Veiðibjöllurnar Svavar Hávarsson skrifar 29. ágúst 2012 06:00 Kryddlögurinn samanstóð af appelsínusafa, sykri og sjávarsalti, pipar, kúmíni, óreganó og steinselju. Einnig hvítlauk, soja og fleira smálegu. Þetta fór yfir eðalvöðva úr svíni sem ég raðaði á fat. Filma fór yfir og þetta var látið ryðja sig í ísskáp eina nótt. Daginn eftir þurfti ég að kyngja nokkrum sinnum þegar ég hélt á fatinu út á grill og líka á leiðinni aftur inn í eldhús í salatgerð. Tuttugu mínútum seinna skrifaði ég eftirfarandi færslu á Facebook: „Ef þið sjáið feitan máf á flugi með sérkryddaða svínakótelettu í kjaftinum, þá vinsamlegast skjótið hann umsvifalaust. Kjötsneiðinni má skila til mín, ef hún er heilleg. Annars svíður mig í sálina eftir að hafa séð á eftir helvítis illfyglinu með steikina mína. Það var máfahláturinn sem fór í mig; en ekki síður helvítis túristinn sem gekk fram hjá húsinu glottandi. Hugga er í Nóatúni að kaupa kjöt." Auðvitað vakti þetta allnokkra kátínu í mínum vinahópi, en ég sá hlálegu hliðina við kóteletturánið fyrst þegar ég var búinn að borða síðar um kvöldið. Sérstaklega þá staðreynd að svartbakurinn hafði rifið plastið ofan af fatinu til að komast að innihaldinu. Síðan þetta var hefur þó reglulega sótt að mér sú hugsun að æðri máttarvöld hafi verið að segja mér eitthvað þennan dag. Brjótum þetta aðeins niður. Einhver leggur á sig töluverða fyrirhöfn til að gera vel við sig og sína. Lágmarksvarnir eru til staðar til að passa upp á eignina. Þá kemur vel haldin veiðibjalla, reyndar afmynduð af gjálífi síðustu missera, og stelur öllu saman. Hún heldur síðan hlæjandi út í nóttina. Þeir sem eftir standa eru varnarlausir, og bölvandi óska þess eins að illfyglið verði skotið. Þegar reiðin er runnin af viðkomandi vonast hann til þess að eitthvað skili sér til baka af því sem var stolið. Það gerist svo ekki og nagandi gremjan tekur við af óskhyggjunni. Það eina sem er áþreifanlegt eru allar veiðibjöllurnar sem voka yfir og halda rányrkjunni áfram. Á sama tíma hlakkar í útlendingum yfir því hvað þú varst vitlaus. Það eina sem svo er hægt að gera er að byrja aftur á núllpunkti og reyna að sætta sig við orðinn hlut. Kannski er maður bara orðinn svona gegnsýrður af ástandi síðustu ára, en skilaboðin frá máttarvöldunum gætu verið að veiðibjöllur verði alltaf til og eðli þeirra breytist aldrei. Þær munu áfram graðga í sig öllu sem að kjafti þeirra kemur án tillits til þess hver er eigandinn. Því skuli fara varlega í návist þeirra. Það ætla ég að gera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Skoðanir Svavar Hávarðsson Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Kryddlögurinn samanstóð af appelsínusafa, sykri og sjávarsalti, pipar, kúmíni, óreganó og steinselju. Einnig hvítlauk, soja og fleira smálegu. Þetta fór yfir eðalvöðva úr svíni sem ég raðaði á fat. Filma fór yfir og þetta var látið ryðja sig í ísskáp eina nótt. Daginn eftir þurfti ég að kyngja nokkrum sinnum þegar ég hélt á fatinu út á grill og líka á leiðinni aftur inn í eldhús í salatgerð. Tuttugu mínútum seinna skrifaði ég eftirfarandi færslu á Facebook: „Ef þið sjáið feitan máf á flugi með sérkryddaða svínakótelettu í kjaftinum, þá vinsamlegast skjótið hann umsvifalaust. Kjötsneiðinni má skila til mín, ef hún er heilleg. Annars svíður mig í sálina eftir að hafa séð á eftir helvítis illfyglinu með steikina mína. Það var máfahláturinn sem fór í mig; en ekki síður helvítis túristinn sem gekk fram hjá húsinu glottandi. Hugga er í Nóatúni að kaupa kjöt." Auðvitað vakti þetta allnokkra kátínu í mínum vinahópi, en ég sá hlálegu hliðina við kóteletturánið fyrst þegar ég var búinn að borða síðar um kvöldið. Sérstaklega þá staðreynd að svartbakurinn hafði rifið plastið ofan af fatinu til að komast að innihaldinu. Síðan þetta var hefur þó reglulega sótt að mér sú hugsun að æðri máttarvöld hafi verið að segja mér eitthvað þennan dag. Brjótum þetta aðeins niður. Einhver leggur á sig töluverða fyrirhöfn til að gera vel við sig og sína. Lágmarksvarnir eru til staðar til að passa upp á eignina. Þá kemur vel haldin veiðibjalla, reyndar afmynduð af gjálífi síðustu missera, og stelur öllu saman. Hún heldur síðan hlæjandi út í nóttina. Þeir sem eftir standa eru varnarlausir, og bölvandi óska þess eins að illfyglið verði skotið. Þegar reiðin er runnin af viðkomandi vonast hann til þess að eitthvað skili sér til baka af því sem var stolið. Það gerist svo ekki og nagandi gremjan tekur við af óskhyggjunni. Það eina sem er áþreifanlegt eru allar veiðibjöllurnar sem voka yfir og halda rányrkjunni áfram. Á sama tíma hlakkar í útlendingum yfir því hvað þú varst vitlaus. Það eina sem svo er hægt að gera er að byrja aftur á núllpunkti og reyna að sætta sig við orðinn hlut. Kannski er maður bara orðinn svona gegnsýrður af ástandi síðustu ára, en skilaboðin frá máttarvöldunum gætu verið að veiðibjöllur verði alltaf til og eðli þeirra breytist aldrei. Þær munu áfram graðga í sig öllu sem að kjafti þeirra kemur án tillits til þess hver er eigandinn. Því skuli fara varlega í návist þeirra. Það ætla ég að gera.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun