Helvíti á jörð Svavar Hávarðsson skrifar 26. september 2012 06:00 Þetta var einhvern tímann stuttu eftir að ég byrjaði nám í háskóla. Ég leigði litla kjallarakompu í vesturbænum ásamt vini. Eins og lög gera ráð fyrir var lítið sem ekkert lesið en því meira var lífsblómið vökvað. Kjallarakompan góða var oft lokapunkturinn á svallinu. Einn morguninn vaknaði ég svo við að ákveðið var knúið dyra og reyndist það vera nágranni minn að biðja mig um að ganga varlegar um gleðinnar dyr næst þegar ég fengi gesti. Þessu lofaði ég manninum, sem var hinn vinalegasti. Öllum þessum árum síðar sé ég hins vegar enn eftir því að hafa ekki gert það sama og þessi maður, eða láta mig varða hans framferði. Ég skammast mín reyndar fyrir að hafa ekki komið konunni hans og börnunum þremur til hjálpar með þeim einfalda hætti að banka upp á eða hringja þegar hann gekk berserksgang þarna fyrir ofan mig. Ég veit að hann braut allt sem hægt var að brjóta, en ekki hvort hann lagði hendur á konuna eða börnin. Hræðsluveinin í þeim fjórum áttu bara að duga til þess að ég tæki af skarið. Eftir á séð vissi ég einfaldlega ekki hvernig ég átti að snúa mér í þessu og gerði þess vegna ekkert. Svo núna um daginn fékk ég skýrslu í hendurnar um heimilisofbeldi. Tölurnar voru hrikalegar; lögregla er boðuð að heimili fólks hvern einasta dag ársins vegna ósættis af einhverjum toga. Fréttaskrif sem tengdust þessu leiddu mig að ungri konu sem hefur annast tilraunaverkefni á vegum Barnaverndarstofu, en það snýst einfaldlega um að hún fer með lögreglu inn á heimili þar sem ofbeldi er beitt og börn eru fyrir. Hún sér um sálgæslu barnanna á meðan lögregla sinnir fullorðna fólkinu. Hún hefur á rúmu ári orðið vitni að því að útlimir eru brotnir, andlit skorin og í verstu tilfellum að fórnarlömb ofbeldisins eru borin út af eigin heimili á milli heims og helju. Forstjóri Barnaverndarstofu sagði mér að hann ætti sér þann draum að þetta starf yrði fest í sessi. Ekki bara á höfuðborgarsvæðinu heldur um allt land. Hins vegar ætti eftir að finna peningana, þó á honum mætti skilja að það yrði leyst. Einhvern veginn. Ha? Snýst þetta ekki um að hjálpa börnum sem eru að upplifa helvíti á jörð? Það eru kannski fleiri en ég sem eiga að skammast sín fyrir aðgerðaleysi? Ég hefði átt að taka upp tólið og slá inn þrjár tölur. Þetta viðurkenni ég fúslega. En ég fer þá fram á að þeir sem einhverju ráða líti á þær tölur sem að þeim snúa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Skoðanir Svavar Hávarðsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun
Þetta var einhvern tímann stuttu eftir að ég byrjaði nám í háskóla. Ég leigði litla kjallarakompu í vesturbænum ásamt vini. Eins og lög gera ráð fyrir var lítið sem ekkert lesið en því meira var lífsblómið vökvað. Kjallarakompan góða var oft lokapunkturinn á svallinu. Einn morguninn vaknaði ég svo við að ákveðið var knúið dyra og reyndist það vera nágranni minn að biðja mig um að ganga varlegar um gleðinnar dyr næst þegar ég fengi gesti. Þessu lofaði ég manninum, sem var hinn vinalegasti. Öllum þessum árum síðar sé ég hins vegar enn eftir því að hafa ekki gert það sama og þessi maður, eða láta mig varða hans framferði. Ég skammast mín reyndar fyrir að hafa ekki komið konunni hans og börnunum þremur til hjálpar með þeim einfalda hætti að banka upp á eða hringja þegar hann gekk berserksgang þarna fyrir ofan mig. Ég veit að hann braut allt sem hægt var að brjóta, en ekki hvort hann lagði hendur á konuna eða börnin. Hræðsluveinin í þeim fjórum áttu bara að duga til þess að ég tæki af skarið. Eftir á séð vissi ég einfaldlega ekki hvernig ég átti að snúa mér í þessu og gerði þess vegna ekkert. Svo núna um daginn fékk ég skýrslu í hendurnar um heimilisofbeldi. Tölurnar voru hrikalegar; lögregla er boðuð að heimili fólks hvern einasta dag ársins vegna ósættis af einhverjum toga. Fréttaskrif sem tengdust þessu leiddu mig að ungri konu sem hefur annast tilraunaverkefni á vegum Barnaverndarstofu, en það snýst einfaldlega um að hún fer með lögreglu inn á heimili þar sem ofbeldi er beitt og börn eru fyrir. Hún sér um sálgæslu barnanna á meðan lögregla sinnir fullorðna fólkinu. Hún hefur á rúmu ári orðið vitni að því að útlimir eru brotnir, andlit skorin og í verstu tilfellum að fórnarlömb ofbeldisins eru borin út af eigin heimili á milli heims og helju. Forstjóri Barnaverndarstofu sagði mér að hann ætti sér þann draum að þetta starf yrði fest í sessi. Ekki bara á höfuðborgarsvæðinu heldur um allt land. Hins vegar ætti eftir að finna peningana, þó á honum mætti skilja að það yrði leyst. Einhvern veginn. Ha? Snýst þetta ekki um að hjálpa börnum sem eru að upplifa helvíti á jörð? Það eru kannski fleiri en ég sem eiga að skammast sín fyrir aðgerðaleysi? Ég hefði átt að taka upp tólið og slá inn þrjár tölur. Þetta viðurkenni ég fúslega. En ég fer þá fram á að þeir sem einhverju ráða líti á þær tölur sem að þeim snúa.