Vantar yfir 1.000 kennara á leikskóla til að uppfylla lög 30. ágúst 2012 09:00 leikskólar Miðað við óbreyttar forsendur verða lagaákvæði um að tveir þriðju hlutar leikskólastarfsmanna skuli hafa háskólagráðu í faginu ekki uppfyllt fyrr en 2041.fréttablaðið/daníel Aðsókn í leikskólakennaranám hefur minnkað eftir að það var lengt í fimm ár. Árið 2007 hófu 109 nemendur nám við Kennaraháskólann, en í fyrra aðeins 28. Þrátt fyrir fjölgun við Háskólann á Akureyri hefur nemendum fækkað í heild. Á sama tíma hefur eftirspurnin aukist. Í skýrslu starfshóps um aðgerðir til eflingar leikskólastigsins segir að nýta þurfi allt það námspláss sem í boði er til að uppfylla lagaákvæði um að tveir þriðjuhlutar starfsmanna á leikskólum hafi leikskólakennarapróf. Hins vegar sé „ljóst að ekki næst að uppfylla ákvæði laganna fyrr en í fyrsta lagi árið 2041 miðað við óbreyttar forsendur, þ.e. að því gefnu að þau 180 námspláss sem háskólarnir hafa til ráðstöfunar fyrir leikskólakennaranema verði fyllt og ekkert brottfall verði." Aftur á móti er langt frá því að takist að fylla 180 pláss. Árið 2011 sóttu 139 um nám í leikskólakennarafræðum. Af þeim var 120 boðið pláss og 105 þáðu það. Rými er því fyrir 75 nemendur til viðbótar í leikskólakennaranáminu í ár. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að starfshópurinn hafi lagt til nokkrar leiðir til að fjölga leikskólakennurum. Fara þurfi í öflugt kynningarstarf á náminu, en auk þess er því velt upp hvort gera eigi nemendum kleift að öðlast ákveðin réttindi á skemmri tíma en 5 árum og ljúka náminu síðar. „Við höfum áhyggjur af að aðsókn í námið er ekki nægilega mikil eftir að það var lengt í fimm ár. Margir horfa til þess að einföld lausn sé að stytta það á ný, en ég er ekki sannfærð um að það sé lausnin," segir Katrín. Hún telur að fremur eigi að horfa til þess að skipuleggja námið í áföngum og kynna það betur. „Við munum fara yfir þetta á haustmánuðum og sjá hvað hægt er að gera." Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segir að róttækar breytingar þurfi til að leysa þennan vanda. „Það sem þarf fyrst og fremst að gera til að fjölga í náminu er að hækka launin. Einhver skref voru stigin í þá átt í kjarasamningunum í vor, en ekki var gengið nógu langt til að það fjölgi leikskólakennurum." Samkvæmt launatöflu félagsins eru byrjunarlaun leikskólakennara, yngri en 34 ára, eftir 5 ára háskólanám 306.912 krónur. Katrín tekur undir að skoða þurfi kjörin. Það eigi við um kennara almennt, en sérstaklega í leikskólum þar sem þróunin hafi verið hvað hröðust. Það þurfi þó að gerast í víðtæku samráði. „Námið er á mínu forræði, en kjörin á forræði sveitarfélaganna." kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Aðsókn í leikskólakennaranám hefur minnkað eftir að það var lengt í fimm ár. Árið 2007 hófu 109 nemendur nám við Kennaraháskólann, en í fyrra aðeins 28. Þrátt fyrir fjölgun við Háskólann á Akureyri hefur nemendum fækkað í heild. Á sama tíma hefur eftirspurnin aukist. Í skýrslu starfshóps um aðgerðir til eflingar leikskólastigsins segir að nýta þurfi allt það námspláss sem í boði er til að uppfylla lagaákvæði um að tveir þriðjuhlutar starfsmanna á leikskólum hafi leikskólakennarapróf. Hins vegar sé „ljóst að ekki næst að uppfylla ákvæði laganna fyrr en í fyrsta lagi árið 2041 miðað við óbreyttar forsendur, þ.e. að því gefnu að þau 180 námspláss sem háskólarnir hafa til ráðstöfunar fyrir leikskólakennaranema verði fyllt og ekkert brottfall verði." Aftur á móti er langt frá því að takist að fylla 180 pláss. Árið 2011 sóttu 139 um nám í leikskólakennarafræðum. Af þeim var 120 boðið pláss og 105 þáðu það. Rými er því fyrir 75 nemendur til viðbótar í leikskólakennaranáminu í ár. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að starfshópurinn hafi lagt til nokkrar leiðir til að fjölga leikskólakennurum. Fara þurfi í öflugt kynningarstarf á náminu, en auk þess er því velt upp hvort gera eigi nemendum kleift að öðlast ákveðin réttindi á skemmri tíma en 5 árum og ljúka náminu síðar. „Við höfum áhyggjur af að aðsókn í námið er ekki nægilega mikil eftir að það var lengt í fimm ár. Margir horfa til þess að einföld lausn sé að stytta það á ný, en ég er ekki sannfærð um að það sé lausnin," segir Katrín. Hún telur að fremur eigi að horfa til þess að skipuleggja námið í áföngum og kynna það betur. „Við munum fara yfir þetta á haustmánuðum og sjá hvað hægt er að gera." Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segir að róttækar breytingar þurfi til að leysa þennan vanda. „Það sem þarf fyrst og fremst að gera til að fjölga í náminu er að hækka launin. Einhver skref voru stigin í þá átt í kjarasamningunum í vor, en ekki var gengið nógu langt til að það fjölgi leikskólakennurum." Samkvæmt launatöflu félagsins eru byrjunarlaun leikskólakennara, yngri en 34 ára, eftir 5 ára háskólanám 306.912 krónur. Katrín tekur undir að skoða þurfi kjörin. Það eigi við um kennara almennt, en sérstaklega í leikskólum þar sem þróunin hafi verið hvað hröðust. Það þurfi þó að gerast í víðtæku samráði. „Námið er á mínu forræði, en kjörin á forræði sveitarfélaganna." kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira