Sársaukafullt mál leitt til lykta Steinunn Stefánsdóttir skrifar 27. ágúst 2012 00:01 Rétt liðlega þrettán mánuðir voru liðnir frá ódæðisverkunum í Útey og miðborg Óslóar þegar mál fjöldamorðingjans og hryðjuverkamannsins Breivik hafði verið leitt til lykta fyrir dómi í höfuðborg Noregs á föstudag. Hryðjuverkamaðurinn var talinn sakhæfur og því dæmdur til hámarksrefsivistar sem í raun mun þýða lífstíðarfangelsi. Viðbrögð Norðmanna einkennast af stillingu eins og þau hafa gert alveg frá því voðaverkin áttu sér stað. Almennt virðist fólk sátt við dóminn, þótt áhöld hafi vissulega verið um sakhæfi mannsins. Það er sérstök ástæða til að hrósa norsku réttarkerfi fyrir að hafa náð að leiða málið til lykta á ekki lengri tíma. Málsmeðferð sakborningsins og sú refsivist sem bíður hans einkennist af virðingu fyrir mannréttindum hans, virðingu sem hann ber ekki sjálfur fyrir samborgurum sínum. Fjöldamorð hryðjuverkamannsins voru byggð á hatri sem gerandinn hafði ræktað með sér um langan tíma, hatri sem nærðist á andúð gegn mannréttindum og umburðarlyndi, meðal annars umburðarlyndi og virðingu við menningu innflytjenda, andúð á íslam, samkynhneigð og jafnrétti kynjanna. Hatrið beindist sem sagt gegn þeim gildum sem höfð eru í hávegum í vestrænum lýðræðisríkjum, gildum sem þorri íbúa Norðurlanda er stoltur af að hafi náð að þroskast og festa sig í sessi í löndum þeirra. Sú stilling og yfirvegun sem norska þjóðin, eftirlifandi fórnarlömb árásarinnar og aðstandendur látinna ásamt ráðamönnum þjóðarinnar hefur sýnt er aðdáunarverð og til eftirbreytni. Engu að síður ríkir full meðvitund um mikilvægi þess að læra af reynslunni. Þannig hefur lögreglan verið gagnrýnd fyrir framgöngu sína á árásardeginum auk þess sem þeirrar áleitnu spurningar er spurt hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina með öðruvísi vinnubrögðum lögreglu en nú tíðkast. Þessi gagnrýni er afdráttarlaus og skýr en án heiftar. Stilling og yfirvegun einkenndi ekki yfirlýsingu Sjálfstæðisþingmannsins Tryggva Þórs Herbertssonar á Facebook-síðu sinni daginn sem dómurinn var kveðinn upp. Spurningin sem leitaði á hann um leið og hann fagnaði dómnum var hverjum dytti í hug „að safna börnum og unglingum kerfisbundið saman á afskekktri eyju í þeim tilgangi að innræta þeim tiltekna flokkspólitíska stjórnmálaskoðun". Þar fer ekki mikil virðing fyrir stjórnmálastarfi og hlutverki ungliðahreyfinga stjórnmálaflokka. Viðbrögð Tryggva Þórs eru umhugsunarefni vegna þess að hann er þingmaður en ólíkegt er að ungliðahreyfingar stjórnmálaflokka líti svo á að samkomur þeirra þar sem fléttað er saman stjórnmálaumræðu og skemmtun séu innrætingarbúðir. Frá því að ósköpin dundu yfir fyrir liðlega þrettán mánuðum hefur forsætisráðherrann norski farið fyrir yfirveguðum viðbrögðum og ítrekað þá hugsjón sína að voðaverkin megi aldrei verða til þess að veikja grunngildi umburðarlyndis og víðsýni í lýðræðissamfélagi, sem rúmar fjölbreytni og ólíkar skoðanir. Þvert á móti verði brugðist við þeim með því að styrkja þessi gildi enn frekar. Á þær árar ber að leggjast með Norðmönnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun
Rétt liðlega þrettán mánuðir voru liðnir frá ódæðisverkunum í Útey og miðborg Óslóar þegar mál fjöldamorðingjans og hryðjuverkamannsins Breivik hafði verið leitt til lykta fyrir dómi í höfuðborg Noregs á föstudag. Hryðjuverkamaðurinn var talinn sakhæfur og því dæmdur til hámarksrefsivistar sem í raun mun þýða lífstíðarfangelsi. Viðbrögð Norðmanna einkennast af stillingu eins og þau hafa gert alveg frá því voðaverkin áttu sér stað. Almennt virðist fólk sátt við dóminn, þótt áhöld hafi vissulega verið um sakhæfi mannsins. Það er sérstök ástæða til að hrósa norsku réttarkerfi fyrir að hafa náð að leiða málið til lykta á ekki lengri tíma. Málsmeðferð sakborningsins og sú refsivist sem bíður hans einkennist af virðingu fyrir mannréttindum hans, virðingu sem hann ber ekki sjálfur fyrir samborgurum sínum. Fjöldamorð hryðjuverkamannsins voru byggð á hatri sem gerandinn hafði ræktað með sér um langan tíma, hatri sem nærðist á andúð gegn mannréttindum og umburðarlyndi, meðal annars umburðarlyndi og virðingu við menningu innflytjenda, andúð á íslam, samkynhneigð og jafnrétti kynjanna. Hatrið beindist sem sagt gegn þeim gildum sem höfð eru í hávegum í vestrænum lýðræðisríkjum, gildum sem þorri íbúa Norðurlanda er stoltur af að hafi náð að þroskast og festa sig í sessi í löndum þeirra. Sú stilling og yfirvegun sem norska þjóðin, eftirlifandi fórnarlömb árásarinnar og aðstandendur látinna ásamt ráðamönnum þjóðarinnar hefur sýnt er aðdáunarverð og til eftirbreytni. Engu að síður ríkir full meðvitund um mikilvægi þess að læra af reynslunni. Þannig hefur lögreglan verið gagnrýnd fyrir framgöngu sína á árásardeginum auk þess sem þeirrar áleitnu spurningar er spurt hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina með öðruvísi vinnubrögðum lögreglu en nú tíðkast. Þessi gagnrýni er afdráttarlaus og skýr en án heiftar. Stilling og yfirvegun einkenndi ekki yfirlýsingu Sjálfstæðisþingmannsins Tryggva Þórs Herbertssonar á Facebook-síðu sinni daginn sem dómurinn var kveðinn upp. Spurningin sem leitaði á hann um leið og hann fagnaði dómnum var hverjum dytti í hug „að safna börnum og unglingum kerfisbundið saman á afskekktri eyju í þeim tilgangi að innræta þeim tiltekna flokkspólitíska stjórnmálaskoðun". Þar fer ekki mikil virðing fyrir stjórnmálastarfi og hlutverki ungliðahreyfinga stjórnmálaflokka. Viðbrögð Tryggva Þórs eru umhugsunarefni vegna þess að hann er þingmaður en ólíkegt er að ungliðahreyfingar stjórnmálaflokka líti svo á að samkomur þeirra þar sem fléttað er saman stjórnmálaumræðu og skemmtun séu innrætingarbúðir. Frá því að ósköpin dundu yfir fyrir liðlega þrettán mánuðum hefur forsætisráðherrann norski farið fyrir yfirveguðum viðbrögðum og ítrekað þá hugsjón sína að voðaverkin megi aldrei verða til þess að veikja grunngildi umburðarlyndis og víðsýni í lýðræðissamfélagi, sem rúmar fjölbreytni og ólíkar skoðanir. Þvert á móti verði brugðist við þeim með því að styrkja þessi gildi enn frekar. Á þær árar ber að leggjast með Norðmönnum.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun