Hærri skattar þýða færri ferðamenn 27. september 2012 05:30 Fleiri eða færri ferðamenn Samtök ferðaþjónustunnar óttast að erlendum ferðamönnum hér muni snarfækka ef stjórnvöld hækka virðisaukaskatt á greinina. Þá muni ferðamenn eyða minni peningum hér en ella.mynd/hag fréttablaðið/hag Hækkun á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu á Íslandi mun hægja á vexti greinarinnar hér á landi. Þetta kom fram í máli Oddnýjar G. Harðardóttur, fjármála- og efnahagsráðherra, á Alþingi á mánudag. Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði Oddnýju hvaða rök lægju að baki hækkunar virðisaukaskatts í ferðaþjónustu. Benti hann á sambærilegar aðgerðir í öðrum Evrópulöndum, meðal annars í Danmörku, sem hefðu haft alvarlegar afleiðingar fyrir ferðaþjónustu þar. „Vil ég vitna til bæði Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands og skýrslu sem Samtök ferðaþjónustunnar hafa lagt fram sem eru samhljóma um að hér verði gríðarleg fækkun á ferðamönnum í kjölfarið og minnkun á tekjum og eyðslu þeirra hér," sagði Sigurður Ingi. Oddný benti á að mikill vöxtur hefði orðið í greininni og að meðal-tali hefði ferðamönnum fjölgað um 7,7 prósent ár hvert. Fjölgunin hefði orðið meiri í fyrra og í ár eða 15 og 16 prósent. „Ef við höldum að þessi tvö ár séu sveifla upp á við og vöxturinn verði áfram 7,7 prósent þá verða erlendir ferðamenn ein milljón talsins," sagði Oddný. Með hækkunum á virðisaukaskatti mun það dragast „að erlendir ferðamenn verði ein milljón talsins á Íslandi til 2019," sagði Oddný. Ráðherra sagði að allar greiningar á hugsanlegum áhrifum hækkunarinnar, jafnvel þær sem hafa verið gerðar á vegum ferðaþjónustunnar, sýni fram á að hér verði áfram fjölgun ferðamanna. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir þessa fullyrðingu ráðherra einfaldlega ranga. „Það er bara rangt," segir Erna. „Niðurstaða KPMG, sem greindi áhrifin fyrir Samtök ferðaþjónustunnar, er að erlendum ferðamönnum gæti fækkað um 8,6 prósent." Erna segir að ekkert samráð hafi verið haft við ferðaþjónustuna áður en stjórnvöld ákváðu að hækka virðisaukaskatt á greinina. „Við erum að skoða þessa útreikninga sem við fengum en botnum ekkert í. Ég veit ekki af hverju hún segir þetta af því að hún veit ósköp vel hvað stendur í skýrslu KPMG," segir Erna. birgirh@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Hækkun á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu á Íslandi mun hægja á vexti greinarinnar hér á landi. Þetta kom fram í máli Oddnýjar G. Harðardóttur, fjármála- og efnahagsráðherra, á Alþingi á mánudag. Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði Oddnýju hvaða rök lægju að baki hækkunar virðisaukaskatts í ferðaþjónustu. Benti hann á sambærilegar aðgerðir í öðrum Evrópulöndum, meðal annars í Danmörku, sem hefðu haft alvarlegar afleiðingar fyrir ferðaþjónustu þar. „Vil ég vitna til bæði Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands og skýrslu sem Samtök ferðaþjónustunnar hafa lagt fram sem eru samhljóma um að hér verði gríðarleg fækkun á ferðamönnum í kjölfarið og minnkun á tekjum og eyðslu þeirra hér," sagði Sigurður Ingi. Oddný benti á að mikill vöxtur hefði orðið í greininni og að meðal-tali hefði ferðamönnum fjölgað um 7,7 prósent ár hvert. Fjölgunin hefði orðið meiri í fyrra og í ár eða 15 og 16 prósent. „Ef við höldum að þessi tvö ár séu sveifla upp á við og vöxturinn verði áfram 7,7 prósent þá verða erlendir ferðamenn ein milljón talsins," sagði Oddný. Með hækkunum á virðisaukaskatti mun það dragast „að erlendir ferðamenn verði ein milljón talsins á Íslandi til 2019," sagði Oddný. Ráðherra sagði að allar greiningar á hugsanlegum áhrifum hækkunarinnar, jafnvel þær sem hafa verið gerðar á vegum ferðaþjónustunnar, sýni fram á að hér verði áfram fjölgun ferðamanna. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir þessa fullyrðingu ráðherra einfaldlega ranga. „Það er bara rangt," segir Erna. „Niðurstaða KPMG, sem greindi áhrifin fyrir Samtök ferðaþjónustunnar, er að erlendum ferðamönnum gæti fækkað um 8,6 prósent." Erna segir að ekkert samráð hafi verið haft við ferðaþjónustuna áður en stjórnvöld ákváðu að hækka virðisaukaskatt á greinina. „Við erum að skoða þessa útreikninga sem við fengum en botnum ekkert í. Ég veit ekki af hverju hún segir þetta af því að hún veit ósköp vel hvað stendur í skýrslu KPMG," segir Erna. birgirh@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira