ÍLS vill auðvelda gjaldfellingu 1. september 2012 07:30 sigurður erlingsson Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs (ÍLS), segir allt of marga lánþega sjóðsins hafa danglað í lánafrystingu í upp undir þrjú ár án þess að gera nokkuð í sínum málum. Ef menn ekki leiti til umboðsmanns skuldara þurfi að einfalda og stytta ferlið til gjaldfellingar lána. Um 5.000 lán eru í alvarlegum vanskilum hjá sjóðnum, það er með þrjá gjalddaga eða fleiri í vanskilum. Sum hafa verið árum saman í þeirri stöðu. „Það sem hefur gerst er að menn hafa nýtt sér öll úrræði til að fresta því að taka á vandanum, eða að fresta því óumflýjanlega eða jafnvel vonast eftir því að fram komi betri úrræði sem mönnum lítist betur á. Við þurfum að fara að spyrna við fótum og segja: Nú er þetta bara orðið gott. Ef ekki sjáum við fleiri svona slæm uppgjör," segir Sigurður, en rekstrartap sjóðsins á fyrri helmingi ársins var 3,1 milljarður króna. Sigurður segir að úrvinnslu á 110% leiðinni sé lokið og um áramót verði sértæk skuldaaðlögun ekki lengur í boði. Því séu síðustu forvöð skuldara að taka á sínum málum. Hann segir að stytta þurfi þann tíma sem líður frá vanskilum þar til hægt er að ganga að eign, sé skuldari ekki að vinna í sínum málum. „Þetta eru orðin gömul vanskil og menn hafa í raun haft nægan tíma til að bregðast við. Þá þarf að ganga í gegnum ferlið, sé komin heimild til gjaldfellingar," segir Sigurður. En þýðir það að sjóðurinn taki eignirnar til sín? „Það þýðir auðvitað það, ef engin úrræði eru til staðar. En þau eru það vissulega hjá Umboðsmanni skuldara. Vandamálið er kannski að menn gera ekkert í sínum málum. Um leið og menn sækja um hjá Umboðsmanni stöðvast ferlið hjá okkur."- kóp / Fréttir Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Sjá meira
Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs (ÍLS), segir allt of marga lánþega sjóðsins hafa danglað í lánafrystingu í upp undir þrjú ár án þess að gera nokkuð í sínum málum. Ef menn ekki leiti til umboðsmanns skuldara þurfi að einfalda og stytta ferlið til gjaldfellingar lána. Um 5.000 lán eru í alvarlegum vanskilum hjá sjóðnum, það er með þrjá gjalddaga eða fleiri í vanskilum. Sum hafa verið árum saman í þeirri stöðu. „Það sem hefur gerst er að menn hafa nýtt sér öll úrræði til að fresta því að taka á vandanum, eða að fresta því óumflýjanlega eða jafnvel vonast eftir því að fram komi betri úrræði sem mönnum lítist betur á. Við þurfum að fara að spyrna við fótum og segja: Nú er þetta bara orðið gott. Ef ekki sjáum við fleiri svona slæm uppgjör," segir Sigurður, en rekstrartap sjóðsins á fyrri helmingi ársins var 3,1 milljarður króna. Sigurður segir að úrvinnslu á 110% leiðinni sé lokið og um áramót verði sértæk skuldaaðlögun ekki lengur í boði. Því séu síðustu forvöð skuldara að taka á sínum málum. Hann segir að stytta þurfi þann tíma sem líður frá vanskilum þar til hægt er að ganga að eign, sé skuldari ekki að vinna í sínum málum. „Þetta eru orðin gömul vanskil og menn hafa í raun haft nægan tíma til að bregðast við. Þá þarf að ganga í gegnum ferlið, sé komin heimild til gjaldfellingar," segir Sigurður. En þýðir það að sjóðurinn taki eignirnar til sín? „Það þýðir auðvitað það, ef engin úrræði eru til staðar. En þau eru það vissulega hjá Umboðsmanni skuldara. Vandamálið er kannski að menn gera ekkert í sínum málum. Um leið og menn sækja um hjá Umboðsmanni stöðvast ferlið hjá okkur."- kóp /
Fréttir Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Sjá meira