R-O-K Erla Hlynsdóttir skrifar 11. september 2012 07:00 „Ég er ekki tilbúin fyrir þetta strax," hugsaði ég og dæsti. Nei, ég var ekki að hugsa um hjónaband og aldeilis ekki um að greiða meira í séreignarlífeyrissparnað. Ég var að hugsa um nákvæmlega það sama og allir aðrir Íslendingar í gærmorgun: Veðrið. Vekjaraklukkan hringdi klukkan 7.20. Ég heyrði gnauðið í vindinum aðeins of vel og ýtti á „snooze". Fimm mínútum seinna ýtti ég aftur á „snooze" og dró sængina upp fyrir haus. Klukkan var að verða átta þegar ég gerði upp hug minn: Það er ekki skynsamlegt að ýta oftar en fimm sinnum á „snooze" sama morguninn. Flesta mánudagsmorgna hittumst við nokkrar vinkonurnar og drekkum kaffi áður en við mætum til vinnu. Ég var dauðfegin, og hvort eð er allt of sein, þegar ég loksins drattaðist á fætur og sá skilaboð á Facebook-síðu klúbbsins: „Erum við að nenna út í þetta veður? Ég er pínu á því að kúra áfram." Svörin sem höfðu borist áður en ég vaknaði voru öll á sama veg: „Kúra!" Næstu skref dagsins voru að koma blessuðu barninu á leikskólann. Meira að segja frumburðurinn var með hlutina á hreinu: „Ekki fara út." Við heyrðum enn of vel í vindinum. Mér tókst samt loks að koma henni út úr húsinu: „Rok úti," sagði hún áhyggjufull og greip í hettuna sína til að halda henni á meðan við löbbuðum út í bíl. Ég lét kuldagallann fylgja með og tilkynnti leikskólakennaranum sérstaklega hvað ég hefði komið með hlý föt. Hún tilkynnti mér á móti: „Ef það verður áfram svona mikið rok þá verðum við kannski bara inni." Mikið öfundaði ég þau. Mér tókst að halda mig innandyra alveg fram að hádegi í vinnunni. Þá neyddist ég til að fara í ullarkápuna mína til að komast yfir í mötuneytið sem er í næstu byggingu. Starfsfélagi minn fór yfir í dúnúlpunni sinni. Ég gladdi hann með þeirri staðreynd að héðan í frá þyrftum við alltaf að fara í úlpum í hádegismat. Sama hvað ég reyndi tókst mér ekki að finna neitt gleðilegt við daginn. Þegar ég las fréttir um að bíll hefði fokið í Hnífsdal og þakplötur fykju í borginni ákvað ég að hætta að berjast og hugsaði með mér: „Vertu velkominn vetur." Stundum þarf bara að gefast upp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Hlynsdóttir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
„Ég er ekki tilbúin fyrir þetta strax," hugsaði ég og dæsti. Nei, ég var ekki að hugsa um hjónaband og aldeilis ekki um að greiða meira í séreignarlífeyrissparnað. Ég var að hugsa um nákvæmlega það sama og allir aðrir Íslendingar í gærmorgun: Veðrið. Vekjaraklukkan hringdi klukkan 7.20. Ég heyrði gnauðið í vindinum aðeins of vel og ýtti á „snooze". Fimm mínútum seinna ýtti ég aftur á „snooze" og dró sængina upp fyrir haus. Klukkan var að verða átta þegar ég gerði upp hug minn: Það er ekki skynsamlegt að ýta oftar en fimm sinnum á „snooze" sama morguninn. Flesta mánudagsmorgna hittumst við nokkrar vinkonurnar og drekkum kaffi áður en við mætum til vinnu. Ég var dauðfegin, og hvort eð er allt of sein, þegar ég loksins drattaðist á fætur og sá skilaboð á Facebook-síðu klúbbsins: „Erum við að nenna út í þetta veður? Ég er pínu á því að kúra áfram." Svörin sem höfðu borist áður en ég vaknaði voru öll á sama veg: „Kúra!" Næstu skref dagsins voru að koma blessuðu barninu á leikskólann. Meira að segja frumburðurinn var með hlutina á hreinu: „Ekki fara út." Við heyrðum enn of vel í vindinum. Mér tókst samt loks að koma henni út úr húsinu: „Rok úti," sagði hún áhyggjufull og greip í hettuna sína til að halda henni á meðan við löbbuðum út í bíl. Ég lét kuldagallann fylgja með og tilkynnti leikskólakennaranum sérstaklega hvað ég hefði komið með hlý föt. Hún tilkynnti mér á móti: „Ef það verður áfram svona mikið rok þá verðum við kannski bara inni." Mikið öfundaði ég þau. Mér tókst að halda mig innandyra alveg fram að hádegi í vinnunni. Þá neyddist ég til að fara í ullarkápuna mína til að komast yfir í mötuneytið sem er í næstu byggingu. Starfsfélagi minn fór yfir í dúnúlpunni sinni. Ég gladdi hann með þeirri staðreynd að héðan í frá þyrftum við alltaf að fara í úlpum í hádegismat. Sama hvað ég reyndi tókst mér ekki að finna neitt gleðilegt við daginn. Þegar ég las fréttir um að bíll hefði fokið í Hnífsdal og þakplötur fykju í borginni ákvað ég að hætta að berjast og hugsaði með mér: „Vertu velkominn vetur." Stundum þarf bara að gefast upp.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun