Íslenskir Vítisenglar gætu misst stöðu sína innan samtakanna 30. ágúst 2012 08:00 Dýrt Félagsheimili Vítisengla að Gjáhellu hefur reynst þeim þungt í skauti. Fréttablaðið/valli Vísbendingar eru um að starfsemi Vítisengla hérlendis hafi dregist verulega saman í kjölfar nokkurra umfangsmikilla lögregluaðgerða og dómsmála á síðustu misserum. Fullgildum félagsmönnum hefur fækkað um meira en helming, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins, auk þess sem félagsskapurinn hefur verið í fjárhagskröggum. Þau mál sem einkum hafa orðið til þess að hægst hefur um í undirheimunum á síðustu mánuðum eru skotárásarmálið í Bryggjuhverfinu, sem tengdist vélhjólasamtökunum Outlaws, handtaka Annþórs Karlssonar og Barkar Birgissonar, en inn í það blandaðist meðal annars einn liðsmaður Vítisengla, og síðast en ekki síst hrottafengið líkamsárásarmál þar sem Einar Marteinsson, fyrrverandi leiðtogi Vítisengla, og fleiri voru ákærð. Einar var sýknaður af ákæru um að hafa skipulagt þá árás en málinu hefur verið áfrýjað. Þegar mest lét, undir stjórn Einars, var talið næsta víst að félagar í Vítisenglum væru nálægt tuttugu talsins. Nú er nýr maður, Arnar Már Jónsson, í brúnni og félögum hefur fækkað niður í sex til átta, samkvæmt heimildum blaðsins, og hafa þeir aldrei verið jafnfáir – ekki heldur áður en þeir fengu aðild að Hells Angels. Til að halda aðild sinni að alþjóðasamtökunum Hells Angels þurfa íslensku Vítisenglarnir að uppfylla ákveðin skilyrði. Þeir þurfa að halda úti félagsheimili, hafa lágmarksfjölda félaga á skrá og standa skil á reglulegum greiðslum til móðursamtakanna. Fram hefur hins vegar komið í fundargerðabók sem lögregla lagði hald á við húsleit í félagsheimili þeirra að Gjáhellu að klúbburinn hefði séð sig knúinn til að innheimta hærri félagsgjöld en áður til að geta mætt kostnaði við húsaleigu. Greint var frá þessu í dómnum í máli Einars. Nú þegar félagsmönnum hefur fækkað til mikilla muna þykir ljóst að róðurinn sé síst orðinn auðveldari. Nú er talið mögulegt að verði ekki breyting til batnaðar þá missi íslensku Vítisenglarnir stöðu sína innan samtakanna og færist aftur niður á það stig að verða opinber stuðningsklúbbur Hells Angels með möguleika á fullri aðild. Það yrði líklega einsdæmi í heiminum. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Sjá meira
Vísbendingar eru um að starfsemi Vítisengla hérlendis hafi dregist verulega saman í kjölfar nokkurra umfangsmikilla lögregluaðgerða og dómsmála á síðustu misserum. Fullgildum félagsmönnum hefur fækkað um meira en helming, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins, auk þess sem félagsskapurinn hefur verið í fjárhagskröggum. Þau mál sem einkum hafa orðið til þess að hægst hefur um í undirheimunum á síðustu mánuðum eru skotárásarmálið í Bryggjuhverfinu, sem tengdist vélhjólasamtökunum Outlaws, handtaka Annþórs Karlssonar og Barkar Birgissonar, en inn í það blandaðist meðal annars einn liðsmaður Vítisengla, og síðast en ekki síst hrottafengið líkamsárásarmál þar sem Einar Marteinsson, fyrrverandi leiðtogi Vítisengla, og fleiri voru ákærð. Einar var sýknaður af ákæru um að hafa skipulagt þá árás en málinu hefur verið áfrýjað. Þegar mest lét, undir stjórn Einars, var talið næsta víst að félagar í Vítisenglum væru nálægt tuttugu talsins. Nú er nýr maður, Arnar Már Jónsson, í brúnni og félögum hefur fækkað niður í sex til átta, samkvæmt heimildum blaðsins, og hafa þeir aldrei verið jafnfáir – ekki heldur áður en þeir fengu aðild að Hells Angels. Til að halda aðild sinni að alþjóðasamtökunum Hells Angels þurfa íslensku Vítisenglarnir að uppfylla ákveðin skilyrði. Þeir þurfa að halda úti félagsheimili, hafa lágmarksfjölda félaga á skrá og standa skil á reglulegum greiðslum til móðursamtakanna. Fram hefur hins vegar komið í fundargerðabók sem lögregla lagði hald á við húsleit í félagsheimili þeirra að Gjáhellu að klúbburinn hefði séð sig knúinn til að innheimta hærri félagsgjöld en áður til að geta mætt kostnaði við húsaleigu. Greint var frá þessu í dómnum í máli Einars. Nú þegar félagsmönnum hefur fækkað til mikilla muna þykir ljóst að róðurinn sé síst orðinn auðveldari. Nú er talið mögulegt að verði ekki breyting til batnaðar þá missi íslensku Vítisenglarnir stöðu sína innan samtakanna og færist aftur niður á það stig að verða opinber stuðningsklúbbur Hells Angels með möguleika á fullri aðild. Það yrði líklega einsdæmi í heiminum. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Sjá meira