Mikil óánægja starfsfólks með tafir á skýrsluskilum 26. september 2012 07:30 Mikillar óánægju hefur gætt innan Ríkisendurskoðunar með hversu lengi hefur tekið að vinna skýrslu um innleiðingu bókhaldskerfis ríkisins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Kastljós RÚV greindi frá innihaldi skýrslunnar á mánudag, en þar kemur fram að kostnaður við verkefnið hafi farið langt fram úr áætlun. Skýrslan var í fjögur ár í vinnslu undir verkstjórn Sigurður Þórðarson, fyrrverandi ríkisendurskoðanda, og önnur fjögur ár á borði Sveins Arasonar ríkisendurskoðanda. Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að ekki hafi fengist viðhlítandi skýringar á því hjá Ríkisendurskoðun hvers vegna það dróst svo lengi að ljúka skýrslunni og skila henni til Alþingis. Ríkisendurskoðandi sat sameiginlegan fund nefndarinnar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær. Björn Valur segist vilja bíða frekari skýringa frá Ríkisendurskoðun, en traustið á milli stofnunarinnar og Alþings hefur beðið hnekki er mat hans. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi segir að vont sé að missa traust þingmanna og -nefnda, en hann verði að sitja uppi með það. „Það er ekkert sem ég get gert til að breyta sjónarmiðum einstakra þingmanna. Ef þeir eru á þeirri skoðun að ég, eða stofnunin sem slík, njóti ekki trausts verðum við bara að búa við það." Sveinn segist ekki hafa hugleitt afsögn í kjölfar málsins. „Það hefur enginn tími verið til að hugleiða eitt eða neitt í því sambandi. Auðvitað er það náttúrulega þingið sem þarf að láta vita hvort það sé svo í reynd." Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er aukafundur í forsætisnefnd þingsins á morgun, en nefndin ræður og getur, að fengnu samþykki Alþingis, vikið ríkisendurskoðanda úr starfi. Þuríður Backman, 2. varaforseti Alþingis, segir að fundurinn hafi verið boðaður vegna máls sem er óháð Ríkisendurskoðun. „Ég er þess fullviss að mál Ríkisendurskoðunar kemur inn á borð nefndarinnar, en hvort það verður á morgun [í dag] veit ég ekki." Björn Valur vill að skýrsludrögunum verði dreift til þingmanna með þeim fyrirvörum að um óklárað plagg sé að ræða. „Ég tel einboðið í sjálfu sér, fyrst þessi drög eru á sveimi og hafa verið sýnd að hluta til í sjónvarpi, að þau verði prófarkalesin og afhent þingmönnum, hvort sem er í trúnaði eða ekki. Mér finnst líklegt að við gerum kröfu um að fá hana í hendurnar." Sveinn segir hins vegar að nú liggi fyrir að fullklára skýrsluna, enda sé um vinnuplagg að ræða sem ekki verði dreift. Slíkt geti tekið tíma. Í umfjöllun Kastljóss í gærkvöldi kom fram að skýrslan verður birt á vef þáttarins, til að auðvelda milliliðalausa umfjöllun um málið. - kóp / - shá Fréttir Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira
Mikillar óánægju hefur gætt innan Ríkisendurskoðunar með hversu lengi hefur tekið að vinna skýrslu um innleiðingu bókhaldskerfis ríkisins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Kastljós RÚV greindi frá innihaldi skýrslunnar á mánudag, en þar kemur fram að kostnaður við verkefnið hafi farið langt fram úr áætlun. Skýrslan var í fjögur ár í vinnslu undir verkstjórn Sigurður Þórðarson, fyrrverandi ríkisendurskoðanda, og önnur fjögur ár á borði Sveins Arasonar ríkisendurskoðanda. Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að ekki hafi fengist viðhlítandi skýringar á því hjá Ríkisendurskoðun hvers vegna það dróst svo lengi að ljúka skýrslunni og skila henni til Alþingis. Ríkisendurskoðandi sat sameiginlegan fund nefndarinnar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær. Björn Valur segist vilja bíða frekari skýringa frá Ríkisendurskoðun, en traustið á milli stofnunarinnar og Alþings hefur beðið hnekki er mat hans. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi segir að vont sé að missa traust þingmanna og -nefnda, en hann verði að sitja uppi með það. „Það er ekkert sem ég get gert til að breyta sjónarmiðum einstakra þingmanna. Ef þeir eru á þeirri skoðun að ég, eða stofnunin sem slík, njóti ekki trausts verðum við bara að búa við það." Sveinn segist ekki hafa hugleitt afsögn í kjölfar málsins. „Það hefur enginn tími verið til að hugleiða eitt eða neitt í því sambandi. Auðvitað er það náttúrulega þingið sem þarf að láta vita hvort það sé svo í reynd." Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er aukafundur í forsætisnefnd þingsins á morgun, en nefndin ræður og getur, að fengnu samþykki Alþingis, vikið ríkisendurskoðanda úr starfi. Þuríður Backman, 2. varaforseti Alþingis, segir að fundurinn hafi verið boðaður vegna máls sem er óháð Ríkisendurskoðun. „Ég er þess fullviss að mál Ríkisendurskoðunar kemur inn á borð nefndarinnar, en hvort það verður á morgun [í dag] veit ég ekki." Björn Valur vill að skýrsludrögunum verði dreift til þingmanna með þeim fyrirvörum að um óklárað plagg sé að ræða. „Ég tel einboðið í sjálfu sér, fyrst þessi drög eru á sveimi og hafa verið sýnd að hluta til í sjónvarpi, að þau verði prófarkalesin og afhent þingmönnum, hvort sem er í trúnaði eða ekki. Mér finnst líklegt að við gerum kröfu um að fá hana í hendurnar." Sveinn segir hins vegar að nú liggi fyrir að fullklára skýrsluna, enda sé um vinnuplagg að ræða sem ekki verði dreift. Slíkt geti tekið tíma. Í umfjöllun Kastljóss í gærkvöldi kom fram að skýrslan verður birt á vef þáttarins, til að auðvelda milliliðalausa umfjöllun um málið. - kóp / - shá
Fréttir Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira