Veltir fyrir sér tilgangi vefmyndavéla 10. október 2012 00:00 Hallgerður Hallgrímsdóttir Sýning Hallgerðar Hallgrímsdóttur, Landslag, verður opnuð í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á morgun. Á sýningunni veltir Hallgerður fyrir sér vefmyndavélum og tilgangi þeirra. Í texta segir: „Vélræn augu vefmyndavéla stara á landslag Íslands árið um kring, staðsettar í praktískum tilgangi en síður til að þjóna fagurfræðilegum tilgangi, eins og venja er í landslagsljósmyndun. Stundum geta vélarnar ekki annað en fangað fegurðina sem fyrir þær er lögð en yfirleitt er útsýni þeirra hversdagurinn einn. Viðfangsefni myndavélanna, bæði náttúra og manngert landslag, tekur sífelldum breytingum vegna veðurs, tíma dags og árs. Verkið er samansafn mislangra augnablika, söfnuðum úr hlýju umhverfi heimilis listamannsins, augnablik bjöguð af misgóðum upplausnum, birtuskilyrðum og fyrirfram ákveðnum römmum.“ Frá því að Hallgerður Hallgrímsdóttir lauk námi í myndlist með ljósmyndun sem miðil vorið 2011 hefur hún haft í nógu að snúast. Hún hefur tekið þátt í alþjóðlega ljósmyndaverkefninu European Borderlines og var valin ein sýnenda á samsýninguna Fresh Faced + Wild Eyed, sem stóð yfir í The Photographer‘s Gallery í London nú í september. Einnig mun hún ásamt Páli Stefánssyni ljósmyndara stýra raunveruleikaþætti fyrir ljósmyndara á Skjá Einum sem hefst í byrjun næsta árs. Hallgerður Hallgrímsdóttir útskrifaðist með BA Honours-gráðu í myndlist með ljósmyndun sem miðil (Fine Art Photography) frá Glasgow School of Art vorið 2011. Hallgerður er einnig með BA-gráðu frá Listaháskóla Íslands í textíl- og fatahönnun. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Annie Mist á von á þriðja barninu Lífið Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Sýning Hallgerðar Hallgrímsdóttur, Landslag, verður opnuð í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á morgun. Á sýningunni veltir Hallgerður fyrir sér vefmyndavélum og tilgangi þeirra. Í texta segir: „Vélræn augu vefmyndavéla stara á landslag Íslands árið um kring, staðsettar í praktískum tilgangi en síður til að þjóna fagurfræðilegum tilgangi, eins og venja er í landslagsljósmyndun. Stundum geta vélarnar ekki annað en fangað fegurðina sem fyrir þær er lögð en yfirleitt er útsýni þeirra hversdagurinn einn. Viðfangsefni myndavélanna, bæði náttúra og manngert landslag, tekur sífelldum breytingum vegna veðurs, tíma dags og árs. Verkið er samansafn mislangra augnablika, söfnuðum úr hlýju umhverfi heimilis listamannsins, augnablik bjöguð af misgóðum upplausnum, birtuskilyrðum og fyrirfram ákveðnum römmum.“ Frá því að Hallgerður Hallgrímsdóttir lauk námi í myndlist með ljósmyndun sem miðil vorið 2011 hefur hún haft í nógu að snúast. Hún hefur tekið þátt í alþjóðlega ljósmyndaverkefninu European Borderlines og var valin ein sýnenda á samsýninguna Fresh Faced + Wild Eyed, sem stóð yfir í The Photographer‘s Gallery í London nú í september. Einnig mun hún ásamt Páli Stefánssyni ljósmyndara stýra raunveruleikaþætti fyrir ljósmyndara á Skjá Einum sem hefst í byrjun næsta árs. Hallgerður Hallgrímsdóttir útskrifaðist með BA Honours-gráðu í myndlist með ljósmyndun sem miðil (Fine Art Photography) frá Glasgow School of Art vorið 2011. Hallgerður er einnig með BA-gráðu frá Listaháskóla Íslands í textíl- og fatahönnun.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Annie Mist á von á þriðja barninu Lífið Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira