Hugarfarsbreyting í kappi við tímann Ólafur Þ. Stephensen skrifar 4. júlí 2012 06:00 Við skráningu fasteignafélagsins Regins í Kauphöll Íslands hækkar hlutfall kvenna í stjórnum skráðra félaga í 35 prósent. Af fimm stjórnarmönnum í Regin eru fjórar konur. Þetta er mikil breyting frá því sem var fyrir nokkrum árum. Rétt fyrir hrun, árið 2006, voru konur fimm prósent stjórnarmanna í hlutafélögum sem skráð voru í Kauphöllina. Eftir hrun gekk raunar furðuhægt að jafna hlutföll kynjanna í stjórnum fyrirtækja, þrátt fyrir að ágæt rök hafi verið færð fyrir því að meðal annars mætti skýra hrunið með áhættusækni sem ætti rætur sínar í alltof miklu testósteróni í stjórnarherbergjum útrásarfyrirtækjanna. Konum í stjórnum fyrirtækja fækkaði þannig beinlínis þegar litið var á atvinnulífið í heild á milli áranna 2009 og 2010, en stærstu fyrirtækin stóðu sig hins vegar betur í að jafna kynjahlutföllin. Ein ástæða þess að Reginn kemur svona sterkur inn á markaðinn að þessu leyti er að Landsbankinn, sem átti fyrirtækið að stærstum hluta, markaði þá stefnu að í bankanum og dótturfélögum hans skyldi vera sem jafnast hlutfall kynjanna í stjórn. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, hefur fagnað þessari breytingu. Í samtali við Ríkisútvarpið í fyrradag benti hann á að hlutfall kvenna í stjórnum skráðra fyrirtækja væri orðið mun hærra en á alþjóðavísu; í Evrópu væri það innan við 15 prósent. „Þetta er geysilega ánægjulegt og ég tel að það sé vísbending um hugarfarsbreytingu og bætt vinnubrögð," sagði Páll. Það er áreiðanlega rétt hjá forstjóra Kauphallarinnar að hugarfarsbreyting hefur að einhverju leyti orðið í íslenzkum fyrirtækjum og eigendur þeirra og æðstu stjórnendur sækjast í auknum mæli eftir starfskröftum beggja kynja í stjórnunarstöðum. En við skulum ekki gleyma alveg áhrifum nýrrar löggjafar, sem kveður á um að í hlutafélögum yfir ákveðinni stærð skuli hvort kyn að lágmarki skipa 40 prósent stjórnarsæta. Löggjöfin á að taka gildi gagnvart einkafyrirtækjum haustið 2013. Hún hafði lengi hangið yfir hausamótum stjórnenda í atvinnulífinu, en af því að hugarfarsbreytingin var jafnlengi að sýna sig í raunverulegum aðgerðum og raun bar vitni, voru lögin sett. Það er svolítið dapurlegt, en auðvitað ánægjulegt, að lagasetningin skuli nú þegar hafa skilað þessum árangri. Kannski ýtti hún við hugarfari margra eigenda og stjórnenda í fyrirtækjum. Ennþá er hins vegar eftir að fylla mörg stjórnarsæti til að uppfylla skilyrði laganna og í flestum fyrirtækjum er aðeins einn aðalfundur til stefnu. Nú verðum við bara að vona að hugarfarsbreytingin verði að minnsta kosti svo hröð að atvinnulífið verði ekki gripið með allt niður um sig þegar lögin taka gildi. Svo verður auðvitað æsispennandi að sjá hvort allt fer í kalda kol í rekstri fyrirtækjanna þegar kvenfólkinu hefur verið hleypt að stjórnvelinum eða hvort þau verða jafnvel bara heldur betur rekin og skemmtilegra að vinna í þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun
Við skráningu fasteignafélagsins Regins í Kauphöll Íslands hækkar hlutfall kvenna í stjórnum skráðra félaga í 35 prósent. Af fimm stjórnarmönnum í Regin eru fjórar konur. Þetta er mikil breyting frá því sem var fyrir nokkrum árum. Rétt fyrir hrun, árið 2006, voru konur fimm prósent stjórnarmanna í hlutafélögum sem skráð voru í Kauphöllina. Eftir hrun gekk raunar furðuhægt að jafna hlutföll kynjanna í stjórnum fyrirtækja, þrátt fyrir að ágæt rök hafi verið færð fyrir því að meðal annars mætti skýra hrunið með áhættusækni sem ætti rætur sínar í alltof miklu testósteróni í stjórnarherbergjum útrásarfyrirtækjanna. Konum í stjórnum fyrirtækja fækkaði þannig beinlínis þegar litið var á atvinnulífið í heild á milli áranna 2009 og 2010, en stærstu fyrirtækin stóðu sig hins vegar betur í að jafna kynjahlutföllin. Ein ástæða þess að Reginn kemur svona sterkur inn á markaðinn að þessu leyti er að Landsbankinn, sem átti fyrirtækið að stærstum hluta, markaði þá stefnu að í bankanum og dótturfélögum hans skyldi vera sem jafnast hlutfall kynjanna í stjórn. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, hefur fagnað þessari breytingu. Í samtali við Ríkisútvarpið í fyrradag benti hann á að hlutfall kvenna í stjórnum skráðra fyrirtækja væri orðið mun hærra en á alþjóðavísu; í Evrópu væri það innan við 15 prósent. „Þetta er geysilega ánægjulegt og ég tel að það sé vísbending um hugarfarsbreytingu og bætt vinnubrögð," sagði Páll. Það er áreiðanlega rétt hjá forstjóra Kauphallarinnar að hugarfarsbreyting hefur að einhverju leyti orðið í íslenzkum fyrirtækjum og eigendur þeirra og æðstu stjórnendur sækjast í auknum mæli eftir starfskröftum beggja kynja í stjórnunarstöðum. En við skulum ekki gleyma alveg áhrifum nýrrar löggjafar, sem kveður á um að í hlutafélögum yfir ákveðinni stærð skuli hvort kyn að lágmarki skipa 40 prósent stjórnarsæta. Löggjöfin á að taka gildi gagnvart einkafyrirtækjum haustið 2013. Hún hafði lengi hangið yfir hausamótum stjórnenda í atvinnulífinu, en af því að hugarfarsbreytingin var jafnlengi að sýna sig í raunverulegum aðgerðum og raun bar vitni, voru lögin sett. Það er svolítið dapurlegt, en auðvitað ánægjulegt, að lagasetningin skuli nú þegar hafa skilað þessum árangri. Kannski ýtti hún við hugarfari margra eigenda og stjórnenda í fyrirtækjum. Ennþá er hins vegar eftir að fylla mörg stjórnarsæti til að uppfylla skilyrði laganna og í flestum fyrirtækjum er aðeins einn aðalfundur til stefnu. Nú verðum við bara að vona að hugarfarsbreytingin verði að minnsta kosti svo hröð að atvinnulífið verði ekki gripið með allt niður um sig þegar lögin taka gildi. Svo verður auðvitað æsispennandi að sjá hvort allt fer í kalda kol í rekstri fyrirtækjanna þegar kvenfólkinu hefur verið hleypt að stjórnvelinum eða hvort þau verða jafnvel bara heldur betur rekin og skemmtilegra að vinna í þeim.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun