Málar til að halda geðheilsu 27. júlí 2012 06:00 Hjalti P. Finnsson hefur sinnt listinni frá því hann missti vinnuna í hruninu. Hann er vinsæll meðal notenda Facebook samskiptasíðunnar. Hjalti P. Finnsson grafískur hönnuður og listamaður efndi nýverið til leiks á Facebook þar sem notendum samskiptasíðunnar gefst kostur á að vinna verk eftir listamanninn. Leikurinn hefur vakið mikla athygli og komið Hjalta nokkuð á óvart. Hjalti stundaði nám í grafískri hönnun við Danmarks Designskole og starfaði við fagið þar til hann missti vinnuna í kjölfar hrunsins. Hann ákvað þá að snúa sér alfarið að myndlist og hefur nú sinnt henni í tæp þrjú ár. „Mig langaði alltaf að verða listamaður en lét skynsemina ráða og fór í grafíska hönnun því ekki getur maður lifað á listinni," segir Hjalti hlæjandi og bætir við: „Ég byrjaði á þessu eftir að ég missti vinnuna og gerði þetta fyrst og fremst til að halda geðheilsunni. Ég hafði upplifað atvinnuleysi áður og vildi ekki sökkva í vonleysið aftur." Verk Hjalta eru klippimyndir og er markmið hans með listinni að skapa frásögn, en ekki endilega heildstæða sögu. Verkin minna um margt á verk listamannsins Errós og kannast Hjalti vel við þá samlíkingu. „Ég hef verið hrifinn af verkum hans alveg frá því ég var barn og stúderað Erró í mörg ár. Það mætti kannski segja að við notum sama tungumálið í verkum okkar en við erum ekki að skrifa sömu bókina. Þeir sem þekkja aðeins lítillega til Errós setja gjarnan sama sem merki á milli okkar en þeir sem þekkja verk hans vel greina strax mun." Inntur eftir því hvort samlíkingin við Erró hafi reynst honum vel segir Hjalti hana vera tvíeggjað sverð. „Hún hefur hjálpað þannig að fólk þekkir stílinn og er hrifið af honum en hamlað mér á þann hátt að fólk heldur stundum að ég sé að herma eftir honum."- sm Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Hjalti P. Finnsson grafískur hönnuður og listamaður efndi nýverið til leiks á Facebook þar sem notendum samskiptasíðunnar gefst kostur á að vinna verk eftir listamanninn. Leikurinn hefur vakið mikla athygli og komið Hjalta nokkuð á óvart. Hjalti stundaði nám í grafískri hönnun við Danmarks Designskole og starfaði við fagið þar til hann missti vinnuna í kjölfar hrunsins. Hann ákvað þá að snúa sér alfarið að myndlist og hefur nú sinnt henni í tæp þrjú ár. „Mig langaði alltaf að verða listamaður en lét skynsemina ráða og fór í grafíska hönnun því ekki getur maður lifað á listinni," segir Hjalti hlæjandi og bætir við: „Ég byrjaði á þessu eftir að ég missti vinnuna og gerði þetta fyrst og fremst til að halda geðheilsunni. Ég hafði upplifað atvinnuleysi áður og vildi ekki sökkva í vonleysið aftur." Verk Hjalta eru klippimyndir og er markmið hans með listinni að skapa frásögn, en ekki endilega heildstæða sögu. Verkin minna um margt á verk listamannsins Errós og kannast Hjalti vel við þá samlíkingu. „Ég hef verið hrifinn af verkum hans alveg frá því ég var barn og stúderað Erró í mörg ár. Það mætti kannski segja að við notum sama tungumálið í verkum okkar en við erum ekki að skrifa sömu bókina. Þeir sem þekkja aðeins lítillega til Errós setja gjarnan sama sem merki á milli okkar en þeir sem þekkja verk hans vel greina strax mun." Inntur eftir því hvort samlíkingin við Erró hafi reynst honum vel segir Hjalti hana vera tvíeggjað sverð. „Hún hefur hjálpað þannig að fólk þekkir stílinn og er hrifið af honum en hamlað mér á þann hátt að fólk heldur stundum að ég sé að herma eftir honum."- sm
Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira