Út úr bíóunum 7. ágúst 2012 06:00 Rekstur tónlistarhússins Hörpu verður að óbreyttu með rúmlega 400 milljóna króna tapi á þessu ári. Þetta er vitanlega þungur baggi bæði fyrir ríki og borg og þar með skattgreiðendur, ekki síst í Reykjavík. Engu að síður hafa tekjur af grunnstarfsemi hússins, tónleikum og annarri menningarstarfsemi verið samkvæmt áætlun en alls hafa 250 þúsund gestir sótt hátt á fjórða hundrað menningarviðburða í Hörpu síðan húsið var tekið í notkun. Tekjur af ráðstefnuhaldi hafa hins vegar ekki gengið eftir eins og áætlað var og til viðbótar var vanáætlað vegna fasteignagjalda. Ekki hefur komið fram hvernig forsendurnar voru vegna áætlana á tekjum vegna ráðstefnuhalds en ljóst er að aldrei var hægt að gera ráð fyrir að þétt yrði bókað af stórum ráðstefnum á fyrstu misserum í starfsemi hússins. Slíkar ráðstefnur eru skipulagðar með lengri fyrirvara en svo. Tapið lendir hjá ríki og borg, hver svo sem ástæðan er fyrir því, og þar með á skattgreiðendum þannig að það er ekkert skrýtið að upp komi vangaveltur um það hvers vegna íslenskur almenningur þarf að taka á sig þennan reikning – eins og svo marga aðra, vel að merkja. Tónlistarhús hafði verið í umræðunni í áratugi án þess að nokkuð þokaðist; Sinfóníuhljómsveitin starfaði í bíói og Íslenska óperan í aflögðu bíói. Í góðærinu, sem svo er nefnt, fór fjármagn frá einkaaðilum að streyma inn í menningarstarfsemi, ekki bara hér heldur víða annars staðar. Allt í einu varð ókeypis á söfn í boði stöndugra fyrirtækja og svo var ákveðið að byggja tónlistarhúsið langþráða í einkaframkvæmd. Þannig lenti bygging tónlistarhúss úr höndunum á opinberra aðila í hendur einkaaðilum sem réðu þá þeim forsendum sem lagt var upp með, þar á meðal stærð hússins. Niðurstaðan var Harpa, tónlistarhús sem á sér fá lík. Hún er ekki bara glæsileg heldur líka stór, stærri en tónlistarhús þjóða sem eru margfalt stærri en sú íslenska. Það er eins gott að horfast í augu við að það var aldrei kostur í stöðunni að hætta við byggingu hússins. Vissulega hefði virkið sem búið var að steypa upp þegar hrunið varð orðið tilkomumikill minnisvarði um ?vitleysislegar fjárfestingar? eins og Pétur Blöndal hefur sagt en vart er hægt að hugsa sér ömurlegri ásýnd miðbæjar en að hafa slíkt minnismerki trónandi yfir sér. Harpa er sem sagt komin til að vera og mun ekki minnka úr því sem komið er, svo mikið er víst. Húsið hefur verið innspýting í menningarlífið í landinu. Það hefur verið lyftistöng fyrir stofnanirnar tvær sem nú eiga heima í Hörpu að komast út úr bíóunum. Aldrei hafa fleiri sótt sinfóníutónleika og óperulífið blómstrar og Harpa er glæsileg umgjörð utan um þessa tónlistarstarfsemi. Enn ríkir um það þokkaleg sátt að leggja til menningar af opinberu fé. Það framlag ætti þó ekki að fara rekstur á stórkallalegu húsi. Mismuninn verður að sækja í ráðstefnuhlutann. Hins vegar var aldrei hægt að búast við að full starfsemi næðist í alla mögulega anga hússins á fyrstu árum starfseminnar, allra síst ráðstefnuhlutann, og það er stór biti að brúa bilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Rekstur tónlistarhússins Hörpu verður að óbreyttu með rúmlega 400 milljóna króna tapi á þessu ári. Þetta er vitanlega þungur baggi bæði fyrir ríki og borg og þar með skattgreiðendur, ekki síst í Reykjavík. Engu að síður hafa tekjur af grunnstarfsemi hússins, tónleikum og annarri menningarstarfsemi verið samkvæmt áætlun en alls hafa 250 þúsund gestir sótt hátt á fjórða hundrað menningarviðburða í Hörpu síðan húsið var tekið í notkun. Tekjur af ráðstefnuhaldi hafa hins vegar ekki gengið eftir eins og áætlað var og til viðbótar var vanáætlað vegna fasteignagjalda. Ekki hefur komið fram hvernig forsendurnar voru vegna áætlana á tekjum vegna ráðstefnuhalds en ljóst er að aldrei var hægt að gera ráð fyrir að þétt yrði bókað af stórum ráðstefnum á fyrstu misserum í starfsemi hússins. Slíkar ráðstefnur eru skipulagðar með lengri fyrirvara en svo. Tapið lendir hjá ríki og borg, hver svo sem ástæðan er fyrir því, og þar með á skattgreiðendum þannig að það er ekkert skrýtið að upp komi vangaveltur um það hvers vegna íslenskur almenningur þarf að taka á sig þennan reikning – eins og svo marga aðra, vel að merkja. Tónlistarhús hafði verið í umræðunni í áratugi án þess að nokkuð þokaðist; Sinfóníuhljómsveitin starfaði í bíói og Íslenska óperan í aflögðu bíói. Í góðærinu, sem svo er nefnt, fór fjármagn frá einkaaðilum að streyma inn í menningarstarfsemi, ekki bara hér heldur víða annars staðar. Allt í einu varð ókeypis á söfn í boði stöndugra fyrirtækja og svo var ákveðið að byggja tónlistarhúsið langþráða í einkaframkvæmd. Þannig lenti bygging tónlistarhúss úr höndunum á opinberra aðila í hendur einkaaðilum sem réðu þá þeim forsendum sem lagt var upp með, þar á meðal stærð hússins. Niðurstaðan var Harpa, tónlistarhús sem á sér fá lík. Hún er ekki bara glæsileg heldur líka stór, stærri en tónlistarhús þjóða sem eru margfalt stærri en sú íslenska. Það er eins gott að horfast í augu við að það var aldrei kostur í stöðunni að hætta við byggingu hússins. Vissulega hefði virkið sem búið var að steypa upp þegar hrunið varð orðið tilkomumikill minnisvarði um ?vitleysislegar fjárfestingar? eins og Pétur Blöndal hefur sagt en vart er hægt að hugsa sér ömurlegri ásýnd miðbæjar en að hafa slíkt minnismerki trónandi yfir sér. Harpa er sem sagt komin til að vera og mun ekki minnka úr því sem komið er, svo mikið er víst. Húsið hefur verið innspýting í menningarlífið í landinu. Það hefur verið lyftistöng fyrir stofnanirnar tvær sem nú eiga heima í Hörpu að komast út úr bíóunum. Aldrei hafa fleiri sótt sinfóníutónleika og óperulífið blómstrar og Harpa er glæsileg umgjörð utan um þessa tónlistarstarfsemi. Enn ríkir um það þokkaleg sátt að leggja til menningar af opinberu fé. Það framlag ætti þó ekki að fara rekstur á stórkallalegu húsi. Mismuninn verður að sækja í ráðstefnuhlutann. Hins vegar var aldrei hægt að búast við að full starfsemi næðist í alla mögulega anga hússins á fyrstu árum starfseminnar, allra síst ráðstefnuhlutann, og það er stór biti að brúa bilið.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun