Mikil óánægja starfsfólks með tafir á skýrsluskilum 26. september 2012 07:30 Mikillar óánægju hefur gætt innan Ríkisendurskoðunar með hversu lengi hefur tekið að vinna skýrslu um innleiðingu bókhaldskerfis ríkisins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Kastljós RÚV greindi frá innihaldi skýrslunnar á mánudag, en þar kemur fram að kostnaður við verkefnið hafi farið langt fram úr áætlun. Skýrslan var í fjögur ár í vinnslu undir verkstjórn Sigurður Þórðarson, fyrrverandi ríkisendurskoðanda, og önnur fjögur ár á borði Sveins Arasonar ríkisendurskoðanda. Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að ekki hafi fengist viðhlítandi skýringar á því hjá Ríkisendurskoðun hvers vegna það dróst svo lengi að ljúka skýrslunni og skila henni til Alþingis. Ríkisendurskoðandi sat sameiginlegan fund nefndarinnar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær. Björn Valur segist vilja bíða frekari skýringa frá Ríkisendurskoðun, en traustið á milli stofnunarinnar og Alþings hefur beðið hnekki er mat hans. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi segir að vont sé að missa traust þingmanna og -nefnda, en hann verði að sitja uppi með það. „Það er ekkert sem ég get gert til að breyta sjónarmiðum einstakra þingmanna. Ef þeir eru á þeirri skoðun að ég, eða stofnunin sem slík, njóti ekki trausts verðum við bara að búa við það." Sveinn segist ekki hafa hugleitt afsögn í kjölfar málsins. „Það hefur enginn tími verið til að hugleiða eitt eða neitt í því sambandi. Auðvitað er það náttúrulega þingið sem þarf að láta vita hvort það sé svo í reynd." Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er aukafundur í forsætisnefnd þingsins á morgun, en nefndin ræður og getur, að fengnu samþykki Alþingis, vikið ríkisendurskoðanda úr starfi. Þuríður Backman, 2. varaforseti Alþingis, segir að fundurinn hafi verið boðaður vegna máls sem er óháð Ríkisendurskoðun. „Ég er þess fullviss að mál Ríkisendurskoðunar kemur inn á borð nefndarinnar, en hvort það verður á morgun [í dag] veit ég ekki." Björn Valur vill að skýrsludrögunum verði dreift til þingmanna með þeim fyrirvörum að um óklárað plagg sé að ræða. „Ég tel einboðið í sjálfu sér, fyrst þessi drög eru á sveimi og hafa verið sýnd að hluta til í sjónvarpi, að þau verði prófarkalesin og afhent þingmönnum, hvort sem er í trúnaði eða ekki. Mér finnst líklegt að við gerum kröfu um að fá hana í hendurnar." Sveinn segir hins vegar að nú liggi fyrir að fullklára skýrsluna, enda sé um vinnuplagg að ræða sem ekki verði dreift. Slíkt geti tekið tíma. Í umfjöllun Kastljóss í gærkvöldi kom fram að skýrslan verður birt á vef þáttarins, til að auðvelda milliliðalausa umfjöllun um málið. - kóp / - shá Fréttir Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Mikillar óánægju hefur gætt innan Ríkisendurskoðunar með hversu lengi hefur tekið að vinna skýrslu um innleiðingu bókhaldskerfis ríkisins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Kastljós RÚV greindi frá innihaldi skýrslunnar á mánudag, en þar kemur fram að kostnaður við verkefnið hafi farið langt fram úr áætlun. Skýrslan var í fjögur ár í vinnslu undir verkstjórn Sigurður Þórðarson, fyrrverandi ríkisendurskoðanda, og önnur fjögur ár á borði Sveins Arasonar ríkisendurskoðanda. Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að ekki hafi fengist viðhlítandi skýringar á því hjá Ríkisendurskoðun hvers vegna það dróst svo lengi að ljúka skýrslunni og skila henni til Alþingis. Ríkisendurskoðandi sat sameiginlegan fund nefndarinnar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær. Björn Valur segist vilja bíða frekari skýringa frá Ríkisendurskoðun, en traustið á milli stofnunarinnar og Alþings hefur beðið hnekki er mat hans. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi segir að vont sé að missa traust þingmanna og -nefnda, en hann verði að sitja uppi með það. „Það er ekkert sem ég get gert til að breyta sjónarmiðum einstakra þingmanna. Ef þeir eru á þeirri skoðun að ég, eða stofnunin sem slík, njóti ekki trausts verðum við bara að búa við það." Sveinn segist ekki hafa hugleitt afsögn í kjölfar málsins. „Það hefur enginn tími verið til að hugleiða eitt eða neitt í því sambandi. Auðvitað er það náttúrulega þingið sem þarf að láta vita hvort það sé svo í reynd." Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er aukafundur í forsætisnefnd þingsins á morgun, en nefndin ræður og getur, að fengnu samþykki Alþingis, vikið ríkisendurskoðanda úr starfi. Þuríður Backman, 2. varaforseti Alþingis, segir að fundurinn hafi verið boðaður vegna máls sem er óháð Ríkisendurskoðun. „Ég er þess fullviss að mál Ríkisendurskoðunar kemur inn á borð nefndarinnar, en hvort það verður á morgun [í dag] veit ég ekki." Björn Valur vill að skýrsludrögunum verði dreift til þingmanna með þeim fyrirvörum að um óklárað plagg sé að ræða. „Ég tel einboðið í sjálfu sér, fyrst þessi drög eru á sveimi og hafa verið sýnd að hluta til í sjónvarpi, að þau verði prófarkalesin og afhent þingmönnum, hvort sem er í trúnaði eða ekki. Mér finnst líklegt að við gerum kröfu um að fá hana í hendurnar." Sveinn segir hins vegar að nú liggi fyrir að fullklára skýrsluna, enda sé um vinnuplagg að ræða sem ekki verði dreift. Slíkt geti tekið tíma. Í umfjöllun Kastljóss í gærkvöldi kom fram að skýrslan verður birt á vef þáttarins, til að auðvelda milliliðalausa umfjöllun um málið. - kóp / - shá
Fréttir Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira