Ferskur og flottur Frank Trausti Júlíusson skrifar 16. ágúst 2012 00:01 Fullt hús Fyrsta plata Franks Ocean, Channel Orange, fær fimm stjörnur. Hinn 24 ára gamli Frank Ocean er sjóðheitur þessa dagana. Channel Orange er fyrsta platan hans sem fær hefðbundna útgáfu, en í fyrra dreifði hann 14 laga plötunni Nostalgia Ultra ókeypis á vefsíðunni sinni. Tónlist Franks er r&b, en þetta er engin venjuleg r&b-plata. Textarnir eru öðruvísi heldur en á þessari dæmigerðu r&b-plötu, tónlistin er ferskari og hugmyndaríkari og umgjörðin er sömuleiðis nýstárleg. Frank er hluti af Odd Future-klíkunni ásamt Tyler The Creator, Earl Sweatshirt og fleirum. Þetta eru náungar sem gera hlutina á eigin forsendum. Eins og áður segir er Frank hugmyndaríkur á Channel Orange, lögin eru sum brotin upp með umhverfishljóðum (til dæmis hurð að opnast eða lokast) og hann gerir ýmsar tilraunir með hljóminn. Sjálfar lagasmíðarnar eru samt ekkert slor og allur flutningur er fyrsta flokks þar með talinn söngur Franks sem minnir bæði á Stevie Wonder og D'Angelo. Það eru nokkrir gestir á plötunni, meðal annars fyrrnefndir Tyler og Earl og André 3000 úr OutKast. Eins og áður segir eru textar plötunnar ekki í þessum dæmigerða r&b-stíl. Hann syngur um ástina, en á annan hátt heldur en við eigum að venjast þetta er oft óendurgoldin ást. Auk þess eru mörg önnur viðfangsefni í textunum, til dæmis eiturlyfjafíkn og lífsstíll ofurríku krakkanna í LA, þar sem Frank býr. Umslag plötunnar er líka óvenjulegt. Það er í skærappelsínugulum lit og stafirnir líkjast fyrirtækjalógói. Bæði liturinn og leturgerðin þykja reyndar minna á lággjaldaflugfélagið EasyJet, hvort sem það er tilviljun eða ekki. Á heildina litið er Channel Orange frábær plata sem stendur undir öllu lofinu sem á hana hefur verið hlaðið. Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Hinn 24 ára gamli Frank Ocean er sjóðheitur þessa dagana. Channel Orange er fyrsta platan hans sem fær hefðbundna útgáfu, en í fyrra dreifði hann 14 laga plötunni Nostalgia Ultra ókeypis á vefsíðunni sinni. Tónlist Franks er r&b, en þetta er engin venjuleg r&b-plata. Textarnir eru öðruvísi heldur en á þessari dæmigerðu r&b-plötu, tónlistin er ferskari og hugmyndaríkari og umgjörðin er sömuleiðis nýstárleg. Frank er hluti af Odd Future-klíkunni ásamt Tyler The Creator, Earl Sweatshirt og fleirum. Þetta eru náungar sem gera hlutina á eigin forsendum. Eins og áður segir er Frank hugmyndaríkur á Channel Orange, lögin eru sum brotin upp með umhverfishljóðum (til dæmis hurð að opnast eða lokast) og hann gerir ýmsar tilraunir með hljóminn. Sjálfar lagasmíðarnar eru samt ekkert slor og allur flutningur er fyrsta flokks þar með talinn söngur Franks sem minnir bæði á Stevie Wonder og D'Angelo. Það eru nokkrir gestir á plötunni, meðal annars fyrrnefndir Tyler og Earl og André 3000 úr OutKast. Eins og áður segir eru textar plötunnar ekki í þessum dæmigerða r&b-stíl. Hann syngur um ástina, en á annan hátt heldur en við eigum að venjast þetta er oft óendurgoldin ást. Auk þess eru mörg önnur viðfangsefni í textunum, til dæmis eiturlyfjafíkn og lífsstíll ofurríku krakkanna í LA, þar sem Frank býr. Umslag plötunnar er líka óvenjulegt. Það er í skærappelsínugulum lit og stafirnir líkjast fyrirtækjalógói. Bæði liturinn og leturgerðin þykja reyndar minna á lággjaldaflugfélagið EasyJet, hvort sem það er tilviljun eða ekki. Á heildina litið er Channel Orange frábær plata sem stendur undir öllu lofinu sem á hana hefur verið hlaðið.
Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira