ÓL-Pistill: Ég keppi í eltingaleik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. júlí 2012 07:00 Mynd/Nordic Photos/Getty Í dag verða Ólympíuleikarnir settir og er ekki annað að sjá en að allt sé til reiðu hjá Bretunum. Þetta er mesta íþróttahátíð heimsins og teljast Ólympíuleikarnir til heimsviðburða, hvort sem er á sviði íþróttanna eða ekki. Hér eru allir bestu íþróttamenn heims samankomnir en þó svo að athyglin beinist að þeim sem keppa um verðlaunin er sjálft íþróttafólkið aðeins brotabrot af þeim gríðarmikla fjölda sem tengist Ólympíuleikunum á einn eða annan hátt. Ég er nú búinn að vera hér í Lundúnum í tvo daga og því rétt svo byrjaður að kynnast starfseminni – þá helst þeirri sem snýr að fjölmiðlamönnum. Og það fyrsta sem mér datt í hug við komuna hingað í Ólympíugarðinn er hvernig í ósköpunum mönnum tókst að skipuleggja þetta allt saman. Umfangið er gríðarlega mikið og við fyrstu sýn einfaldlega yfirþyrmandi. Á aðalsvæðinu, sem nefnist Olympic Park, eru átta leikvangar þar sem keppt er í ellefu íþróttagreinum en þar er líka sjálft Ólympíuþorpið þar sem eru vistaverur íþróttamanna og þeirra fylgifólks. Svæðið er 2,5 ferkílómetrar á stærð eða á við 357 knattspyrnuvelli. Fyrir blaðamenn og ljósmyndara er búið að reisa risastórt hús sem verður minn heimavöllur á meðan á leikunum stendur. Við hliðina á því húsi er annað (og miklu stærra) hús sem er eingöngu fyrir þær sjónvarpsstöðvar sem sýna frá leikunum. Hótelið sem ég dvelst á er miðsvæðis í Lundúnum, í Covent Garden. Í þeirri grennd er Russel Square og er þar búið að koma upp stærðarinnar umferðarmiðstöð þar sem rútur flytja fjölmiðlamenn á keppnisstaðina. Það er nefnilega keppt í 39 íþróttagreinum á leikunum á sautján stöðum víðs vegar um borgina, ef Ólympíugarðurinn er frátalinn. Innan Ólympíugarðsins sjálfs eru svo einnig rútur sem ferja fjölmiðlamenn á milli keppnishalla, enda væri ég líklega um klukkustund að labba í sundhöllina sem er í hinum enda garðsins. Það er þó ekki gert ráð fyrir því að taka rútu í Koparboxið, þar sem riðlakeppni handboltans fer fram, enda í göngufæri. Samt tekur það mig um 20 mínútur að labba þessa leið, sem virtist svo stutt á kortinu sem ég kynnti mér áður en ég hélt utan. Við komuna í blaðamannahöllina fékk ég leiðarvísi fyrir rútusamgöngurnar. Hann er tæplega 200 blaðsíður. En samgöngur fyrir fjölmiðlamenn og aðra starfsmenn eru aðeins brot af þeirri starfsemi sem búið er að setja á laggirnar fyrir leikana en þetta ætti að veita innsýn í hversu mikið umfangið er. Ballið byrjar svo á morgun. Íslendingarnir 27 keppa í samtals sex greinum og í þremur þeirra (badminton, júdó og skotfimi) utan Ólympíugarðsins. Kári Steinn Karlsson keppir svo í maraþoni karla á lokakeppnisdeginum og geri ég nú ekki ráð fyrir að fylgja honum eftir hvert fótmál – nema þá að ég verði í það góðri æfingu eftir að hafa elt uppi hina íslensku keppendurna í rúmar tvær vikur. Pistillinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Van Gerwen lætur „vesalingana“ sem hann spilar við heyra það Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sjá meira
Í dag verða Ólympíuleikarnir settir og er ekki annað að sjá en að allt sé til reiðu hjá Bretunum. Þetta er mesta íþróttahátíð heimsins og teljast Ólympíuleikarnir til heimsviðburða, hvort sem er á sviði íþróttanna eða ekki. Hér eru allir bestu íþróttamenn heims samankomnir en þó svo að athyglin beinist að þeim sem keppa um verðlaunin er sjálft íþróttafólkið aðeins brotabrot af þeim gríðarmikla fjölda sem tengist Ólympíuleikunum á einn eða annan hátt. Ég er nú búinn að vera hér í Lundúnum í tvo daga og því rétt svo byrjaður að kynnast starfseminni – þá helst þeirri sem snýr að fjölmiðlamönnum. Og það fyrsta sem mér datt í hug við komuna hingað í Ólympíugarðinn er hvernig í ósköpunum mönnum tókst að skipuleggja þetta allt saman. Umfangið er gríðarlega mikið og við fyrstu sýn einfaldlega yfirþyrmandi. Á aðalsvæðinu, sem nefnist Olympic Park, eru átta leikvangar þar sem keppt er í ellefu íþróttagreinum en þar er líka sjálft Ólympíuþorpið þar sem eru vistaverur íþróttamanna og þeirra fylgifólks. Svæðið er 2,5 ferkílómetrar á stærð eða á við 357 knattspyrnuvelli. Fyrir blaðamenn og ljósmyndara er búið að reisa risastórt hús sem verður minn heimavöllur á meðan á leikunum stendur. Við hliðina á því húsi er annað (og miklu stærra) hús sem er eingöngu fyrir þær sjónvarpsstöðvar sem sýna frá leikunum. Hótelið sem ég dvelst á er miðsvæðis í Lundúnum, í Covent Garden. Í þeirri grennd er Russel Square og er þar búið að koma upp stærðarinnar umferðarmiðstöð þar sem rútur flytja fjölmiðlamenn á keppnisstaðina. Það er nefnilega keppt í 39 íþróttagreinum á leikunum á sautján stöðum víðs vegar um borgina, ef Ólympíugarðurinn er frátalinn. Innan Ólympíugarðsins sjálfs eru svo einnig rútur sem ferja fjölmiðlamenn á milli keppnishalla, enda væri ég líklega um klukkustund að labba í sundhöllina sem er í hinum enda garðsins. Það er þó ekki gert ráð fyrir því að taka rútu í Koparboxið, þar sem riðlakeppni handboltans fer fram, enda í göngufæri. Samt tekur það mig um 20 mínútur að labba þessa leið, sem virtist svo stutt á kortinu sem ég kynnti mér áður en ég hélt utan. Við komuna í blaðamannahöllina fékk ég leiðarvísi fyrir rútusamgöngurnar. Hann er tæplega 200 blaðsíður. En samgöngur fyrir fjölmiðlamenn og aðra starfsmenn eru aðeins brot af þeirri starfsemi sem búið er að setja á laggirnar fyrir leikana en þetta ætti að veita innsýn í hversu mikið umfangið er. Ballið byrjar svo á morgun. Íslendingarnir 27 keppa í samtals sex greinum og í þremur þeirra (badminton, júdó og skotfimi) utan Ólympíugarðsins. Kári Steinn Karlsson keppir svo í maraþoni karla á lokakeppnisdeginum og geri ég nú ekki ráð fyrir að fylgja honum eftir hvert fótmál – nema þá að ég verði í það góðri æfingu eftir að hafa elt uppi hina íslensku keppendurna í rúmar tvær vikur.
Pistillinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Van Gerwen lætur „vesalingana“ sem hann spilar við heyra það Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sjá meira