Peningum safnað í strætóbauk í Höfða 31. ágúst 2012 04:00 Safnast þegar saman kemur Gestir í Höfða sýnast hafa verið örlátir í sumar og bæði íslenskir seðlar og erlendir streymt í farmiðabaukinn sem Strætó lagði til fyrir frjáls framlög. Mikilvægt þykir að peningar séu sýnilegir.Fréttablaðið/GVA „Það verður forvitnilegt að sjá hvað kemur þarna upp úr," segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, um söfnunarbauk sem verið hefur í Höfða í sumar. Reykjavíkurborg ákvað í vor að opna Höfða fyrir almenningi sem, frá því 5. júní í sumar, hefur getað skoðað sig um í húsinu alla virka daga milli klukkan ellefu og fjögur. „Ef við hefðum farið að innheimta aðgangseyri þá hefði það kostað heilan starfsmann sem hefði þurft að vera þarna og taka við honum," útskýrir Bjarni ástæðu þess að ákveðið var að sleppa gestum við að borga sig inn en setja þess í stað upp bauk fyrir frjáls framlög til að fá fé upp í kostnað. Síðasti dagur sumaropnunarinnar er í dag. Höfði verður opnaður klukkan ellefu að venju en búast má við að húsinu verði lokað fyrr en venjulega, jafnvel strax klukkan eitt, vegna móttöku sem þar verður eftir hádegi. „Aðsóknin hefur verið góð," segir Bjarni um reynsluna af sumaropnuninni. Hann upplýsir að gestir hafi verið taldir í sumar og að verið sé að taka saman þær tölur. Jafnframt verði söfnunarbaukurinn nú opnaður í fyrsta sinn frá því í sumarbyrjun og talið upp úr honum. Um er að ræða gamlan farmiða- og fargjaldsbauk frá Strætó. „Þeir hjá Strætó eru með lykilinn og munu koma og opna baukinn með viðhöfn." Sumaropnunin í Höfða var rædd á síðasta fundi menningar- og ferðamálaráðs borgarinnar. Fram kom að jafnframt því að almenningur hefði getað skoðað húsið hefði verið sýning á efri hæð um byggingu Höfða og sögu norskra húsa á Íslandi. Þá hafi í mörg ár verið ljósmyndasýning á neðstu hæð um leiðtogafundinn í Höfða í október 1986. „Opnun hússins í sumar hefur gengið afar vel og er stefnt að því að opna það fyrir almenningi aftur næsta sumar," segir menningar- og ferðamálaráð. Áhugasamir hafa því tækifæri til að skoða Höfða til klukkan um það bil eitt í dag og hugsanlega setja pening í baukinn áður en húsið verður þeim lokað fram á næsta sumar. gar@frettabladi.is Fréttir Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
„Það verður forvitnilegt að sjá hvað kemur þarna upp úr," segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, um söfnunarbauk sem verið hefur í Höfða í sumar. Reykjavíkurborg ákvað í vor að opna Höfða fyrir almenningi sem, frá því 5. júní í sumar, hefur getað skoðað sig um í húsinu alla virka daga milli klukkan ellefu og fjögur. „Ef við hefðum farið að innheimta aðgangseyri þá hefði það kostað heilan starfsmann sem hefði þurft að vera þarna og taka við honum," útskýrir Bjarni ástæðu þess að ákveðið var að sleppa gestum við að borga sig inn en setja þess í stað upp bauk fyrir frjáls framlög til að fá fé upp í kostnað. Síðasti dagur sumaropnunarinnar er í dag. Höfði verður opnaður klukkan ellefu að venju en búast má við að húsinu verði lokað fyrr en venjulega, jafnvel strax klukkan eitt, vegna móttöku sem þar verður eftir hádegi. „Aðsóknin hefur verið góð," segir Bjarni um reynsluna af sumaropnuninni. Hann upplýsir að gestir hafi verið taldir í sumar og að verið sé að taka saman þær tölur. Jafnframt verði söfnunarbaukurinn nú opnaður í fyrsta sinn frá því í sumarbyrjun og talið upp úr honum. Um er að ræða gamlan farmiða- og fargjaldsbauk frá Strætó. „Þeir hjá Strætó eru með lykilinn og munu koma og opna baukinn með viðhöfn." Sumaropnunin í Höfða var rædd á síðasta fundi menningar- og ferðamálaráðs borgarinnar. Fram kom að jafnframt því að almenningur hefði getað skoðað húsið hefði verið sýning á efri hæð um byggingu Höfða og sögu norskra húsa á Íslandi. Þá hafi í mörg ár verið ljósmyndasýning á neðstu hæð um leiðtogafundinn í Höfða í október 1986. „Opnun hússins í sumar hefur gengið afar vel og er stefnt að því að opna það fyrir almenningi aftur næsta sumar," segir menningar- og ferðamálaráð. Áhugasamir hafa því tækifæri til að skoða Höfða til klukkan um það bil eitt í dag og hugsanlega setja pening í baukinn áður en húsið verður þeim lokað fram á næsta sumar. gar@frettabladi.is
Fréttir Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira