Eiguleg afmælisplata Trausti Júlíusson skrifar 4. október 2012 00:01 Ég sé Akureyri Akureyrarbær fagnar 150 ára afmæli á árinu 2012 eins og alkunna er. Af því tilefni samdi Bjarni Hafþór Helgason afmælislag um bæinn, Ég sé Akureyri. Bjarni Hafþór lét ekki þar við sitja heldur fékk til liðs við sig söngvarana Óskar Pétursson og Jóhann Vilhjálmsson og útsetjarann Gunnar Þórðarson til þess að taka upp efni fyrir afmælisplötu. Það gekk eftir og platan Ég sé Akureyri kom út í sumar, gefin út af þeim félögum með stuðningi nokkurra fyrirtækja sem starfa fyrir norðan. Það eru tíu lög á Ég sé Akureyri. Sex þeirra eru sígild dægurlög sem tengjast bænum. Tvö eru ný eftir Gunnar Þórðarson við ljóð eftir Kristján frá Djúpalæk og tvö eru eftir Bjarna Hafþór, fyrrnefnt titillag og lagið Emma, sem er ástaróður til stúlku sem heitir Emma og um leið óður til MA, Menntaskólans á Akureyri. Þetta er ágætis plata. Þarna eru nokkrar vel valdar dægurlagaperlur (Dalakofinn, Litla sæta ljúfa góða, Vor í Vaglaskógi, Svefnljóð…) í breyttum útsetningum og nýju lögin eru vel heppnuð. Þetta er líka allt saman mjög fagmannlega unnið. Á heildina litið er Ég sé Akureyri vel heppnuð og eiguleg afmælisplata. Mest lesið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Sóley lætur drauminn rætast og brýtur niður steríótýpíska veggi Tónlist „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Mikilvægt að konur af erlendum uppruna fái að segja sínar sögur sjálfar Menning Fleiri fréttir Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Akureyrarbær fagnar 150 ára afmæli á árinu 2012 eins og alkunna er. Af því tilefni samdi Bjarni Hafþór Helgason afmælislag um bæinn, Ég sé Akureyri. Bjarni Hafþór lét ekki þar við sitja heldur fékk til liðs við sig söngvarana Óskar Pétursson og Jóhann Vilhjálmsson og útsetjarann Gunnar Þórðarson til þess að taka upp efni fyrir afmælisplötu. Það gekk eftir og platan Ég sé Akureyri kom út í sumar, gefin út af þeim félögum með stuðningi nokkurra fyrirtækja sem starfa fyrir norðan. Það eru tíu lög á Ég sé Akureyri. Sex þeirra eru sígild dægurlög sem tengjast bænum. Tvö eru ný eftir Gunnar Þórðarson við ljóð eftir Kristján frá Djúpalæk og tvö eru eftir Bjarna Hafþór, fyrrnefnt titillag og lagið Emma, sem er ástaróður til stúlku sem heitir Emma og um leið óður til MA, Menntaskólans á Akureyri. Þetta er ágætis plata. Þarna eru nokkrar vel valdar dægurlagaperlur (Dalakofinn, Litla sæta ljúfa góða, Vor í Vaglaskógi, Svefnljóð…) í breyttum útsetningum og nýju lögin eru vel heppnuð. Þetta er líka allt saman mjög fagmannlega unnið. Á heildina litið er Ég sé Akureyri vel heppnuð og eiguleg afmælisplata.
Mest lesið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Sóley lætur drauminn rætast og brýtur niður steríótýpíska veggi Tónlist „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Mikilvægt að konur af erlendum uppruna fái að segja sínar sögur sjálfar Menning Fleiri fréttir Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira