Ikea gæti komið að hóteli við Hörpu 29. ágúst 2012 09:00 Harpa Hótelið sem um ræðir á að rísa við hlið Hörpu. Bygging hótelsins er talin forsenda þess að ráðstefnuhluti Hörpunnar geti skilað viðunandi tekjum til framtíðar.FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Inter Hospitality Holding, dótturfélag sænska húsgagnaframleiðandans Ikea sem staðsett er í Liecthenstein, verður mögulega á meðal eigenda hótelsins sem fyrirhugað er að rísi við hlið Hörpu, samkvæmt heimildum Markaðarins. Félagið er í samstarfi við World Leisure Investment, sem keypti byggingarréttinn á lóðinni við hlið Hörpu, um að fjárfesta í 100 hótelum víðs vegar um Evrópu. Ein þeirra borga sem koma til greina er Reykjavík. Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Portusar, segist geta staðfest að Inter Hospitality Holding, dótturfélag Inter Ikea Holding, sé í samstarfi við World Leisure í þessu verkefni. „Ég get hins vegar ekki staðfest að þeir verði inni í verkefninu í Reykjavík," segir Pétur. Spurður hvort Íslendingar séu á meðal eigenda World Leisure segir Pétur svo ekki vera, að minnsta kosti ekki enn sem komið er. Sumarið 2011 var opnað fyrir tilboð í lóð undir hótel við hlið Hörpu. Þá bárust sex tilboð og var tveimur fyrirtækjum, sem áttu hæstu tilboðin, boðið í frekari viðræður. Í fyrrahaust var síðan samið við svissneska félagið World Leisure Investment, sem hafði boðið 1,8 milljarða króna í byggingarréttinn, um að byggja hótelið. Öll framkvæmdin átti síðan að kosta um átta milljarða króna. Lítið er vitað um World Leisure annað en að það er vettvangur þar sem fjölmargir fjárfestar leggja sameiginlega fram fé til fjárfestinga í hótel- eða ferðaiðnaði. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins eru efnaðir einstaklingar frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Persaflóa á meðal þeirra sem leggja fé inn í félagið. Þeir fjárfestar sem standa að World Leisure nýta vettvanginn til að finna fjárfestingatækifæri, annast skipulag framkvæmdarinnar og til að sinna annarri þróunarvinnu. Í kjölfarið skipta þeir fjárfestingunum á milli sín og fá oft á tíðum inn aðra samstarfsaðila. Í þessu verkefni hefur samstarfsaðili World Leisure verið Marriot-hótelkeðjan. Þrátt fyrir að tæpt ár sé liðið frá því að samið var við World Leisure hefur enn ekki verið gengið formlega frá samningum við félagið. Opinbera skýringin er sú að í raun sé búið að klára alla þá vinnu, en að undirritun samninga klárist ekki vegna ýmissa tæknilegra aðstæðna. Heimildir Markaðarins herma að ástæða tafanna sé innkoma Inter Hospitality Holding, dótturfélags Ikea, inn í samstarfið. Í kjölfar þess að það gerðist var ráðist í að stofna nýtt félag utan um ýmsar fjárfestingar í Evrópu með nýja samstarfsaðilanum og Marriot-hótelkeðjunni, enda lýsti Ikea því yfir fyrr í ágústmánuði að það væri stefna samstæðunnar að byggja yfir 100 hótel í Evrópu á næstu árum. Alls áætlar Ikea að setja um 150 milljarða króna í þetta verkefni. Ódýrt á að vera að gista á þessum hótelum og stefnt er að því að þau verði öll miðsvæðis í helstu borgum Evrópu. Ikea ætlar ekki að reka hótelin sjálf og þau verða ekki rekin undir nafni sænska húsgagnaframleiðandans. Samkvæmt heimildum Markaðarins var það stór steinn í götu framgangs verkefnisins við hlið Hörpu að Ísland er ekki á lista yfir lönd sem Ikea heimilar félögum í sinni eigu að fjárfesta í. Vegna þessa hefur enn ekki verið ákveðið hvort Ikea taki þátt í Hörpuhótelinu. Fréttir Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Inter Hospitality Holding, dótturfélag sænska húsgagnaframleiðandans Ikea sem staðsett er í Liecthenstein, verður mögulega á meðal eigenda hótelsins sem fyrirhugað er að rísi við hlið Hörpu, samkvæmt heimildum Markaðarins. Félagið er í samstarfi við World Leisure Investment, sem keypti byggingarréttinn á lóðinni við hlið Hörpu, um að fjárfesta í 100 hótelum víðs vegar um Evrópu. Ein þeirra borga sem koma til greina er Reykjavík. Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Portusar, segist geta staðfest að Inter Hospitality Holding, dótturfélag Inter Ikea Holding, sé í samstarfi við World Leisure í þessu verkefni. „Ég get hins vegar ekki staðfest að þeir verði inni í verkefninu í Reykjavík," segir Pétur. Spurður hvort Íslendingar séu á meðal eigenda World Leisure segir Pétur svo ekki vera, að minnsta kosti ekki enn sem komið er. Sumarið 2011 var opnað fyrir tilboð í lóð undir hótel við hlið Hörpu. Þá bárust sex tilboð og var tveimur fyrirtækjum, sem áttu hæstu tilboðin, boðið í frekari viðræður. Í fyrrahaust var síðan samið við svissneska félagið World Leisure Investment, sem hafði boðið 1,8 milljarða króna í byggingarréttinn, um að byggja hótelið. Öll framkvæmdin átti síðan að kosta um átta milljarða króna. Lítið er vitað um World Leisure annað en að það er vettvangur þar sem fjölmargir fjárfestar leggja sameiginlega fram fé til fjárfestinga í hótel- eða ferðaiðnaði. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins eru efnaðir einstaklingar frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Persaflóa á meðal þeirra sem leggja fé inn í félagið. Þeir fjárfestar sem standa að World Leisure nýta vettvanginn til að finna fjárfestingatækifæri, annast skipulag framkvæmdarinnar og til að sinna annarri þróunarvinnu. Í kjölfarið skipta þeir fjárfestingunum á milli sín og fá oft á tíðum inn aðra samstarfsaðila. Í þessu verkefni hefur samstarfsaðili World Leisure verið Marriot-hótelkeðjan. Þrátt fyrir að tæpt ár sé liðið frá því að samið var við World Leisure hefur enn ekki verið gengið formlega frá samningum við félagið. Opinbera skýringin er sú að í raun sé búið að klára alla þá vinnu, en að undirritun samninga klárist ekki vegna ýmissa tæknilegra aðstæðna. Heimildir Markaðarins herma að ástæða tafanna sé innkoma Inter Hospitality Holding, dótturfélags Ikea, inn í samstarfið. Í kjölfar þess að það gerðist var ráðist í að stofna nýtt félag utan um ýmsar fjárfestingar í Evrópu með nýja samstarfsaðilanum og Marriot-hótelkeðjunni, enda lýsti Ikea því yfir fyrr í ágústmánuði að það væri stefna samstæðunnar að byggja yfir 100 hótel í Evrópu á næstu árum. Alls áætlar Ikea að setja um 150 milljarða króna í þetta verkefni. Ódýrt á að vera að gista á þessum hótelum og stefnt er að því að þau verði öll miðsvæðis í helstu borgum Evrópu. Ikea ætlar ekki að reka hótelin sjálf og þau verða ekki rekin undir nafni sænska húsgagnaframleiðandans. Samkvæmt heimildum Markaðarins var það stór steinn í götu framgangs verkefnisins við hlið Hörpu að Ísland er ekki á lista yfir lönd sem Ikea heimilar félögum í sinni eigu að fjárfesta í. Vegna þessa hefur enn ekki verið ákveðið hvort Ikea taki þátt í Hörpuhótelinu.
Fréttir Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira