Gagnkvæmur ávinningur Steinunn Stefánsdóttir skrifar 15. september 2012 06:00 Hópur flóttafólks er nú væntanlegur til Íslands en fjögur ár eru síðan síðast kom skipulagður hópur flóttafólks til landsins. Þá komu hingað átta palestínskar konur ásamt börnum sínum og settust að á Akranesi. Eins og þá er hópurinn skipaður mæðrum með börn sín. Þær eru þrjár að þessu sinni og koma frá Írak eins og palestínsku konurnar árið 2008. Konurnar sem koma nú eru af afgönskum uppruna. Þær hafa aldrei komið til Afganistan en þær hafa þó hvorki íranskan ríkisborgararétt né vegabréf frekar en aðrir afganskir flóttamenn þar í landi en talið er að um milljón afganskra flóttamanna sé í Íran. Fjölskyldurnar þrjár munu setjast að í Reykjavík og þeim er afar mikilvægt að eignast sem fyrst stuðningsnet sem bætir að einhverju leyti upp fjarveru stórfjölskyldu og vina – þeirra sem alla jafna mynda stuðningsnet utan um fjölskyldur. Hlutverk þessara stuðningsaðila eða stuðningsfjölskyldna er vítt. Þeim er ætlað að mynda vinatengsl við nýkomnu fjölskyldurnar og vera þeim tengiliður inn í samfélagið, auk þess sem margháttar liðsinni sem blasir við að veita þarf fólki sem komið er til lands sem það þekkir ekki neitt kemur í hlut stuðningsfjölskyldunnar. Að gerast stuðningsfjölskylda við fólk frá fjarlægu landi er tækifæri til þess að kynnast fjarlægri menningu með beinum hætti um leið og maður lætur gott af sér leiða. Ingibjörg Óskarsdóttir sem gerðist stuðningsaðili einnar af palestínsku konunum sem komu fyrir fjórum árum segir einmitt í viðtali hér í blaðinu í dag að sér hafi fundist „spennandi að kynnast fólki sem hefur alist upp við annað en við og hefur kannski aðrar skoðanir." Hún viðurkennir fúslega að hlutverkið hafi ekki verið auðvelt í byrjun meðan þær áttu til dæmis litla möguleika á að skilja hvor aðra öðruvísi en að tala í gegnum túlk. Stuðningurinn þróaðist hins vegar út í vináttu eftir að honum lauk formlega ári eftir að flóttakonurnar komu til landsins, vináttu sem stendur enn og er báðum mikilvæg. Rauði krossinn hefur sem fyrr veg og vanda að því að afla stuðningsfjölskyldna við fjölskyldurnar sem eru á leiðinni og undirbúa stuðningsfjölskyldurnar undir hlutverk sitt. Leitað er að áhugasömum fjölskyldum sem langar að leggja flóttafjölskyldunum lið meðan þær stíga sín fyrstu skref í íslensku samfélagi en hver flóttafjölskylda þarf að eiga nokkrar stuðningsfjölskyldur. Þannig gefst nokkrum fjölskyldum á höfuðborgarsvæðinu tækifæri til að taka þátt í lífi þeirra kvenna og barna sem væntanleg eru, láta gott af sér leiða og kynnast um leið framandi menningu. Það er mikilsvert framlag að taka á móti fjölskyldum sem ekki eru bara án heimilis heldur einnig án heimalands. Reynslan sýnir að eftir því sem flóttafólki sem hingað kemur gengur betur að aðlagast samfélaginu og læra tungumálið þeim mun líklegra er að það festi hér rætur og nái að byggja upp tilveru í nýju heimalandi. Gott stuðningsnet í kringum nýkomnar fjölskyldur getur því skipt þær sköpum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Hópur flóttafólks er nú væntanlegur til Íslands en fjögur ár eru síðan síðast kom skipulagður hópur flóttafólks til landsins. Þá komu hingað átta palestínskar konur ásamt börnum sínum og settust að á Akranesi. Eins og þá er hópurinn skipaður mæðrum með börn sín. Þær eru þrjár að þessu sinni og koma frá Írak eins og palestínsku konurnar árið 2008. Konurnar sem koma nú eru af afgönskum uppruna. Þær hafa aldrei komið til Afganistan en þær hafa þó hvorki íranskan ríkisborgararétt né vegabréf frekar en aðrir afganskir flóttamenn þar í landi en talið er að um milljón afganskra flóttamanna sé í Íran. Fjölskyldurnar þrjár munu setjast að í Reykjavík og þeim er afar mikilvægt að eignast sem fyrst stuðningsnet sem bætir að einhverju leyti upp fjarveru stórfjölskyldu og vina – þeirra sem alla jafna mynda stuðningsnet utan um fjölskyldur. Hlutverk þessara stuðningsaðila eða stuðningsfjölskyldna er vítt. Þeim er ætlað að mynda vinatengsl við nýkomnu fjölskyldurnar og vera þeim tengiliður inn í samfélagið, auk þess sem margháttar liðsinni sem blasir við að veita þarf fólki sem komið er til lands sem það þekkir ekki neitt kemur í hlut stuðningsfjölskyldunnar. Að gerast stuðningsfjölskylda við fólk frá fjarlægu landi er tækifæri til þess að kynnast fjarlægri menningu með beinum hætti um leið og maður lætur gott af sér leiða. Ingibjörg Óskarsdóttir sem gerðist stuðningsaðili einnar af palestínsku konunum sem komu fyrir fjórum árum segir einmitt í viðtali hér í blaðinu í dag að sér hafi fundist „spennandi að kynnast fólki sem hefur alist upp við annað en við og hefur kannski aðrar skoðanir." Hún viðurkennir fúslega að hlutverkið hafi ekki verið auðvelt í byrjun meðan þær áttu til dæmis litla möguleika á að skilja hvor aðra öðruvísi en að tala í gegnum túlk. Stuðningurinn þróaðist hins vegar út í vináttu eftir að honum lauk formlega ári eftir að flóttakonurnar komu til landsins, vináttu sem stendur enn og er báðum mikilvæg. Rauði krossinn hefur sem fyrr veg og vanda að því að afla stuðningsfjölskyldna við fjölskyldurnar sem eru á leiðinni og undirbúa stuðningsfjölskyldurnar undir hlutverk sitt. Leitað er að áhugasömum fjölskyldum sem langar að leggja flóttafjölskyldunum lið meðan þær stíga sín fyrstu skref í íslensku samfélagi en hver flóttafjölskylda þarf að eiga nokkrar stuðningsfjölskyldur. Þannig gefst nokkrum fjölskyldum á höfuðborgarsvæðinu tækifæri til að taka þátt í lífi þeirra kvenna og barna sem væntanleg eru, láta gott af sér leiða og kynnast um leið framandi menningu. Það er mikilsvert framlag að taka á móti fjölskyldum sem ekki eru bara án heimilis heldur einnig án heimalands. Reynslan sýnir að eftir því sem flóttafólki sem hingað kemur gengur betur að aðlagast samfélaginu og læra tungumálið þeim mun líklegra er að það festi hér rætur og nái að byggja upp tilveru í nýju heimalandi. Gott stuðningsnet í kringum nýkomnar fjölskyldur getur því skipt þær sköpum.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun