Glötuð tækifæri Björn Þór Sigbjörnsson skrifar 12. október 2012 00:00 Nú þegar fjögur ár eru liðin frá Hruni er rétt að líta um öxl og gráta það sem ekki var gert á meðan samfélagið öslaði peningana upp að hnjám og Íslendingar voru öðrum þjóðum fremri í flestu. Við hefðum átt að koma okkur upp okkar eigin sjálfstæðu geimrannsóknaráætlun með því lokatakmarki að senda fyrsta mannaða geimfarið til Mars ekki seinna en 2013. Við hefðum átt að leggja Reykjavíkurflugvöll í stokk. Við hefðum átt að leggja kampavínsleiðslur í hvert hús svo fólk gæti drukkið þann vinsæla drykk eða baðað sig upp úr honum án þess að þurfa að pæla í afgreiðslutíma Vínbúðanna. Við hefðum átt að gullhúða alla ljósastaura. Við hefðum átt að leyfa apa- og gíraffahald í þéttbýli. Við hefðum átt að veita fólki raunhæfa möguleika á að reisa sér almennilega kastala að erlendri fyrirmynd til að búa í. Því að húka í fimm hundruð fermetrum þegar hægt er að breiða úr sér á fimm þúsund? Við hefðum átt að reisa þyrlupalla við mikilvæga staði í höfuðborginni, svo sem við Sævar Karl, Kauphöllina, Leonard og Range Rover umboðið. Við hefðum átt að fylla upp í Tjörnina í Reykjavík og byggja þar skrifstofuturna með gólfefnum úr fílatönnum. Við hefðum ekki átt að láta nægja áform um að gefa út 10 þúsund króna seðil. Af hverju ekki 50 þúsund eða 100 þúsund? Við hefðum átt að höggva andlit fjögurra merkustu Íslendinganna í Esjuna að undangenginni hugmyndasamkeppni um hverjir væru þess verðugir. Við hefðum átt að taka að okkur að veita Nóbelsverðlaunin í viðskiptum og leggja til myndarlegt verðlaunafé. Og síðast en ekki síst: Við hefðum átt að berjast fyrir því að Ísland fengi einnar tölu landssímanúmer, eða alla vega tveggja. 354 er eitthvað svo þriðjaflokks. En á þessum klikkuðum við og þá er bara að bíða þangað til næst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Þór Sigbjörnsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun
Nú þegar fjögur ár eru liðin frá Hruni er rétt að líta um öxl og gráta það sem ekki var gert á meðan samfélagið öslaði peningana upp að hnjám og Íslendingar voru öðrum þjóðum fremri í flestu. Við hefðum átt að koma okkur upp okkar eigin sjálfstæðu geimrannsóknaráætlun með því lokatakmarki að senda fyrsta mannaða geimfarið til Mars ekki seinna en 2013. Við hefðum átt að leggja Reykjavíkurflugvöll í stokk. Við hefðum átt að leggja kampavínsleiðslur í hvert hús svo fólk gæti drukkið þann vinsæla drykk eða baðað sig upp úr honum án þess að þurfa að pæla í afgreiðslutíma Vínbúðanna. Við hefðum átt að gullhúða alla ljósastaura. Við hefðum átt að leyfa apa- og gíraffahald í þéttbýli. Við hefðum átt að veita fólki raunhæfa möguleika á að reisa sér almennilega kastala að erlendri fyrirmynd til að búa í. Því að húka í fimm hundruð fermetrum þegar hægt er að breiða úr sér á fimm þúsund? Við hefðum átt að reisa þyrlupalla við mikilvæga staði í höfuðborginni, svo sem við Sævar Karl, Kauphöllina, Leonard og Range Rover umboðið. Við hefðum átt að fylla upp í Tjörnina í Reykjavík og byggja þar skrifstofuturna með gólfefnum úr fílatönnum. Við hefðum ekki átt að láta nægja áform um að gefa út 10 þúsund króna seðil. Af hverju ekki 50 þúsund eða 100 þúsund? Við hefðum átt að höggva andlit fjögurra merkustu Íslendinganna í Esjuna að undangenginni hugmyndasamkeppni um hverjir væru þess verðugir. Við hefðum átt að taka að okkur að veita Nóbelsverðlaunin í viðskiptum og leggja til myndarlegt verðlaunafé. Og síðast en ekki síst: Við hefðum átt að berjast fyrir því að Ísland fengi einnar tölu landssímanúmer, eða alla vega tveggja. 354 er eitthvað svo þriðjaflokks. En á þessum klikkuðum við og þá er bara að bíða þangað til næst.