Bílastæða- barlómurinn Steinunn Stefánsdóttir skrifar 30. júlí 2012 06:00 Hækkun á gjaldskrá vegna bílastæða í miðbæ Reykjavíkur tekur gildi í dag. Hækkunin nemur 50 prósentum og nær til meirihluta stæða í miðborg Reykjavíkur. Auk þess hækka gjöld í stæði við sjúkrahúsin í borginni og við Háskólann. Gjaldskrá vegna bílastæða hefur ekki hækkað í meira en áratug og líklega er erfitt að finna aðra þjónustu sem það á við um. Samtök kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg hafa mótmælt hækkuninni harðlega. Þeir kvarta meðal annars undan því að ekki hafi verið haft samráð við hagsmunaaðila í tengslum við hækkanirnar og telja að hækkun gjaldskrárinnar muni leiða til minni verslunar í miðbænum. Í frétt blaðsins á laugardag er haft eftir framkvæmdastjóra samtakanna, Birni Jóni Bragasyni, að hækkanirnar ?munu ekki hafa neitt annað í för með sér heldur en minni verslun?. Hann bendir einnig á að kaupmenn við Laugaveg séu í mikilli samkeppni við verslun á öðrum svæðum á höfuðborgarsvæðinu. Nú er vitað að eftir því sem gjald er lægra í gjaldstæðum er líklegra að bílum sé þar lagt lengur í senn og þar af leiðandi komist þar færri að. Þannig er það markmið með hækkun gjaldskrárinnar að auka flæði í stæðunum, þ.e. að hverjum bíl sé lagt í skemmri tíma í einu og þannig komist fleiri að. Því virðist það beinlínis andstætt hagsmunum verslunar við Laugaveg sem verslunareigendur leggja til að gert verði í stað þess að hækka gjöld í stæði, að lækka þau. Vissulega gera sumir verslunarmenn í miðbænum sér grein fyrir þessu þótt hinir hafi hærra. Óvíða munu gjöld vegna bílastæða vera lægri en hér í borginni. Ef gjaldið sem tekur gildi í dag er sett í samhengi við bensínverð til dæmis þá má leggja í um það bil þrjú korter á dýrasta stað fyrir svipaða upphæð og einn lítri af eldsneyti á bílinn kostar. Sumir geta vissulega ekið fáeina tugi kílómetra á einum lítra en flestir talsvert styttra. Það kostar þannig ekki mikið meira að knýja meðalbíl úr úthverfi niður í bæ og aftur til baka en að leggja honum þar í klukkutíma. Bílastæðagjaldið skiptir þannig ekki sköpum í þessu samhengi. Miðbær Reykjavíkur er nú líflegri en verið hefur um langt árabil. Því má meðal annars þakka að gerðar hafa verið ýmsar ráðstafanir til þess að gera hann meira aðlaðandi fyrir gangandi vegfarendur, til dæmis með því að fækka bílastæðum við Laugaveg og auka rýmið á gangstéttunum. Það ætti að skipta máli fyrir verslunina í bænum, ekki síst yfir sumartímann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun
Hækkun á gjaldskrá vegna bílastæða í miðbæ Reykjavíkur tekur gildi í dag. Hækkunin nemur 50 prósentum og nær til meirihluta stæða í miðborg Reykjavíkur. Auk þess hækka gjöld í stæði við sjúkrahúsin í borginni og við Háskólann. Gjaldskrá vegna bílastæða hefur ekki hækkað í meira en áratug og líklega er erfitt að finna aðra þjónustu sem það á við um. Samtök kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg hafa mótmælt hækkuninni harðlega. Þeir kvarta meðal annars undan því að ekki hafi verið haft samráð við hagsmunaaðila í tengslum við hækkanirnar og telja að hækkun gjaldskrárinnar muni leiða til minni verslunar í miðbænum. Í frétt blaðsins á laugardag er haft eftir framkvæmdastjóra samtakanna, Birni Jóni Bragasyni, að hækkanirnar ?munu ekki hafa neitt annað í för með sér heldur en minni verslun?. Hann bendir einnig á að kaupmenn við Laugaveg séu í mikilli samkeppni við verslun á öðrum svæðum á höfuðborgarsvæðinu. Nú er vitað að eftir því sem gjald er lægra í gjaldstæðum er líklegra að bílum sé þar lagt lengur í senn og þar af leiðandi komist þar færri að. Þannig er það markmið með hækkun gjaldskrárinnar að auka flæði í stæðunum, þ.e. að hverjum bíl sé lagt í skemmri tíma í einu og þannig komist fleiri að. Því virðist það beinlínis andstætt hagsmunum verslunar við Laugaveg sem verslunareigendur leggja til að gert verði í stað þess að hækka gjöld í stæði, að lækka þau. Vissulega gera sumir verslunarmenn í miðbænum sér grein fyrir þessu þótt hinir hafi hærra. Óvíða munu gjöld vegna bílastæða vera lægri en hér í borginni. Ef gjaldið sem tekur gildi í dag er sett í samhengi við bensínverð til dæmis þá má leggja í um það bil þrjú korter á dýrasta stað fyrir svipaða upphæð og einn lítri af eldsneyti á bílinn kostar. Sumir geta vissulega ekið fáeina tugi kílómetra á einum lítra en flestir talsvert styttra. Það kostar þannig ekki mikið meira að knýja meðalbíl úr úthverfi niður í bæ og aftur til baka en að leggja honum þar í klukkutíma. Bílastæðagjaldið skiptir þannig ekki sköpum í þessu samhengi. Miðbær Reykjavíkur er nú líflegri en verið hefur um langt árabil. Því má meðal annars þakka að gerðar hafa verið ýmsar ráðstafanir til þess að gera hann meira aðlaðandi fyrir gangandi vegfarendur, til dæmis með því að fækka bílastæðum við Laugaveg og auka rýmið á gangstéttunum. Það ætti að skipta máli fyrir verslunina í bænum, ekki síst yfir sumartímann.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun