Telja að makríllinn kunni að valda búsifjum sjófugla 13. júlí 2012 07:30 Erpur Snær Hansson, sviðsstjóri vistfræðirannsókna hjá Náttúrustofu Suðurlands, segir að margir hallist að þeirri kenningu að ágangur makrílsins geti að miklu leyti útskýrt þær búsifjar sem lundinn og aðrir sjófuglar hafi orðið fyrir síðustu ár. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, er sama sinnis. „Veiðimenn hér eru búnir að vera að tala um það í fjögur ár að makríllinn sé að éta undan lundanum," segir hann. Bæjarstjórinn segist undrast, rétt eins og Erpur Snær, að ekki sé veitt meira fjármagn til rannsókna á áhrifunum sem fylgja því þegar rúmlega milljón tonna makrílstofn berst inn í íslenska lögsögu. „Okkur finnst það grætilegt að það sé ekki lögð meiri alvara í að rannsaka lífríki sjávar. Þá í Þekkingarsetri Vestmannaeyja klæjar í fingurna að fá að rannsaka þetta en útlitið er ekki gott því á sama tíma berst Náttúrustofa Suðurlands í bökkum vegna niðurskurðar á fjárframlögum frá ríkinu," segir bæjarstjórinn. Hann segir enn fremur að setja eigi í forgang málefni er varða þessa undirstöðuatvinnugrein. „Við bjóðum alla okkar aðstoð í slíkar rannsóknir, okkur ber líka skylda til þess því makríllinn er orðinn ein af stoðunum undir atvinnulífinu hér en á sama tíma og við gleðjumst yfir því þykir okkur grætilegt hve illa gengur hjá lundanum og það er algjör firra að skrifa þá illgengni á reikning veiðimanna með háfa. Það er eitthvað annað að gerast sem veldur þessu." Hann segir að í raun sé þó nokkur fjöldi lunda í Eyjum en að lítið beri á ungfuglinum sem greinilega eigi í erfiðri lífsbaráttu. Magnús Kr. Guðmundsson, skipstjóri á hvalaskoðunarbátnum Rósinni, segist heldur ekki fara varhluta af áhrifum makrílgöngunnar. „Það er erfiðara að sjá hrefnu eftir að makríllinn ruddist inn flóann," segir hann. Fréttablaðið hefur sagt frá því að hrefnuveiðimenn íhugi að hverfa með skip sitt úr Faxaflóanum þar sem minna æti sé eftir fyrir hrefnuna þar. Reyndar nærist hrefna einnig á makríl ef í harðbakka slær en þá er svo mikil hreyfing á henni að nær vonlaust er fyrir veiðimenn að eiga við hana. Ekki eru þó allir ósáttir við ágang makrílsins en síðustu daga hafa fjölmargir lagt leið sína niður á höfn á Reykjanesi, Akranesi, í Hafnarfirði, Reykjavík og víðar með stöng í hendi og mokað upp makríl. jse@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Erpur Snær Hansson, sviðsstjóri vistfræðirannsókna hjá Náttúrustofu Suðurlands, segir að margir hallist að þeirri kenningu að ágangur makrílsins geti að miklu leyti útskýrt þær búsifjar sem lundinn og aðrir sjófuglar hafi orðið fyrir síðustu ár. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, er sama sinnis. „Veiðimenn hér eru búnir að vera að tala um það í fjögur ár að makríllinn sé að éta undan lundanum," segir hann. Bæjarstjórinn segist undrast, rétt eins og Erpur Snær, að ekki sé veitt meira fjármagn til rannsókna á áhrifunum sem fylgja því þegar rúmlega milljón tonna makrílstofn berst inn í íslenska lögsögu. „Okkur finnst það grætilegt að það sé ekki lögð meiri alvara í að rannsaka lífríki sjávar. Þá í Þekkingarsetri Vestmannaeyja klæjar í fingurna að fá að rannsaka þetta en útlitið er ekki gott því á sama tíma berst Náttúrustofa Suðurlands í bökkum vegna niðurskurðar á fjárframlögum frá ríkinu," segir bæjarstjórinn. Hann segir enn fremur að setja eigi í forgang málefni er varða þessa undirstöðuatvinnugrein. „Við bjóðum alla okkar aðstoð í slíkar rannsóknir, okkur ber líka skylda til þess því makríllinn er orðinn ein af stoðunum undir atvinnulífinu hér en á sama tíma og við gleðjumst yfir því þykir okkur grætilegt hve illa gengur hjá lundanum og það er algjör firra að skrifa þá illgengni á reikning veiðimanna með háfa. Það er eitthvað annað að gerast sem veldur þessu." Hann segir að í raun sé þó nokkur fjöldi lunda í Eyjum en að lítið beri á ungfuglinum sem greinilega eigi í erfiðri lífsbaráttu. Magnús Kr. Guðmundsson, skipstjóri á hvalaskoðunarbátnum Rósinni, segist heldur ekki fara varhluta af áhrifum makrílgöngunnar. „Það er erfiðara að sjá hrefnu eftir að makríllinn ruddist inn flóann," segir hann. Fréttablaðið hefur sagt frá því að hrefnuveiðimenn íhugi að hverfa með skip sitt úr Faxaflóanum þar sem minna æti sé eftir fyrir hrefnuna þar. Reyndar nærist hrefna einnig á makríl ef í harðbakka slær en þá er svo mikil hreyfing á henni að nær vonlaust er fyrir veiðimenn að eiga við hana. Ekki eru þó allir ósáttir við ágang makrílsins en síðustu daga hafa fjölmargir lagt leið sína niður á höfn á Reykjanesi, Akranesi, í Hafnarfirði, Reykjavík og víðar með stöng í hendi og mokað upp makríl. jse@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira