Akureyrarborg fengi skýrara hlutverk gagnvart ríkinu 31. ágúst 2012 08:00 Úr bæ í borg? Bæjarstjóra Akureyrar finnst ekki skipta nokkru máli hvort Akureyri er bær eða borg.Mynd/Ragnar Hólm Ragnarsson Með því að skilgreina Akureyri sem borg yrði hlutverk hennar og ábyrgð skýrari gagnvart ríkinu og öðrum sveitarfélögum. Þetta segir Þóroddur Bjarnason, stjórnarformaður Byggðastofnunar. Engin ákvæði eru í lögum sem tilgreina hvaða skilyrði bæjarfélag þarf að uppfylla til að fá borgartitil. Þóroddur sendi bæjarfulltrúum Akureyrarbæjar nýverið fyrirspurn um álit þeirra á þessari mögulegu breytingu. „Þetta gæti einfaldað ákveðin mál, til dæmis innan heilbrigðiskerfisins," segir Þóroddur. „Þetta mundi skýra betur þjónustuhlutverk sjúkrahússins í samhengi við hvernig heilbrigðiskerfi á að byggja upp sem er nógu stórt fyrir landshlutann." Gagnvart ríkinu segir Þóroddur að borgartitill gæti skýrt hví Akureyri fær hluti sem önnur bæjarfélög fá ekki sem og ábyrgðarhlutverk hennar vegna þess. Engin fordæmi eru fyrir þessu hér á landi og telur Þóroddur að nóg sé að bæjaryfirvöld ákveði að breyta skilgreiningunni. „Ef þau lýsa því yfir að bærinn verði borg frá áramótum, þá verður það bara þannig." Reykjavík var skilgreind sem borg árið 1962, en þá voru íbúarnir um 75 þúsund. Akureyri er fjórði stærsti bær landsins, með átján þúsund íbúa, og sá stærsti utan höfuðborgarsvæðisins. Íbúafjöldi Kópavogs er næstmestur á eftir Reykjavík, en þar búa rúmlega 31 þúsund íbúar. Nýverið kom sú hugmynd upp að Kópavogur yrði skilgreindur sem borg í ljósi íbúafjöldans. Þóroddur segir það ekki duga til. „Kópavogur getur verið öflugt og gott samfélag, en hefur ekki mikið þjónustuhlutverk út fyrir bæjarmörkin," segir hann. „Reykjavík er lítil í alþjóðlegu samhengi, en sinnir því sem hún á að sinna sem höfuðborg. Því verður Kópavogur aldrei borg, sama hvað hann er stór." Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, kallar málið orðaleik. „Mér finnst þetta ekki skipta neinu máli," segir hann. „Vissulega er eðlilegt að hugmyndin komi upp og hún rædd, en okkur hefur liðið ágætlega sem bær í 150 ár og líður sennilega ágætlega í önnur eins." Akureyri vikublað greindi frá því í gær að Jón Gnarr borgarstjóri, sem staddur var á Akureyri í tilefni afmælishátíðar bæjarins, hefði tekið afar vel í hugmyndina. „Mér finnst það löngu tímabært að Akureyri breytist úr bæ í borg og styð það heils hugar," sagði borgarstjórinn. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Með því að skilgreina Akureyri sem borg yrði hlutverk hennar og ábyrgð skýrari gagnvart ríkinu og öðrum sveitarfélögum. Þetta segir Þóroddur Bjarnason, stjórnarformaður Byggðastofnunar. Engin ákvæði eru í lögum sem tilgreina hvaða skilyrði bæjarfélag þarf að uppfylla til að fá borgartitil. Þóroddur sendi bæjarfulltrúum Akureyrarbæjar nýverið fyrirspurn um álit þeirra á þessari mögulegu breytingu. „Þetta gæti einfaldað ákveðin mál, til dæmis innan heilbrigðiskerfisins," segir Þóroddur. „Þetta mundi skýra betur þjónustuhlutverk sjúkrahússins í samhengi við hvernig heilbrigðiskerfi á að byggja upp sem er nógu stórt fyrir landshlutann." Gagnvart ríkinu segir Þóroddur að borgartitill gæti skýrt hví Akureyri fær hluti sem önnur bæjarfélög fá ekki sem og ábyrgðarhlutverk hennar vegna þess. Engin fordæmi eru fyrir þessu hér á landi og telur Þóroddur að nóg sé að bæjaryfirvöld ákveði að breyta skilgreiningunni. „Ef þau lýsa því yfir að bærinn verði borg frá áramótum, þá verður það bara þannig." Reykjavík var skilgreind sem borg árið 1962, en þá voru íbúarnir um 75 þúsund. Akureyri er fjórði stærsti bær landsins, með átján þúsund íbúa, og sá stærsti utan höfuðborgarsvæðisins. Íbúafjöldi Kópavogs er næstmestur á eftir Reykjavík, en þar búa rúmlega 31 þúsund íbúar. Nýverið kom sú hugmynd upp að Kópavogur yrði skilgreindur sem borg í ljósi íbúafjöldans. Þóroddur segir það ekki duga til. „Kópavogur getur verið öflugt og gott samfélag, en hefur ekki mikið þjónustuhlutverk út fyrir bæjarmörkin," segir hann. „Reykjavík er lítil í alþjóðlegu samhengi, en sinnir því sem hún á að sinna sem höfuðborg. Því verður Kópavogur aldrei borg, sama hvað hann er stór." Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, kallar málið orðaleik. „Mér finnst þetta ekki skipta neinu máli," segir hann. „Vissulega er eðlilegt að hugmyndin komi upp og hún rædd, en okkur hefur liðið ágætlega sem bær í 150 ár og líður sennilega ágætlega í önnur eins." Akureyri vikublað greindi frá því í gær að Jón Gnarr borgarstjóri, sem staddur var á Akureyri í tilefni afmælishátíðar bæjarins, hefði tekið afar vel í hugmyndina. „Mér finnst það löngu tímabært að Akureyri breytist úr bæ í borg og styð það heils hugar," sagði borgarstjórinn. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira