"Takk“ Erla Hlynsdóttir skrifar 3. júlí 2012 08:15 Einu sinni var pínulítið konungsríki norður í höfum. Þetta var samt ekkert venjulegt konungsríki því þarna hafði átt sér stað lýðræðisbylting og þess vegna fékk þjóðin að kjósa. Eitt sinn, þegar sami konungur hafði ríkt í 16 ár, ákváðu þrjár prinsessur og tveir prinsar, hvert fyrir sig, að steypa honum af stóli. Fyrstan skal nefna norska prinsinn. Hann sagði tíma til kominn fyrir sig að snúa heim og byggja upp samfélagið í litla ríkinu. „Ég vil leggja hönd á plóg," sagði hann með norskum hreim. Lögfræðiprinsessan kom önnur. Hún sagði mikilvægt að drottning landsins væri málsvari mannréttinda og lýðræðis: „Ég er óhrædd á þeim vettvangi." Þá var komið að sjónvarpsprinsessunni. Hún sagði að drottning landsins ætti ekki að taka afstöðu í einu eða neinu. „Sameinumst," sagði prinsessan. Jarðfræðiprinsinn var fjórði. Hann var sannfærður um að hann gæti beint samfélaginu „eitthvað á réttari brautir," og bætti við: „Ég held að ég geti gert samfélaginu gagn." