Of margt slæmt og of fátt gott Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 2. október 2012 00:01 Dicte Svensson er blaðamaður og skrifar um glæpi. Hún á sér ýmis leyndarmál úr fortíðinni sem hún þarf að takast á við á meðan hún reynir að komast til botns í glæpamáli sem snertir hana sjálfa. Francesca Olsen er í framboði til borgarstjóra Árósa og einnig hún glímir við fortíðina sem hefur bankað upp á með tilheyrandi vandræðum. Raunar má segja að fortíðin og þau leyndarmál sem hún geymir sé gegnumgangandi þema í bókinni Með góðu eða illu eftir Elsebeth Egholm. Hún snýst öðrum þræði um uppgjör og hvernig gamlar syndir hverfa ekki fyrr en horfst hefur verið í augu við þær og ábyrgð tekin á gjörðum sínum. Egholm tekst ágætlega að búa til flókna fléttu þar sem ofið er saman þráðum fortíðar og nútíðar. Flækjan kemur hins vegar niður á framvindu sögunnar. Gallinn við bókina er hve Egholm teygir lopann. Lesendum er haldið volgum, litlum upplýsingamolum hent til þeirra en um leið og eitthvað virðist vera að skýrast er sögunni vikið annað. Slíkur frásagnarmáti gæti gengið ágætlega upp, en í þessu tilviki vantar um of á spennuna. Egholm tekst einfaldlega ekki að kveikja forvitni hjá lesendum til að sagan sé gleypt í sig og hinum fjölmörgu spurningum svarað. Þá gerir bókin um of ráð fyrir að lesandinn þekki forsöguna og hafi lesið fyrri bækur um Dicte Svenson. Aðalpersónur bókarinnar eru haganlega saman settar, en höfundur mætti þó kafa dýpra í margar þeirra. Sagan ber keim af því að vera hluti af stærra höfundaverki um sömu persónur og fleiri bækur þurfi til að skilja þær til fulls. Að því sögðu er bókin haganlega skrifuð, en flókin tengsl og vísanir í fortíðina vega ekki upp á móti því að aðalatriðið í spennusögu, sjálfa spennuna, vantar. Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Dicte Svensson er blaðamaður og skrifar um glæpi. Hún á sér ýmis leyndarmál úr fortíðinni sem hún þarf að takast á við á meðan hún reynir að komast til botns í glæpamáli sem snertir hana sjálfa. Francesca Olsen er í framboði til borgarstjóra Árósa og einnig hún glímir við fortíðina sem hefur bankað upp á með tilheyrandi vandræðum. Raunar má segja að fortíðin og þau leyndarmál sem hún geymir sé gegnumgangandi þema í bókinni Með góðu eða illu eftir Elsebeth Egholm. Hún snýst öðrum þræði um uppgjör og hvernig gamlar syndir hverfa ekki fyrr en horfst hefur verið í augu við þær og ábyrgð tekin á gjörðum sínum. Egholm tekst ágætlega að búa til flókna fléttu þar sem ofið er saman þráðum fortíðar og nútíðar. Flækjan kemur hins vegar niður á framvindu sögunnar. Gallinn við bókina er hve Egholm teygir lopann. Lesendum er haldið volgum, litlum upplýsingamolum hent til þeirra en um leið og eitthvað virðist vera að skýrast er sögunni vikið annað. Slíkur frásagnarmáti gæti gengið ágætlega upp, en í þessu tilviki vantar um of á spennuna. Egholm tekst einfaldlega ekki að kveikja forvitni hjá lesendum til að sagan sé gleypt í sig og hinum fjölmörgu spurningum svarað. Þá gerir bókin um of ráð fyrir að lesandinn þekki forsöguna og hafi lesið fyrri bækur um Dicte Svenson. Aðalpersónur bókarinnar eru haganlega saman settar, en höfundur mætti þó kafa dýpra í margar þeirra. Sagan ber keim af því að vera hluti af stærra höfundaverki um sömu persónur og fleiri bækur þurfi til að skilja þær til fulls. Að því sögðu er bókin haganlega skrifuð, en flókin tengsl og vísanir í fortíðina vega ekki upp á móti því að aðalatriðið í spennusögu, sjálfa spennuna, vantar.
Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira