Heilsa skólabarna Teitur Guðmundsson skrifar 28. ágúst 2012 06:00 Nú þegar börnin eru að hefja skólagöngu sína aftur þetta haustið og sum þeirra að ganga inn fyrir dyr skólans fyrsta sinni er ágætt að velta vöngum stuttlega yfir heilsu og líðan þeirra. Þarna er auðvitað af mörgu að taka og mjög breitt aldursbil en engu að síður eru nokkrir hlutir sem skipta verulegu máli strax frá byrjun og til lengri tíma litið. Skólataska barna fylgir þeim í um 180 daga á ári og það í sennilega ein tíu ár að minnsta kosti og lengur ef þau stunda einhvers konar framhaldsnám eftir grunnskóla. Því er mikilvægt að huga að því að taskan passi barninu hverju sinni. Sýnt hefur verið fram á tengsl milli stoðkerfisvanda og þyngdar skólatösku en mikilvægast af öllu er að taskan passi stærð barnsins auk þess að þyngd hennar fari ekki yfir fimmtán prósent af eigin þyngd þess. Þá ætti taska ekki að vera breiðari en svo að barnið geti sveiflað höndum og hún ætti ekki að ná lengra en tíu sentímetra niður fyrir mitti. Það er því hvorki sama hvernig taskan er né hvað er í henni, foreldrar ættu að hafa það í huga. Tískusveiflur og hangandi töskur sem eru bornar yfir aðra öxlina hjá unglingnum geta auðveldlega valdið vöðvabólgu og höfuðverkjum með tilheyrandi einbeitingarskorti svo það er að mörgu að hyggja í þessu efni án þess að ég hlutist til um strauma líðandi stundar. Andleg líðan barna okkar er mjög mikilvæg fyrir árangur í skóla og samhengið milli þess er augljóst fyrir þá sem að málum koma, en oft getur verið erfitt að átta sig á vanlíðan þeirra. Umræðan hefur verið sterk og má segja að vakning hafi orðið á undanförnum árum, en það verður að bæta um betur þegar rætt er um einelti, virðingu og félagsleg samskipti einstaklinga sem eru að mótast. Þetta eru atriði sem við foreldrar og skólastjórnendur berum ábyrgð á að séu stöðugt í huga barna okkar og að ekki sé gefinn neinn afsláttur á virðingu og kærleika fyrir náunganum, sama hver hann er, hvað þá heldur hvaðan hann kemur. Sameiginlega byggjum við sterkari einstaklinga og samfélag með þessum hætti. Næring og hreyfing hefur einnig verið umtalsefni undanfarinna ára, við sjáum ofþyngd og hreyfingarleysi haldast í hendur. Börn þurfa mikla næringu á meðan þau eru að vaxa úr grasi, en það þarf að gæta þess að hún sé í jafnvægi. Mikilvægt er að huga að því að kjarngóður morgunverður sé hluti af því að byrja daginn. Streita, álag og tímaskortur foreldra getur ekki verið afsökun fyrir því að börn fái ekki tíma til að borða áður en þau fara af stað að morgni. Þá er öllum hollt að ganga eða hjóla í skólann svo lengi sem veður leyfir. Það styrkir einstaklinginn að öllu jöfnu, ýtir undir að hann vakni vel og hafi komið gangverki líkamans af stað auk þess sem hann hefur fengið súrefni sem undirbúning í að takast á við krefjandi verkefni dagsins. Þá er ekki síður mikilvægt að börnin fái gott nesti og aukinheldur hádegismat sem að öllu jöfnu er í skólanum. Við heilbrigðisstarfsfólk treystum því að þeir aðilar sem leggja sig fram um að gefa börnum að borða kappkosti að maturinn sé fjölbreyttur og hollur svo hann henti sem flestum innan veggja skólanna. Það hefur orðið mikil bragarbót á þessu frá því reglulegir matmálstímar voru settir á í skólum og hefur almennt gengið prýðilega. Það má þó aldrei slaka á kröfunum og verða skólastjórnendur og þeir sem bera ábyrgð á því fæði sem framreitt er að vera móttækilegir fyrir uppbyggilegri gagnrýni komi hún fram og bregðast við henni. Samstarf skóla og foreldra er þarna mjög mikilvægt. Skóli er ekki geymslustaður eins og sumir virðast halda, heldur mætti líkja honum við krefjandi vinnustað þar sem einstaklingurinn er stöðugt að bæta þekkingu sína og færni auk þess að vera í raun í samkeppni ef nota má það orð með tilliti til framtíðarmöguleika. Nemandinn verður stöðugt að mæta nýjum áskorunum á sama tíma og hann er að mótast líkamlega og félagslega. Ég veit ekki um neinn vinnustað eða verkefni í framtíðinni sem krefst viðlíka. Það má því með sanni segja að á þessum tíma í lífi hvers einstaklings skilum við miklu og flóknu verki og er öllum ljóst að til þess að ná árangri verða undirstöðuatriði að vera á hreinu. Heilsan í víðasta samhengi er stærsti hluti þess að okkur takist það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Teitur Guðmundsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun
Nú þegar börnin eru að hefja skólagöngu sína aftur þetta haustið og sum þeirra að ganga inn fyrir dyr skólans fyrsta sinni er ágætt að velta vöngum stuttlega yfir heilsu og líðan þeirra. Þarna er auðvitað af mörgu að taka og mjög breitt aldursbil en engu að síður eru nokkrir hlutir sem skipta verulegu máli strax frá byrjun og til lengri tíma litið. Skólataska barna fylgir þeim í um 180 daga á ári og það í sennilega ein tíu ár að minnsta kosti og lengur ef þau stunda einhvers konar framhaldsnám eftir grunnskóla. Því er mikilvægt að huga að því að taskan passi barninu hverju sinni. Sýnt hefur verið fram á tengsl milli stoðkerfisvanda og þyngdar skólatösku en mikilvægast af öllu er að taskan passi stærð barnsins auk þess að þyngd hennar fari ekki yfir fimmtán prósent af eigin þyngd þess. Þá ætti taska ekki að vera breiðari en svo að barnið geti sveiflað höndum og hún ætti ekki að ná lengra en tíu sentímetra niður fyrir mitti. Það er því hvorki sama hvernig taskan er né hvað er í henni, foreldrar ættu að hafa það í huga. Tískusveiflur og hangandi töskur sem eru bornar yfir aðra öxlina hjá unglingnum geta auðveldlega valdið vöðvabólgu og höfuðverkjum með tilheyrandi einbeitingarskorti svo það er að mörgu að hyggja í þessu efni án þess að ég hlutist til um strauma líðandi stundar. Andleg líðan barna okkar er mjög mikilvæg fyrir árangur í skóla og samhengið milli þess er augljóst fyrir þá sem að málum koma, en oft getur verið erfitt að átta sig á vanlíðan þeirra. Umræðan hefur verið sterk og má segja að vakning hafi orðið á undanförnum árum, en það verður að bæta um betur þegar rætt er um einelti, virðingu og félagsleg samskipti einstaklinga sem eru að mótast. Þetta eru atriði sem við foreldrar og skólastjórnendur berum ábyrgð á að séu stöðugt í huga barna okkar og að ekki sé gefinn neinn afsláttur á virðingu og kærleika fyrir náunganum, sama hver hann er, hvað þá heldur hvaðan hann kemur. Sameiginlega byggjum við sterkari einstaklinga og samfélag með þessum hætti. Næring og hreyfing hefur einnig verið umtalsefni undanfarinna ára, við sjáum ofþyngd og hreyfingarleysi haldast í hendur. Börn þurfa mikla næringu á meðan þau eru að vaxa úr grasi, en það þarf að gæta þess að hún sé í jafnvægi. Mikilvægt er að huga að því að kjarngóður morgunverður sé hluti af því að byrja daginn. Streita, álag og tímaskortur foreldra getur ekki verið afsökun fyrir því að börn fái ekki tíma til að borða áður en þau fara af stað að morgni. Þá er öllum hollt að ganga eða hjóla í skólann svo lengi sem veður leyfir. Það styrkir einstaklinginn að öllu jöfnu, ýtir undir að hann vakni vel og hafi komið gangverki líkamans af stað auk þess sem hann hefur fengið súrefni sem undirbúning í að takast á við krefjandi verkefni dagsins. Þá er ekki síður mikilvægt að börnin fái gott nesti og aukinheldur hádegismat sem að öllu jöfnu er í skólanum. Við heilbrigðisstarfsfólk treystum því að þeir aðilar sem leggja sig fram um að gefa börnum að borða kappkosti að maturinn sé fjölbreyttur og hollur svo hann henti sem flestum innan veggja skólanna. Það hefur orðið mikil bragarbót á þessu frá því reglulegir matmálstímar voru settir á í skólum og hefur almennt gengið prýðilega. Það má þó aldrei slaka á kröfunum og verða skólastjórnendur og þeir sem bera ábyrgð á því fæði sem framreitt er að vera móttækilegir fyrir uppbyggilegri gagnrýni komi hún fram og bregðast við henni. Samstarf skóla og foreldra er þarna mjög mikilvægt. Skóli er ekki geymslustaður eins og sumir virðast halda, heldur mætti líkja honum við krefjandi vinnustað þar sem einstaklingurinn er stöðugt að bæta þekkingu sína og færni auk þess að vera í raun í samkeppni ef nota má það orð með tilliti til framtíðarmöguleika. Nemandinn verður stöðugt að mæta nýjum áskorunum á sama tíma og hann er að mótast líkamlega og félagslega. Ég veit ekki um neinn vinnustað eða verkefni í framtíðinni sem krefst viðlíka. Það má því með sanni segja að á þessum tíma í lífi hvers einstaklings skilum við miklu og flóknu verki og er öllum ljóst að til þess að ná árangri verða undirstöðuatriði að vera á hreinu. Heilsan í víðasta samhengi er stærsti hluti þess að okkur takist það.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun