Pistillinn: Kostir þess að tapa Eiríkur Stefán Ásgeirsson í London skrifar 2. ágúst 2012 08:00 Frá öðrum leikjanna umdeildu í gær. Mynd/Valli Pierre de Coubertin, faðir Ólympíuleika nútímans, sagði ávallt að það mikilvæga við Ólympíuleika væri ekki að vinna, heldur að taka þátt og að gera sitt besta. Það kom því ekki á óvart að átta badmintonkonum var vikið úr keppni á leikunum í gær. Um er að ræða fjögur pör í tvíliðaleik kvenna – tvö frá Suður-Kóreu, eitt frá Indónesíu og eitt frá Kína – sem öll lögðu sig fram við að tapa viðureignum sínum í fyrradag. Í reglum Alþjóðabadmintonsambandsins eru reglur sem kveða á um að leikmenn skuli ávallt gera sitt besta til að vinna leiki. Voru viðkomandi keppendur fundnir sekir um brot á þessari reglugerð og því vikið úr leik. Allt hófst þetta á því að danskt par vann afar óvæntan sigur á þeim Tian og Zhao frá Kína í D-riðli snemma dags á þriðjudaginn. Kínverska parið er í öðru sæti heimslistans og kom því sigur Dananna mjög á óvart. Aðeins tvö lið frá hverju landi mega keppa í hverri grein og hitt kínverska parið á leikunum er einmitt í efsta sæti heimslistans. Vegna taps þeirra Tian og Zhao var sú staða komin upp að Kínverjarnir myndu mætast í undanúrslitum – ekki úrslitum. Þar lá hundurinn grafinn. Þess vegna reyndi hitt kínverska parið (það sem er í efsta sæti heimstans) líka að tapa viðureign til að reyna að rétta skekkjuna af, ef svo má að orði komast. Parið sem þau mættu vildi samt líka tapa, því þannig hefðu Kínverjarnir mæst innbyrðis í undanúrslitum og viðkomandi ættu því greiða leið í úrslitin. Allt þetta hafði svo áhrif á aðra viðureign, á milli pars frá Suður-Kóreu og Indónesíu, því skyndilega var sú staða komin upp að sigurvegarar þeirrar viðureignar myndu mæta besta pari heims í 8-liða úrslitum. Möguleikarnir á verðlaunapening væru nánast úr sögunni með sigri. Það var sú viðureign sem var á undan leik Rögnu Ingólfsdóttur á leikunum í fyrrakvöld og ég fylgdist með, nánast gapandi. Það var með ólíkindum að sjá bestu badmintonkonur heims svara skoti sem var augljóslega á leiðinni út af og þykjast svo vera fúlar þegar þær gáfu frá sér stig með því að þrykkja í netið. Auðvitað var ekkert annað hægt í stöðunni en að vísa þeim frá keppni. Badmintoníþróttin var skyndilega komin í sviðsljós Ólympíuleikanna hér úti enda greint frá þessu í öllum helstu fjölmiðlum heims. Auðvitað má segja að keppnisfyrirkomulagið hafi boðið hættunni heim en keppendur á Ólympíuleikum eiga þó að geta sagt sér að sú iðja að tapa viljandi sé ekki vænleg til árangurs. Það sem eftir situr er þó kínverska parið Thian og Zhao sem tapaði óviljandi fyrir danska parinu. Það er nú langlíklegast til að hirða gull í greininni og sýnir þannig svo ekki verður um villst að það er í góðu lagi að tapa – ef maður leggur sig fram. Erlendar Pistillinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Sjá meira
Pierre de Coubertin, faðir Ólympíuleika nútímans, sagði ávallt að það mikilvæga við Ólympíuleika væri ekki að vinna, heldur að taka þátt og að gera sitt besta. Það kom því ekki á óvart að átta badmintonkonum var vikið úr keppni á leikunum í gær. Um er að ræða fjögur pör í tvíliðaleik kvenna – tvö frá Suður-Kóreu, eitt frá Indónesíu og eitt frá Kína – sem öll lögðu sig fram við að tapa viðureignum sínum í fyrradag. Í reglum Alþjóðabadmintonsambandsins eru reglur sem kveða á um að leikmenn skuli ávallt gera sitt besta til að vinna leiki. Voru viðkomandi keppendur fundnir sekir um brot á þessari reglugerð og því vikið úr leik. Allt hófst þetta á því að danskt par vann afar óvæntan sigur á þeim Tian og Zhao frá Kína í D-riðli snemma dags á þriðjudaginn. Kínverska parið er í öðru sæti heimslistans og kom því sigur Dananna mjög á óvart. Aðeins tvö lið frá hverju landi mega keppa í hverri grein og hitt kínverska parið á leikunum er einmitt í efsta sæti heimslistans. Vegna taps þeirra Tian og Zhao var sú staða komin upp að Kínverjarnir myndu mætast í undanúrslitum – ekki úrslitum. Þar lá hundurinn grafinn. Þess vegna reyndi hitt kínverska parið (það sem er í efsta sæti heimstans) líka að tapa viðureign til að reyna að rétta skekkjuna af, ef svo má að orði komast. Parið sem þau mættu vildi samt líka tapa, því þannig hefðu Kínverjarnir mæst innbyrðis í undanúrslitum og viðkomandi ættu því greiða leið í úrslitin. Allt þetta hafði svo áhrif á aðra viðureign, á milli pars frá Suður-Kóreu og Indónesíu, því skyndilega var sú staða komin upp að sigurvegarar þeirrar viðureignar myndu mæta besta pari heims í 8-liða úrslitum. Möguleikarnir á verðlaunapening væru nánast úr sögunni með sigri. Það var sú viðureign sem var á undan leik Rögnu Ingólfsdóttur á leikunum í fyrrakvöld og ég fylgdist með, nánast gapandi. Það var með ólíkindum að sjá bestu badmintonkonur heims svara skoti sem var augljóslega á leiðinni út af og þykjast svo vera fúlar þegar þær gáfu frá sér stig með því að þrykkja í netið. Auðvitað var ekkert annað hægt í stöðunni en að vísa þeim frá keppni. Badmintoníþróttin var skyndilega komin í sviðsljós Ólympíuleikanna hér úti enda greint frá þessu í öllum helstu fjölmiðlum heims. Auðvitað má segja að keppnisfyrirkomulagið hafi boðið hættunni heim en keppendur á Ólympíuleikum eiga þó að geta sagt sér að sú iðja að tapa viljandi sé ekki vænleg til árangurs. Það sem eftir situr er þó kínverska parið Thian og Zhao sem tapaði óviljandi fyrir danska parinu. Það er nú langlíklegast til að hirða gull í greininni og sýnir þannig svo ekki verður um villst að það er í góðu lagi að tapa – ef maður leggur sig fram.
Erlendar Pistillinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti