Hundum fjölgað um helming á sex árum 31. ágúst 2012 09:00 Tölurnar um fjölda hunda í Kopavogi, Hafnarfirði, Garðarbæ og Álftanesi eru fengnar frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogs og ná aðeins til áramóta. Tölurnar úr Reykjavík, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi eru hins vegar nýjar. Skráðum hundum á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað um 54 prósent síðan í ársbyrjun 2006. Þeir voru 3.551 í byrjun ársins 2006 en eru nú 5.475, samkvæmt tölum sem ýmist eru glænýjar eða frá síðustu áramótum. Mjög mikill munur er á því hversu mikið hundum hefur fjölgað á þessu tímabili eftir sveitarfélögum. Langmest hefur fjölgunin verið í Hafnarfirði, um 86 prósent, en langminnst á Álftanesi, um fjórtán prósent. Næstmest hefur hundum fjölgað í Kópavogi, um 66 prósent, því næst í Mosfellsbæ og Reykjavík, um 48 og 46 prósent, og þar á eftir koma Seltjarnarnes og Garðabær, með fjölgun sem nemur 37 og 36 prósentum. Það er þó ekki víst hversu mikla sögu þessar tölur segja um heildarfjölda hunda, enda er þó nokkuð um óskráða hunda í borginni. Hversu mikið er þó erfitt að segja, að því er fram hefur komið í samtölum blaðamanns við starfsfólk sveitarfélaganna og heilbrigðiseftirlits. Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, segir að talið sé að allt upp undir 25 prósent allra hunda í Reykjavík séu óskráð. „Þótt það sé ómögulegt að vita það með einhverri vissu," bætir hún við. Ingimundur Helgason, hundaeftirlitsmaður á Seltjarnarnesi, kveðst eiga erfitt með að fallast á að 25 prósenta talan geti átt við um Seltjarnarnes, og Páll Stefánsson hjá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis segir það almenna tilfinningu manna þar á bæ að ekki sé svo stór hluti hunda óskráður. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Skráðum hundum á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað um 54 prósent síðan í ársbyrjun 2006. Þeir voru 3.551 í byrjun ársins 2006 en eru nú 5.475, samkvæmt tölum sem ýmist eru glænýjar eða frá síðustu áramótum. Mjög mikill munur er á því hversu mikið hundum hefur fjölgað á þessu tímabili eftir sveitarfélögum. Langmest hefur fjölgunin verið í Hafnarfirði, um 86 prósent, en langminnst á Álftanesi, um fjórtán prósent. Næstmest hefur hundum fjölgað í Kópavogi, um 66 prósent, því næst í Mosfellsbæ og Reykjavík, um 48 og 46 prósent, og þar á eftir koma Seltjarnarnes og Garðabær, með fjölgun sem nemur 37 og 36 prósentum. Það er þó ekki víst hversu mikla sögu þessar tölur segja um heildarfjölda hunda, enda er þó nokkuð um óskráða hunda í borginni. Hversu mikið er þó erfitt að segja, að því er fram hefur komið í samtölum blaðamanns við starfsfólk sveitarfélaganna og heilbrigðiseftirlits. Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, segir að talið sé að allt upp undir 25 prósent allra hunda í Reykjavík séu óskráð. „Þótt það sé ómögulegt að vita það með einhverri vissu," bætir hún við. Ingimundur Helgason, hundaeftirlitsmaður á Seltjarnarnesi, kveðst eiga erfitt með að fallast á að 25 prósenta talan geti átt við um Seltjarnarnes, og Páll Stefánsson hjá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis segir það almenna tilfinningu manna þar á bæ að ekki sé svo stór hluti hunda óskráður. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira