Mancini: Við viljum vinna alla leiki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. september 2012 07:00 Argentínumönnunum Sergio Aguero, Pablo Zabaleta og Carlos Tevez var skemmt á æfingu Manchester City í gær. nordicphotos/getty Fjölmargir knattspyrnuáhugamenn kætast í kvöld þegar riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst með pompi og prakt. Alls eru átta leikir á dagskrá en stærsti leikurinn verður án nokkurs vafa í höfuðborg Spánar þar sem Real Madrid tekur á móti Manchester City. Real Madrid er sigursælasta félag í sögu Evrópukeppninnar með níu titla að baki. Liðið hefur þó ekki unnið Meistaradeildina í rúman áratug og þar á bæ eru menn orðnir langþreyttir á biðinni, sérstaklega þar sem erkifjendurnir í Barcelona hafa unnið keppnina þrívegis á síðustu fimm árum. Peningamaðurinn breytti ölluManchester City á allt aðra sögu á bak við sig. Liðið varð Evrópumeistari bikarhafa árið 1970 en það er eini Evróputitill liðsins til þessa. Eftir það fór að halla undan fæti og næstu áratugi flakkaði liðið á milli þriggja efstu deildanna á Englandi. Vorið 2002, sama vor og Real Madrid varð síðast Evrópumeistari, vann City sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á ný og hefur haldið því allar götur síðan. Félagið tók svo stakkaskiptum árið 2008 er hinn vellauðugi sjeik Mansour bin Zayed al-Nahyan keypti félagið og hefur síðan þá dælt peningum í rekstur þess. Jose Mourinho, stjóri Real Madrid, þekkir það vel að vera stjóri félags með vellauðugan eiganda. Hann var fenginn til Chelsea af Roman Abramovich og naut hann talsverðrar velgengni þar. Mourinho segir að það séu margar hliðstæður hjá City og Chelsea. „Þegar Roman keypti félagið var Claudio Ranieri stjóri liðsins. Ég tók svo við og við unnum nokkra titla, þar á meðal deildina í fyrsta sinn í langan tíma. Carlo Ancoletti tók svo við og að lokum varð Chelsea Evrópumeistari," sagði Mourinho á blaðamannafundi í gær. „Mark Hughes var hjá City þegar nýir eigendur tóku við. Félagið keypti marga dýra og góða leikmenn, Roberto Mancini tók svo við og er byrjaður að vinna titla," bætti hann við. Mourinho er því ekki í vafa um að félagið geti vel unnið Meistaradeildina haldi það áfram á þessari braut. „Ég veit ekki hvort það verður á þessu tímabili eða því næsta. Eða ef Roberto verður við stjórnvölinn eða einhver annar. En miðað við þá stefnu sem félagið hefur tekið mun það vinna stóra bikarinn, fyrr eða síðar." Mætum einu besta liði heimsSjálfur segist Mancini bera virðingu fyrir glæsilegri sögu Real Madrid en að markmið City fyrir leikinn sé það sama og ávallt. „Það er ekki í okkar skapgerð að fara í leik – hvort sem það er í Madríd eða annars staðar – með það fyrir augum að gera jafntefli eða tapa. Við viljum vinna alla leiki," sagði Mancini. „En við vitum að þetta verður erfiður leikur. Við mætum einu besta liði heims en mestu skiptir að við einbeitum okkur að því að sinna okkar vinnu vel. Þetta verður frábær leikur og merkilegur viðburður fyrir alla hjá okkar félagi," bætti hann við. Arsenal til FrakklandsÍ hinum leik D-riðils eigast við Dortmund og Ajax. Kolbeinn Sigþórsson er á mála hjá síðarnefnda félaginu en verður frá fram á næsta ár vegna axlarmeiðsla, eins og kunnugt er. Eitt annað enskt lið verður í eldlínunni í kvöld en Arsenal á erfiðan leik fyrir höndum gegn Montpellier í Frakklandi. Arsenal hefur aldrei unnið Evrópumeistaratitilinn en hefur, rétt eins og City, orðið Evrópumeistari bikarhafa en hætt var að keppa um þann titil árið 1999.Leikir kvöldsins:A-riðill: 18.45 Dinamo Zagreb - Porto 18.45 PSG - Dynamo KievB-riðill: 18.45 Montpellier - ArsenalSport 3 18.45 Olympiakos - SchalkeC-riðill: 18.45 Malaga - Zenit 18.45 AC Milan - AnderlechtD-riðill: 18.45 Dortmund - AjaxSport 4 18.45 R. Madrid - Man. CitySport & HD Meistaradeild Evrópu Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Fleiri fréttir Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Sjá meira
