfskipaðir. Spurningarnar fimm sem fylgja meginspurningunni eru um róttækar breytingar á stjórnarháttum okkar. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar ræður því hvort þessar róttæku breytingar verða lagðar fram í frumvarpi sem lagt verður fyrir Alþingi um breytingar á stjórnarskrá. Hvað er lýðræði? Svar: Fólkið á að ráða.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun