Danir segjast vísa aðgerðum fyrir dóm 26. september 2012 06:30 Össur Skarphéðinsson. „Það markverðasta úr samþykkt ráðherraráðsins er sú staðreynd að fram kemur ágreiningur innan þess. Tvær þjóðir á meðal þeirra stærstu í sjávarútvegi, Danir og Þjóðverjar, treystu sér ekki til að styðja tillöguna og sátu hjá," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra um staðfestingu ráðherraráðs ESB á refsireglum gegn ríkjum sem stunda veiðar úr stofnum sem ekki hefur verið samið um. Össur segir að Danir hafi skilað bókun þar sem þeir áskilja sér rétt til þess að vísa aðgerðum sem kunna að beinast að Færeyjum til Evrópudómstólsins. „Það þykir mér vasklega gert af þeim og það sem verður niðurstaðan með Færeyjar hlýtur líka að gilda um Ísland. Sömuleiðis er það athyglisvert að Svíar telja sig nauðbeygða til að leggja fram ályktun þar sem undirstrikað er að allar aðgerðir sem gripið verði til skuli vera í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar Evrópusambandsins," segir Össur sem segir ekkert annað koma á óvart enda um framhald á samþykkt Evrópuþingsins að ræða. Hann segir það þó ánægjulegt að tekist hafi frá hendi íslenskra stjórnvalda að „nudda út öllum hugmyndum úr makrílhéruðum að banna innflutning frá löndum sem refsa ætti á nánast öllu sem einhvern tímann hefur synt í sjó". Eftir að ráðherraráðið staðfesti nýjar reglur um refsiaðgerðir fagnaði Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB, og sagði þær styrkja stöðu ESB gagnvart Íslandi og Færeyjum í makríldeilunni. Össuri hugnast ekki málflutningur Damanaki. „Mér þótti sjálfum ekki gleðilegt að sjá Damanaki tala eins og blaðafulltrúa fyrir vini okkar og frændur Norðmenn og lýsa því yfir að þeir væru með þeim í þessu stríði. Ég tel það algjörlega óhugsandi að Norðmenn taki þátt í einhverju sem ekki er í fullu samræmi við EES-samninginn." Spurður hversu nálægt Ísland sé að ná samningum við ESB og Noreg um veiðarnar segist Össur telja „að töluvert langt sé á milli okkar og Norðmanna en miklu skemmra milli Íslands og ESB. Við erum fullir samningsvilja, Íslendingar, en við látum ekki kúga okkur." Sigurgeir Þorgeirsson, aðalsamningamaður Íslands í makríldeilunni, segir reglurnar sem samþykktar voru í gær almenns eðlis og nú eigi framkvæmdastjórn ESB eftir að ákveða hvort og með hvaða hætti þeim verður beitt gegn Íslandi. „Við teljum að þær einu heimildir sem þeir geta beitt án þess að brjóta í bága við alþjóðlegar skuldbindingar sínar, þar á meðal viðskiptareglur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, sé að beita löndunarbanni á makrílveiðiskip." Löndunarbann á makrílveiðiskip er þegar í gildi í höfnum aðildarríkja ESB, en það bann hefur lítil sem engin áhrif fyrir íslenskan sjávarútveg, þar sem ekkert er flutt út af makríl til Evrópusambandsins hvort eð er.- shá, gb Fréttir Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Sjá meira
„Það markverðasta úr samþykkt ráðherraráðsins er sú staðreynd að fram kemur ágreiningur innan þess. Tvær þjóðir á meðal þeirra stærstu í sjávarútvegi, Danir og Þjóðverjar, treystu sér ekki til að styðja tillöguna og sátu hjá," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra um staðfestingu ráðherraráðs ESB á refsireglum gegn ríkjum sem stunda veiðar úr stofnum sem ekki hefur verið samið um. Össur segir að Danir hafi skilað bókun þar sem þeir áskilja sér rétt til þess að vísa aðgerðum sem kunna að beinast að Færeyjum til Evrópudómstólsins. „Það þykir mér vasklega gert af þeim og það sem verður niðurstaðan með Færeyjar hlýtur líka að gilda um Ísland. Sömuleiðis er það athyglisvert að Svíar telja sig nauðbeygða til að leggja fram ályktun þar sem undirstrikað er að allar aðgerðir sem gripið verði til skuli vera í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar Evrópusambandsins," segir Össur sem segir ekkert annað koma á óvart enda um framhald á samþykkt Evrópuþingsins að ræða. Hann segir það þó ánægjulegt að tekist hafi frá hendi íslenskra stjórnvalda að „nudda út öllum hugmyndum úr makrílhéruðum að banna innflutning frá löndum sem refsa ætti á nánast öllu sem einhvern tímann hefur synt í sjó". Eftir að ráðherraráðið staðfesti nýjar reglur um refsiaðgerðir fagnaði Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB, og sagði þær styrkja stöðu ESB gagnvart Íslandi og Færeyjum í makríldeilunni. Össuri hugnast ekki málflutningur Damanaki. „Mér þótti sjálfum ekki gleðilegt að sjá Damanaki tala eins og blaðafulltrúa fyrir vini okkar og frændur Norðmenn og lýsa því yfir að þeir væru með þeim í þessu stríði. Ég tel það algjörlega óhugsandi að Norðmenn taki þátt í einhverju sem ekki er í fullu samræmi við EES-samninginn." Spurður hversu nálægt Ísland sé að ná samningum við ESB og Noreg um veiðarnar segist Össur telja „að töluvert langt sé á milli okkar og Norðmanna en miklu skemmra milli Íslands og ESB. Við erum fullir samningsvilja, Íslendingar, en við látum ekki kúga okkur." Sigurgeir Þorgeirsson, aðalsamningamaður Íslands í makríldeilunni, segir reglurnar sem samþykktar voru í gær almenns eðlis og nú eigi framkvæmdastjórn ESB eftir að ákveða hvort og með hvaða hætti þeim verður beitt gegn Íslandi. „Við teljum að þær einu heimildir sem þeir geta beitt án þess að brjóta í bága við alþjóðlegar skuldbindingar sínar, þar á meðal viðskiptareglur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, sé að beita löndunarbanni á makrílveiðiskip." Löndunarbann á makrílveiðiskip er þegar í gildi í höfnum aðildarríkja ESB, en það bann hefur lítil sem engin áhrif fyrir íslenskan sjávarútveg, þar sem ekkert er flutt út af makríl til Evrópusambandsins hvort eð er.- shá, gb
Fréttir Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Sjá meira