Fjölmargir knattspyrnuáhugamenn kætast í kvöld þegar riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst með pompi og prakt. Alls eru átta leikir á dagskrá en stærsti leikurinn verður án nokkurs vafa í höfuðborg Spánar þar sem Real Madrid tekur á móti Manchester City. Real Madrid er sigursælasta félag í sögu Evrópukeppninnar með níu titla að baki. Liðið hefur þó ekki unnið Meistaradeildina í rúman áratug og þar á bæ eru menn orðnir langþreyttir á biðinni, sérstaklega þar sem erkifjendurnir í Barcelona hafa unnið keppnina þrívegis á síðustu fimm árum. Peningamaðurinn breytti ölluManchester City á allt aðra sögu á bak við sig. Liðið varð Evrópumeistari bikarhafa árið 1970 en það er eini Evróputitill liðsins til þessa. Eftir það fór að halla undan fæti og næstu áratugi flakkaði liðið á milli þriggja efstu deildanna á Englandi. Vorið 2002, sama vor og Real Madrid varð síðast Evrópumeistari, vann City sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á ný og hefur haldið því allar götur síðan. Félagið tók svo stakkaskiptum árið 2008 er hinn vellauðugi sjeik Mansour bin Zayed al-Nahyan keypti félagið og hefur síðan þá dælt peningum í rekstur þess. Jose Mourinho, stjóri Real Madrid, þekkir það vel að vera stjóri félags með vellauðugan eiganda. Hann var fenginn til Chelsea af Roman Abramovich og naut hann talsverðrar velgengni þar. Mourinho segir að það séu margar hliðstæður hjá City og Chelsea. „Þegar Roman keypti félagið var Claudio Ranieri stjóri liðsins. Ég tók svo við og við unnum nokkra titla, þar á meðal deildina í fyrsta sinn í langan tíma. Carlo Ancoletti tók svo við og að lokum varð Chelsea Evrópumeistari," sagði Mourinho á blaðamannafundi í gær. „Mark Hughes var hjá City þegar nýir eigendur tóku við. Félagið keypti marga dýra og góða leikmenn, Roberto Mancini tók svo við og er byrjaður að vinna titla," bætti hann við. Mourinho er því ekki í vafa um að félagið geti vel unnið Meistaradeildina haldi það áfram á þessari braut. „Ég veit ekki hvort það verður á þessu tímabili eða því næsta. Eða ef Roberto verður við stjórnvölinn eða einhver annar. En miðað við þá stefnu sem félagið hefur tekið mun það vinna stóra bikarinn, fyrr eða síðar." Mætum einu besta liði heimsSjálfur segist Mancini bera virðingu fyrir glæsilegri sögu Real Madrid en að markmið City fyrir leikinn sé það sama og ávallt. „Það er ekki í okkar skapgerð að fara í leik – hvort sem það er í Madríd eða annars staðar – með það fyrir augum að gera jafntefli eða tapa. Við viljum vinna alla leiki," sagði Mancini. „En við vitum að þetta verður erfiður leikur. Við mætum einu besta liði heims en mestu skiptir að við einbeitum okkur að því að sinna okkar vinnu vel. Þetta verður frábær leikur og merkilegur viðburður fyrir alla hjá okkar félagi," bætti hann við. Arsenal til FrakklandsÍ hinum leik D-riðils eigast við Dortmund og Ajax. Kolbeinn Sigþórsson er á mála hjá síðarnefnda félaginu en verður frá fram á næsta ár vegna axlarmeiðsla, eins og kunnugt er. Eitt annað enskt lið verður í eldlínunni í kvöld en Arsenal á erfiðan leik fyrir höndum gegn Montpellier í Frakklandi. Arsenal hefur aldrei unnið Evrópumeistaratitilinn en hefur, rétt eins og City, orðið Evrópumeistari bikarhafa en hætt var að keppa um þann titil árið 1999.Leikir kvöldsins:A-riðill: 18.45 Dinamo Zagreb - Porto 18.45 PSG - Dynamo KievB-riðill: 18.45 Montpellier - ArsenalSport 3 18.45 Olympiakos - SchalkeC-riðill: 18.45 Malaga - Zenit 18.45 AC Milan - AnderlechtD-riðill: 18.45 Dortmund - AjaxSport 4 18.45 R. Madrid - Man. CitySport & HD
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Fleiri fréttir Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Sjá meira