Óttast að tóbak og vín flæði til landsins eftir ESB-aðild 27. september 2012 08:30 Regluverk Evrópusambandsins (ESB) um það hversu mikið áfengi og tóbak fólk má flytja milli landa er mun rýmra en þær reglur sem nú eru í gildi á Íslandi. Ef það yrði tekið upp mundi það leiða til verulegs tekjutaps fyrir ríkið og meðal annars af þeim sökum fer samninganefnd Íslands við Evrópusambandið fram á fimm ára aðlögunartíma til að taka það upp. Þetta kemur fram í samningsafstöðu Íslands í skattamálum, sem birt hefur verið á netinu. Evrópskar reglur segja til um að á milli landa megi flytja tíu lítra af sterku áfengi, tuttugu lítra af styrktu víni, níutíu lítra af léttvíni (þar af sextíu lítra af freyðivíni), 110 lítra af bjór – samtals 230 lítra af áfengi – 800 sígarettur (fjögur karton), 400 smávindla, 200 vindla og heilt kíló af reyktóbaki. Þetta er margfalt það magn sem Íslendingum er nú heimilt að flytja til landsins, eins og flestir þekkja sem ferðast hafa til útlanda. Í samningsafstöðu Íslands segir að vörugjald af áfengi og tóbaki sé mikilvægur tekjustofn fyrir ríkissjóð Íslands, og hafi verið um fjögur prósent af heildarskatttekjum ársins 2011. Evrópsku reglurnar mundu „augljóslega leiða til verulegs tekjutaps ríkissjóðs", vegna minni sölu í fríhafnarverslunum og Vínbúðum ÁTVR, segir í skjalinu. Því er óskað eftir að fá að taka þetta upp í þrepum á fimm árum. Þá er sérstaklega vikið að fríhafnarversluninni í samnings-afstöðunni, en hún er ekki í samræmi við regluverk ESB. Ekki eru gerðar kröfur þar að lútandi, en þó talin ástæða til að tæpa á álitaefnum í sambandi við hana „vegna félagslegra og svæðisbundinna ástæðna". Þar segir að félagið sem rekur fríhafnarverslanirnar hafi margt fólk í vinnu, „einkum konur, sem búa á Suðurnesjum þar sem hlutfall atvinnuleysis er hæst á Íslandi". Afnám gjaldfrjálsrar verslunar mundi ógna rekstri félagsins og starfsöryggi fólks. Þá sé hér rík hefð fyrir gjaldfrjálsri verslun við komu til landsins og afnámið mundi búa til hvata fyrir fólk að flytja inn hámarksmagn áfengis og tóbaks að utan. „Einnig verður að taka tillit til umhverfis- og öryggisjónarmiða þar sem aukið magn af gjaldfrjálsum vörum um borð (aðallega áfengi), getur einungis aukið losun CO² og dregið úr öryggi," segir í skjalinu. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Regluverk Evrópusambandsins (ESB) um það hversu mikið áfengi og tóbak fólk má flytja milli landa er mun rýmra en þær reglur sem nú eru í gildi á Íslandi. Ef það yrði tekið upp mundi það leiða til verulegs tekjutaps fyrir ríkið og meðal annars af þeim sökum fer samninganefnd Íslands við Evrópusambandið fram á fimm ára aðlögunartíma til að taka það upp. Þetta kemur fram í samningsafstöðu Íslands í skattamálum, sem birt hefur verið á netinu. Evrópskar reglur segja til um að á milli landa megi flytja tíu lítra af sterku áfengi, tuttugu lítra af styrktu víni, níutíu lítra af léttvíni (þar af sextíu lítra af freyðivíni), 110 lítra af bjór – samtals 230 lítra af áfengi – 800 sígarettur (fjögur karton), 400 smávindla, 200 vindla og heilt kíló af reyktóbaki. Þetta er margfalt það magn sem Íslendingum er nú heimilt að flytja til landsins, eins og flestir þekkja sem ferðast hafa til útlanda. Í samningsafstöðu Íslands segir að vörugjald af áfengi og tóbaki sé mikilvægur tekjustofn fyrir ríkissjóð Íslands, og hafi verið um fjögur prósent af heildarskatttekjum ársins 2011. Evrópsku reglurnar mundu „augljóslega leiða til verulegs tekjutaps ríkissjóðs", vegna minni sölu í fríhafnarverslunum og Vínbúðum ÁTVR, segir í skjalinu. Því er óskað eftir að fá að taka þetta upp í þrepum á fimm árum. Þá er sérstaklega vikið að fríhafnarversluninni í samnings-afstöðunni, en hún er ekki í samræmi við regluverk ESB. Ekki eru gerðar kröfur þar að lútandi, en þó talin ástæða til að tæpa á álitaefnum í sambandi við hana „vegna félagslegra og svæðisbundinna ástæðna". Þar segir að félagið sem rekur fríhafnarverslanirnar hafi margt fólk í vinnu, „einkum konur, sem búa á Suðurnesjum þar sem hlutfall atvinnuleysis er hæst á Íslandi". Afnám gjaldfrjálsrar verslunar mundi ógna rekstri félagsins og starfsöryggi fólks. Þá sé hér rík hefð fyrir gjaldfrjálsri verslun við komu til landsins og afnámið mundi búa til hvata fyrir fólk að flytja inn hámarksmagn áfengis og tóbaks að utan. „Einnig verður að taka tillit til umhverfis- og öryggisjónarmiða þar sem aukið magn af gjaldfrjálsum vörum um borð (aðallega áfengi), getur einungis aukið losun CO² og dregið úr öryggi," segir í skjalinu. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira