Íslensk útgáfa af Master Chef í loftið í lok ársins Álfrún Pálsdóttir skrifar 5. júlí 2012 11:15 „Matreiðsluþættir virðast alltaf hitta í mark hér á landi, hjá ungum sem öldnum," segir Þór Freysson, framleiðandi hjá Saga Film sem hefur veg og vanda að íslenskri útgáfu af MasterChef sem verða á dagskrá Stöðvar 2 í lok árs. MasterChef eru þekktir raunveruleikaþættir þar sem áhugakokkar spreyta sig við eldavélina í kapp við tímann um leið og þeir þurfa að heilla dómnefnd. Dómnefnd íslensku útgáfunnar skipa þau Friðrika Hjördís Geirsdóttir sjónvarpskokkur, Eyþór Rúnarsson, kokkur á Nauthól, og Ólafur Örn Ólafsson, yfirþjónn á Hótel Marína. Þór segir Saga Film lengi hafa viljað gera íslenska útgáfu af kokkaþættinum vinsæla og hefur trú á að það leynist margir áhugakokkar á íslenskum heimilum sem vilji láta ljós sitt skína í sjónvarpi. „Við höfum verið að undirbúa þetta í tvö ár núna og höfum fulla trú á að þetta verði vinsælt hjá sjónvarpsáhorfendum. Þetta hefur allt sem til þarf, dramatík, tímaþrautir og girnilegan mat," segir Þór en tökur hefjast í ágúst. Íslenska MasterChef verður níu þátta sería sem byrjar á vinnubúðum fyrir stóran hluta umsækjenda. Af þeim verða svo 30 manns boðið í áheyrendaprufur. Prufurnar svipa til Idol-þáttanna nema í stað þess að syngja þá er eldað. „Þá mæta þátttakendur með tilbúinn rétt fyrir dómnefndina. Af þessum 30 manna hóp komast svo átta í úrslit en þá hefst útsláttur. Að lokum standa svo tveir eftir í úrslitaþættinum." Enginn kynnir verður á MasterChef en Þór segir dómnefndina fá stærra hlutverk fyrir vikið. Þau Friðrika, Eyþór og Ólafur eiga að keyra þáttinn áfram og fá það vandasama hlutverk að miðla matarupplifuninni áleiðis til áhorfandans heima í stofu. Skráning í þáttinn er hafin hér á Stod2.is og hvetur Þór alla áhuga- og ástríðukokka að skrá sig til leiks en 1 milljón króna er í verðlaunafé. „Þetta er fyrir þá sem hafa gaman af því að elda. Ekki endilega bara flókna rétti heldur líka einfaldan heimilismat fyrir fjölskylduna." Matur Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Sjá meira
„Matreiðsluþættir virðast alltaf hitta í mark hér á landi, hjá ungum sem öldnum," segir Þór Freysson, framleiðandi hjá Saga Film sem hefur veg og vanda að íslenskri útgáfu af MasterChef sem verða á dagskrá Stöðvar 2 í lok árs. MasterChef eru þekktir raunveruleikaþættir þar sem áhugakokkar spreyta sig við eldavélina í kapp við tímann um leið og þeir þurfa að heilla dómnefnd. Dómnefnd íslensku útgáfunnar skipa þau Friðrika Hjördís Geirsdóttir sjónvarpskokkur, Eyþór Rúnarsson, kokkur á Nauthól, og Ólafur Örn Ólafsson, yfirþjónn á Hótel Marína. Þór segir Saga Film lengi hafa viljað gera íslenska útgáfu af kokkaþættinum vinsæla og hefur trú á að það leynist margir áhugakokkar á íslenskum heimilum sem vilji láta ljós sitt skína í sjónvarpi. „Við höfum verið að undirbúa þetta í tvö ár núna og höfum fulla trú á að þetta verði vinsælt hjá sjónvarpsáhorfendum. Þetta hefur allt sem til þarf, dramatík, tímaþrautir og girnilegan mat," segir Þór en tökur hefjast í ágúst. Íslenska MasterChef verður níu þátta sería sem byrjar á vinnubúðum fyrir stóran hluta umsækjenda. Af þeim verða svo 30 manns boðið í áheyrendaprufur. Prufurnar svipa til Idol-þáttanna nema í stað þess að syngja þá er eldað. „Þá mæta þátttakendur með tilbúinn rétt fyrir dómnefndina. Af þessum 30 manna hóp komast svo átta í úrslit en þá hefst útsláttur. Að lokum standa svo tveir eftir í úrslitaþættinum." Enginn kynnir verður á MasterChef en Þór segir dómnefndina fá stærra hlutverk fyrir vikið. Þau Friðrika, Eyþór og Ólafur eiga að keyra þáttinn áfram og fá það vandasama hlutverk að miðla matarupplifuninni áleiðis til áhorfandans heima í stofu. Skráning í þáttinn er hafin hér á Stod2.is og hvetur Þór alla áhuga- og ástríðukokka að skrá sig til leiks en 1 milljón króna er í verðlaunafé. „Þetta er fyrir þá sem hafa gaman af því að elda. Ekki endilega bara flókna rétti heldur líka einfaldan heimilismat fyrir fjölskylduna."
Matur Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Sjá meira