Lauflétt um lífshamingjuna 27. júlí 2012 06:00 Hvað veitir þér lífshamingju? Ef svarið þitt er að fylgjast með sápuóperum og bresku konungsfjölskyldunni, þá eigum við ekki skap saman. Þér er þó vorkunn því það er merkilega erfitt að svara þessari spurningu án umhugsunar. Ég átti í það minnsta erfitt með það þegar hún var borin undir mig fyrir skömmu. Merkilega erfitt segi ég því hamingja er alveg við toppinn á lista okkar flestra yfir það sem við sækjumst eftir í lífinu. Augljósa svarið er líklega góðu hlutirnir. Rauðbleik nautasteik og rauðvín. Heitt freyðibað og heilnudd. Sofa út og slappa af. Hvað sem kveikir í þér. Þetta svar er þó ekki fullnægjandi því eintóm sætindi fara illa með tennurnar. Þess sætasta nýtur þú fyrst til fulls þegar þú hefur kynnst hinu súra. Ein kenning er því sú að lífshamingja byggi þvert á móti á aga. Leggja skuli hart að sér og neita sér um freistingar. Það byggi upp sterkan persónuleika og þá sjaldan sem maður leyfi sér eitthvað verði það þeim mun sætara. Ef marka má ævisögu Steve Jobs lifði sá snillingur í samræmi við þessa speki. Hann virkaði þó reyndar ekki á mig sem sérstaklega hamingjusamur gaur (Siri gat ekki staðfest það, ég spurði). Í þessu er þó sannleikskorn, maður getur leyft sér að njóta helgarinnar ögn betur hafi maður ræktað musterið í vinnuvikunni. Önnur kenning er sú að ánægja felist í því að klára það sem maður tekur sér fyrir hendur. Undir það geta væntanlega flestir tekið sem hafa klárað krefjandi verkefni og verið stoltir af vinnu sinni. Í gær fór ég einmitt út og kláraði hamborgaramáltíð. Þá leið mér leið vel. Stundum virðist reyndar ánægjan felast í vinnunni sjálfri fremur en afrakstrinum. Ferðalaginu, ekki áfangastaðnum. Slík ánægja er þó væntanlega skilyrt; verkefnið verður að vera spennandi. Ég efast um að ræstingafólk í klámbíóum – versta vinna í heimi samkvæmt Google – ljómi af sjálfsvirðingu eftir dag á skrifstofunni. Niðurstaðan er því elsta ráð í heimi; verðu tíma þínum í það sem þú hefur einlægan áhuga á og telur virðingarvert. Loks segja margir að lífshamingja fáist með því að deila jákvæðum og skemmtilegum upplifunum með félögum og ástvinum. Ég held að það sé mikið til í því, í það minnsta tengist engin af mínum eftirminnilegustu minningum einveru. Ég er fyrir löngu búinn að bæla þær allar niður. Hvert er þá svarið? Jú, væntanlega að taka sér fyrir hendur spennandi verkefni og vinna þau vel, í góðra vina hópi. Þess á milli að njóta góðu hlutanna í lífinu, hóflega og í góðra vina hópi. Þá ætti manni að líða vel. En þú þurftir kannski ekki að lesa þennan pistil til að vita það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun
Hvað veitir þér lífshamingju? Ef svarið þitt er að fylgjast með sápuóperum og bresku konungsfjölskyldunni, þá eigum við ekki skap saman. Þér er þó vorkunn því það er merkilega erfitt að svara þessari spurningu án umhugsunar. Ég átti í það minnsta erfitt með það þegar hún var borin undir mig fyrir skömmu. Merkilega erfitt segi ég því hamingja er alveg við toppinn á lista okkar flestra yfir það sem við sækjumst eftir í lífinu. Augljósa svarið er líklega góðu hlutirnir. Rauðbleik nautasteik og rauðvín. Heitt freyðibað og heilnudd. Sofa út og slappa af. Hvað sem kveikir í þér. Þetta svar er þó ekki fullnægjandi því eintóm sætindi fara illa með tennurnar. Þess sætasta nýtur þú fyrst til fulls þegar þú hefur kynnst hinu súra. Ein kenning er því sú að lífshamingja byggi þvert á móti á aga. Leggja skuli hart að sér og neita sér um freistingar. Það byggi upp sterkan persónuleika og þá sjaldan sem maður leyfi sér eitthvað verði það þeim mun sætara. Ef marka má ævisögu Steve Jobs lifði sá snillingur í samræmi við þessa speki. Hann virkaði þó reyndar ekki á mig sem sérstaklega hamingjusamur gaur (Siri gat ekki staðfest það, ég spurði). Í þessu er þó sannleikskorn, maður getur leyft sér að njóta helgarinnar ögn betur hafi maður ræktað musterið í vinnuvikunni. Önnur kenning er sú að ánægja felist í því að klára það sem maður tekur sér fyrir hendur. Undir það geta væntanlega flestir tekið sem hafa klárað krefjandi verkefni og verið stoltir af vinnu sinni. Í gær fór ég einmitt út og kláraði hamborgaramáltíð. Þá leið mér leið vel. Stundum virðist reyndar ánægjan felast í vinnunni sjálfri fremur en afrakstrinum. Ferðalaginu, ekki áfangastaðnum. Slík ánægja er þó væntanlega skilyrt; verkefnið verður að vera spennandi. Ég efast um að ræstingafólk í klámbíóum – versta vinna í heimi samkvæmt Google – ljómi af sjálfsvirðingu eftir dag á skrifstofunni. Niðurstaðan er því elsta ráð í heimi; verðu tíma þínum í það sem þú hefur einlægan áhuga á og telur virðingarvert. Loks segja margir að lífshamingja fáist með því að deila jákvæðum og skemmtilegum upplifunum með félögum og ástvinum. Ég held að það sé mikið til í því, í það minnsta tengist engin af mínum eftirminnilegustu minningum einveru. Ég er fyrir löngu búinn að bæla þær allar niður. Hvert er þá svarið? Jú, væntanlega að taka sér fyrir hendur spennandi verkefni og vinna þau vel, í góðra vina hópi. Þess á milli að njóta góðu hlutanna í lífinu, hóflega og í góðra vina hópi. Þá ætti manni að líða vel. En þú þurftir kannski ekki að lesa þennan pistil til að vita það.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun