Sagan öll í smáatriðum Trausti Júlíusson skrifar 27. september 2012 00:01 Blur Hljómsveitin Blur starfaði á árunum 1988-2003. Hún var endurvakin fyrir þremur árum, en hefur ekki gefið út nýtt efni síðan. Í kassanum sem hér er til umfjöllunar er útgáfuferill sveitarinnar gerður upp. Þetta er mikið efni: Átján hljómdiskar, þrír mynddiskar og ein lítil vínylplata auk bókar. Blur sendi frá sér sjö plötur á ferlinum. Þær eru allar endurhljóðblandaðar í 21-boxinu, en hverri þeirra fylgir aukaplata með smáskífulögum, tónleikaefni og öðrum sjaldgæfum upptökum. Að auki eru í boxinu fjórir diskar með áður óútgefnu efni og fyrrnefndir DVD-diskar sem innihalda þrenna tónleika frá árunum 1994 (einir) og 1999 (tvennir). Boxinu fylgir líka kóði sem nota má til að sækja alla þessa tónlist á MP3-skrám og fleira efni, m.a. öll 33 eintökin af Blurb, blaði aðdáendaklúbbs hljómsveitarinnar. Blur var ein mikilvægasta hljómsveit Bretlands á tíunda áratugnum. Hún var hluti af britpop-senunni, en Damon Albarn tók meðvitaða ákvörðun um að Blur skyldi einbeita sér að öllu því sem breskt væri eftir misheppnaða tónleikaferð sveitarinnar til Bandaríkjanna og til að vega upp á móti öllu gruggrokkinu („grunge") sem streymdi frá Ameríku á þessum tíma. Sú ákvörðun var ekki upphafið að britpoppinu, en hún átti þátt í að skilgreina það og gaf af sér bestu plötu Blur, Parklife. Það kom mér á óvart þegar ég fór í gegnum allt þetta efni hvað Blur kom víða við tónlistarlega og hvað heildarverk sveitarinnar er sterkt. Fyrsta og síðasta platan eru lakastar, en allar plöturnar þar á milli eru frábærar, The Great Escape þó síst. Fimmta platan sem heitir einfaldlega Blur er til dæmis algjör snilld og stórt stökk tónlistarlega frá þeirri fjórðu. Það er líka fullt af flottu aukaefni í boxinu, ég man ekki eftir því að hljómsveit hafi verið gerð eins ítarleg skil í einni útgáfu og Blur í þessu boxi. Þarna eru fyrstu upptökur sveitarinnar, frá því að hún hét Seymour, þarna eru allar aðdáendaklúbbsútgáfurnar, demó-upptökur, tónleikaefni. Gæðastaðallinn á þessu öllu er hærri heldur en maður hefði nokkurn tímann þorað að vona. Í bókinni sem fylgir með eru viðtöl við hljómsveitarmeðlimi um allar plöturnar og mikið af myndum og upplýsingum. Á heildina litið er þetta hreint magnaður pakki. Ein flottasta útgáfa sem komið hefur út um nokkra hljómsveit. Draumagripur aðdáandans. Hann kostar líka sitt, en þeir sem ekki vilja allt heila klabbið geta fengið plöturnar sjö hverja fyrir sig í sömu tvöföldu útgáfunum og eru í boxinu. Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Hljómsveitin Blur starfaði á árunum 1988-2003. Hún var endurvakin fyrir þremur árum, en hefur ekki gefið út nýtt efni síðan. Í kassanum sem hér er til umfjöllunar er útgáfuferill sveitarinnar gerður upp. Þetta er mikið efni: Átján hljómdiskar, þrír mynddiskar og ein lítil vínylplata auk bókar. Blur sendi frá sér sjö plötur á ferlinum. Þær eru allar endurhljóðblandaðar í 21-boxinu, en hverri þeirra fylgir aukaplata með smáskífulögum, tónleikaefni og öðrum sjaldgæfum upptökum. Að auki eru í boxinu fjórir diskar með áður óútgefnu efni og fyrrnefndir DVD-diskar sem innihalda þrenna tónleika frá árunum 1994 (einir) og 1999 (tvennir). Boxinu fylgir líka kóði sem nota má til að sækja alla þessa tónlist á MP3-skrám og fleira efni, m.a. öll 33 eintökin af Blurb, blaði aðdáendaklúbbs hljómsveitarinnar. Blur var ein mikilvægasta hljómsveit Bretlands á tíunda áratugnum. Hún var hluti af britpop-senunni, en Damon Albarn tók meðvitaða ákvörðun um að Blur skyldi einbeita sér að öllu því sem breskt væri eftir misheppnaða tónleikaferð sveitarinnar til Bandaríkjanna og til að vega upp á móti öllu gruggrokkinu („grunge") sem streymdi frá Ameríku á þessum tíma. Sú ákvörðun var ekki upphafið að britpoppinu, en hún átti þátt í að skilgreina það og gaf af sér bestu plötu Blur, Parklife. Það kom mér á óvart þegar ég fór í gegnum allt þetta efni hvað Blur kom víða við tónlistarlega og hvað heildarverk sveitarinnar er sterkt. Fyrsta og síðasta platan eru lakastar, en allar plöturnar þar á milli eru frábærar, The Great Escape þó síst. Fimmta platan sem heitir einfaldlega Blur er til dæmis algjör snilld og stórt stökk tónlistarlega frá þeirri fjórðu. Það er líka fullt af flottu aukaefni í boxinu, ég man ekki eftir því að hljómsveit hafi verið gerð eins ítarleg skil í einni útgáfu og Blur í þessu boxi. Þarna eru fyrstu upptökur sveitarinnar, frá því að hún hét Seymour, þarna eru allar aðdáendaklúbbsútgáfurnar, demó-upptökur, tónleikaefni. Gæðastaðallinn á þessu öllu er hærri heldur en maður hefði nokkurn tímann þorað að vona. Í bókinni sem fylgir með eru viðtöl við hljómsveitarmeðlimi um allar plöturnar og mikið af myndum og upplýsingum. Á heildina litið er þetta hreint magnaður pakki. Ein flottasta útgáfa sem komið hefur út um nokkra hljómsveit. Draumagripur aðdáandans. Hann kostar líka sitt, en þeir sem ekki vilja allt heila klabbið geta fengið plöturnar sjö hverja fyrir sig í sömu tvöföldu útgáfunum og eru í boxinu.
Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira