Sýnir Leo DiCaprio og Bruce Willis á Akureyri 3. ágúst 2012 15:00 Benni Valsson sýnir myndir af mörgum heimsfrægum listamönnum á fyrstu alvöru sýningu sinni á Íslandi sem opnar í Ketilhúsinu á Akureyri á morgun og stendur til 26. ágúst.Mynd/Þórhallur Jónsson „Ég byrjaði í kringum "98 að mynda fræga listamenn og hef verið mikið við það síðan,“ segir Bernharð Valsson, eða Benni Valsson líkt og flestir þekkja hann. Hann hefur myndað margar stórstjörnur undanfarin fimmtán ár og opnar sína fyrstu alvöru sýningu á Íslandi á morgun í Ketilhúsinu á Akureyri. 57 myndir af leikurum og tónlistarmönnum prýða veggi sýningarinnar og á meðal þeirra eru Leonardo DiCaprio, Naomi Watts, Robbie Williams, Patti Smith og Bruce Willis. Björk er eini íslenski listamaðurinn á sýningunni. „Ég vann mikið með henni eftir útgáfu plötunar Post um 1995 og fór með henni á tónleikaferðalag og við gerðum tískuþátt fyrir franskt tímarit,“ segir Benni sem hefur unnið töluvert með Björk í gegnum tíðina. „Það eiga að vera fjórar myndir af henni en það er ein að fljúga frá París núna. Það er spurning hvort hún lendi fyrir opnunina,“ segir hann hress. Benni hefur myndað mikið fyrir frönsk tímarit og þá aðallega tísku- eða portrettmyndir en hann hefur verið búsettur í París frá 1985. „Ég hef unnið fyrir blöð eins og GQ, franska Elle og dagblöðin Le monde og Liberation,“ segir hann og stiklar á stóru. Margar ljósmyndir sýningarinnar tók hann fyrir franska kvikmynda- og tónlistartímaritið Les inrocks. Þar á meðal af Leonardo Di Caprio, Ben Stiller og Pete Doherty. „Ég hef einnig unnið töluvert fyrir breska Esquire og tók myndir af Daniel Craig og Justin Timberlake fyrir þá,“ segir hann. Hvorug myndanna komust inn á sýninguna en valið stóð á milli tæplega 200 mynda. „Við uppsetningu á sýningu þarf maður að reyna að ná einhverju sjónrænu út úr rýminu svo það eru myndir sem komast ekki að og ég hef þurft að henda út allskonar fólki,“ segir hann. Benni vill ekki kannast við nafngiftina ljósmyndari fræga fólksins. „Ég er meira að mynda listamenn sem ég tel marka tímann sem við lifum á en að eltast við fræga og á sýningunni eru jafnframt myndir af grasrótarlistamönnum.“ Fjölskylda hans flutti til Akureyrar fyrir tveimur árum og flýgur hann á milli. „Ég er svona Akureyri París, Akureyri London.“ Nú síðast vann hann auglýsingar fyrir bresku sjónvarpsstöðina Channel 4 í júlí. „Ég átti líka að vera þar á morgun en það var ekki hægt,“ sagði hann í gær og játar að mikil spenna fylgi starfinu. „Já, það er mótorinn í þessu.“ hallfridur@frettabladid.is Menning Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira
„Ég byrjaði í kringum "98 að mynda fræga listamenn og hef verið mikið við það síðan,“ segir Bernharð Valsson, eða Benni Valsson líkt og flestir þekkja hann. Hann hefur myndað margar stórstjörnur undanfarin fimmtán ár og opnar sína fyrstu alvöru sýningu á Íslandi á morgun í Ketilhúsinu á Akureyri. 57 myndir af leikurum og tónlistarmönnum prýða veggi sýningarinnar og á meðal þeirra eru Leonardo DiCaprio, Naomi Watts, Robbie Williams, Patti Smith og Bruce Willis. Björk er eini íslenski listamaðurinn á sýningunni. „Ég vann mikið með henni eftir útgáfu plötunar Post um 1995 og fór með henni á tónleikaferðalag og við gerðum tískuþátt fyrir franskt tímarit,“ segir Benni sem hefur unnið töluvert með Björk í gegnum tíðina. „Það eiga að vera fjórar myndir af henni en það er ein að fljúga frá París núna. Það er spurning hvort hún lendi fyrir opnunina,“ segir hann hress. Benni hefur myndað mikið fyrir frönsk tímarit og þá aðallega tísku- eða portrettmyndir en hann hefur verið búsettur í París frá 1985. „Ég hef unnið fyrir blöð eins og GQ, franska Elle og dagblöðin Le monde og Liberation,“ segir hann og stiklar á stóru. Margar ljósmyndir sýningarinnar tók hann fyrir franska kvikmynda- og tónlistartímaritið Les inrocks. Þar á meðal af Leonardo Di Caprio, Ben Stiller og Pete Doherty. „Ég hef einnig unnið töluvert fyrir breska Esquire og tók myndir af Daniel Craig og Justin Timberlake fyrir þá,“ segir hann. Hvorug myndanna komust inn á sýninguna en valið stóð á milli tæplega 200 mynda. „Við uppsetningu á sýningu þarf maður að reyna að ná einhverju sjónrænu út úr rýminu svo það eru myndir sem komast ekki að og ég hef þurft að henda út allskonar fólki,“ segir hann. Benni vill ekki kannast við nafngiftina ljósmyndari fræga fólksins. „Ég er meira að mynda listamenn sem ég tel marka tímann sem við lifum á en að eltast við fræga og á sýningunni eru jafnframt myndir af grasrótarlistamönnum.“ Fjölskylda hans flutti til Akureyrar fyrir tveimur árum og flýgur hann á milli. „Ég er svona Akureyri París, Akureyri London.“ Nú síðast vann hann auglýsingar fyrir bresku sjónvarpsstöðina Channel 4 í júlí. „Ég átti líka að vera þar á morgun en það var ekki hægt,“ sagði hann í gær og játar að mikil spenna fylgi starfinu. „Já, það er mótorinn í þessu.“ hallfridur@frettabladid.is
Menning Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira