Gjörningurinn Chris Brown Brynhildur Björnsdóttir skrifar 15. september 2012 06:00 Santiago Sierra heitir listamaður. Hann er þekktastur fyrir að borga fátæku fólki fyrir að gera erfiða og/eða niðurlægjandi hluti, eins og til dæmis að vera ofan í kassa í fjóra daga eða láta múra sig inn í vegg. Hann vill sýna fram á að fólk sé tilbúið að gera ansi margt sér til viðurværis, meðal annars að láta breyta líkama sínum varanlega, og greiddi til dæmis fjórum vændiskonum peningaupphæð sem samsvaraði einum heróínskammti fyrir að láta húðflúra línu á bak sitt. Sierra vill með list sinni sýna notkun kapítalismans á fólki og líkama þess. Í stuttu máli: hann fer illa með fólk til að sýna hversu illa er hægt að fara með einstakling án þess að samfélagið fordæmi það. Chris Brown heitir listamaður sem sækir að því er virðist innblástur til Sierra. Hann vill sýna hvað samtíminn er firrtur þegar kemur að ofbeldi gagnvart konum. Hann vill neyða okkur til að horfast í augu við það að einhver sem getur sungið skemmtileg lög, er myndarlegur og fallega klæddur geti jafnframt verið maður sem lemur kærustuna sína þannig að hún þarf að leggjast inn á spítala. Gjörningurinn, sem hefur staðið yfir í mörg ár, felur í sér að verða poppstjarna sem er elskuð og dáð, einkum af unglingsstúlkum, lemja kærustuna sína í klessu, hljóta dóm og Grammy-verðlaun nokkru síðar. Í stuttu máli: hann fer illa með konur til að sýna hversu illa er hægt að fara með þær án þess að samfélagið fordæmi það. Chris Brown notar líka húðflúr í listsköpun sinni. Þar sem listaverkið sem á að sýna firringu heimsins gagnvart ofbeldi gegn konum er hann sjálfur, líf hans og starf, leggur hann eigin líkama undir og lætur flúra á hálsinn á sér staðfestingu þess að hann hafi framið glæpinn sem allir vita að hann framdi. Vel valinn líkamshluti, hann er aldrei með trefil. Betri áminning til heimsins um nákvæmlega hvað hann gerði er vandfundin, og betri yfirlýsing um afstöðu hans til verksins er ekki til. En þetta er allt saman listrænn gjörningur. Það hlýtur bara að vera. Einhvern tíma bráðum mun Chris Brown taka niður sólgleraugun, horfa djúpt í augun á okkur og segja: „Hvað eruð þið eiginlega að spá? Hversu langt þarf ég að ganga til að þið sjáið hvað ég er fyrirlitlegur og hættið að mæra verkin mín og gefa dætrum ykkar myndir af mér til að hengja upp á vegg?“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun
Santiago Sierra heitir listamaður. Hann er þekktastur fyrir að borga fátæku fólki fyrir að gera erfiða og/eða niðurlægjandi hluti, eins og til dæmis að vera ofan í kassa í fjóra daga eða láta múra sig inn í vegg. Hann vill sýna fram á að fólk sé tilbúið að gera ansi margt sér til viðurværis, meðal annars að láta breyta líkama sínum varanlega, og greiddi til dæmis fjórum vændiskonum peningaupphæð sem samsvaraði einum heróínskammti fyrir að láta húðflúra línu á bak sitt. Sierra vill með list sinni sýna notkun kapítalismans á fólki og líkama þess. Í stuttu máli: hann fer illa með fólk til að sýna hversu illa er hægt að fara með einstakling án þess að samfélagið fordæmi það. Chris Brown heitir listamaður sem sækir að því er virðist innblástur til Sierra. Hann vill sýna hvað samtíminn er firrtur þegar kemur að ofbeldi gagnvart konum. Hann vill neyða okkur til að horfast í augu við það að einhver sem getur sungið skemmtileg lög, er myndarlegur og fallega klæddur geti jafnframt verið maður sem lemur kærustuna sína þannig að hún þarf að leggjast inn á spítala. Gjörningurinn, sem hefur staðið yfir í mörg ár, felur í sér að verða poppstjarna sem er elskuð og dáð, einkum af unglingsstúlkum, lemja kærustuna sína í klessu, hljóta dóm og Grammy-verðlaun nokkru síðar. Í stuttu máli: hann fer illa með konur til að sýna hversu illa er hægt að fara með þær án þess að samfélagið fordæmi það. Chris Brown notar líka húðflúr í listsköpun sinni. Þar sem listaverkið sem á að sýna firringu heimsins gagnvart ofbeldi gegn konum er hann sjálfur, líf hans og starf, leggur hann eigin líkama undir og lætur flúra á hálsinn á sér staðfestingu þess að hann hafi framið glæpinn sem allir vita að hann framdi. Vel valinn líkamshluti, hann er aldrei með trefil. Betri áminning til heimsins um nákvæmlega hvað hann gerði er vandfundin, og betri yfirlýsing um afstöðu hans til verksins er ekki til. En þetta er allt saman listrænn gjörningur. Það hlýtur bara að vera. Einhvern tíma bráðum mun Chris Brown taka niður sólgleraugun, horfa djúpt í augun á okkur og segja: „Hvað eruð þið eiginlega að spá? Hversu langt þarf ég að ganga til að þið sjáið hvað ég er fyrirlitlegur og hættið að mæra verkin mín og gefa dætrum ykkar myndir af mér til að hengja upp á vegg?“