Deila um hver vissi hvað um framboðið - fréttaskýring 25. september 2012 08:00 Samherjar á þingi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Höskuldur Þórhallsson hlýða á umræður á þingi.fréttablaðið/anton Hvernig standa framboðsmál Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi? Óhætt er að segja að tíðindi af framboðsmálum Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi hafi komið á óvart. Varaformaðurinn, Birkir Jón Jónsson, tilkynnti fyrir helgi að hann hygðist ekki gefa kost á sér til setu á lista flokksins fyrir næstu kosningar. Flokkurinn á tvo þingmenn í kjördæminu, Birki og Höskuld Þórhallsson. Tvennum sögum fer af því sem næst gerðist í atburðarásinni. Sigmundur Davíð segist hafa rætt við Höskuld um þá fyrirætlun sína að sækjast eftir efsta sætinu í kjördæminu. Höskuldur segist hins vegar aðeins hafa fengið skilaboð frá Sigmundi um að þeir þyrftu að ræða saman. Sé útgáfa Höskuldar rétt er staðan sú að formaðurinn sækir að honum í fyrsta sætið, en hafi Sigmundur Davíð rétt fyrir sér er það akkúrat öfugt; Höskuldur tilkynnti um framboð í fyrsta sætið vitandi að formaðurinn hygðist gera slíkt hið sama. Raunar hefur Hrólfur Ölvisson, framkvæmdastjóri flokksins, staðfest orð Sigmundar Davíðs. Höskuldur segir, í samtali við fréttastofu Stöðvar 2, að það sé rangt hjá Hrólfi. Sigmundur Davíð og Höskuldur funduðu um málið í gær en ætla báðir að halda framboði sínu til streitu. Það er ekki í fyrsta skipti sem Framsóknarmenn velja á milli þeirra tveggja. Báðir voru í framboði til formanns í janúar 2009, ásamt Páli Magnússyni. Í síðari umferð var kosið á milli Sigmundar og Höskuldar og hlaut Sigmundur 449 atkvæði en Höskuldur 340. Fyrir mistök var Höskuldur reyndar lýstur sigurvegari, en það leiðrétt skömmu síðar. Ákvörðun Sigmundar Davíðs kemur heimildarmönnum Fréttablaðsins á óvart. Sigmundur hafi heilmikil tengsl við Reykjavík, en þar hefur hann setið í skipulagsráði. Áður en hann varð formaður vakti hann athygli fyrir tillögur um skipulag borgarinnar. Hins vegar er ekki á vísan að róa varðandi þingsæti í kjördæmi Sigmundar, Reykjavík norður. Viðskiptablaðið greindi frá því í mars að samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup næði Sigmundur Davíð ekki kjöri í kjördæminu. Hvorki Sigmundur Davíð né Höskuldur vildu tjá sig við Fréttablaðið í gær. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Hvernig standa framboðsmál Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi? Óhætt er að segja að tíðindi af framboðsmálum Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi hafi komið á óvart. Varaformaðurinn, Birkir Jón Jónsson, tilkynnti fyrir helgi að hann hygðist ekki gefa kost á sér til setu á lista flokksins fyrir næstu kosningar. Flokkurinn á tvo þingmenn í kjördæminu, Birki og Höskuld Þórhallsson. Tvennum sögum fer af því sem næst gerðist í atburðarásinni. Sigmundur Davíð segist hafa rætt við Höskuld um þá fyrirætlun sína að sækjast eftir efsta sætinu í kjördæminu. Höskuldur segist hins vegar aðeins hafa fengið skilaboð frá Sigmundi um að þeir þyrftu að ræða saman. Sé útgáfa Höskuldar rétt er staðan sú að formaðurinn sækir að honum í fyrsta sætið, en hafi Sigmundur Davíð rétt fyrir sér er það akkúrat öfugt; Höskuldur tilkynnti um framboð í fyrsta sætið vitandi að formaðurinn hygðist gera slíkt hið sama. Raunar hefur Hrólfur Ölvisson, framkvæmdastjóri flokksins, staðfest orð Sigmundar Davíðs. Höskuldur segir, í samtali við fréttastofu Stöðvar 2, að það sé rangt hjá Hrólfi. Sigmundur Davíð og Höskuldur funduðu um málið í gær en ætla báðir að halda framboði sínu til streitu. Það er ekki í fyrsta skipti sem Framsóknarmenn velja á milli þeirra tveggja. Báðir voru í framboði til formanns í janúar 2009, ásamt Páli Magnússyni. Í síðari umferð var kosið á milli Sigmundar og Höskuldar og hlaut Sigmundur 449 atkvæði en Höskuldur 340. Fyrir mistök var Höskuldur reyndar lýstur sigurvegari, en það leiðrétt skömmu síðar. Ákvörðun Sigmundar Davíðs kemur heimildarmönnum Fréttablaðsins á óvart. Sigmundur hafi heilmikil tengsl við Reykjavík, en þar hefur hann setið í skipulagsráði. Áður en hann varð formaður vakti hann athygli fyrir tillögur um skipulag borgarinnar. Hins vegar er ekki á vísan að róa varðandi þingsæti í kjördæmi Sigmundar, Reykjavík norður. Viðskiptablaðið greindi frá því í mars að samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup næði Sigmundur Davíð ekki kjöri í kjördæminu. Hvorki Sigmundur Davíð né Höskuldur vildu tjá sig við Fréttablaðið í gær. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira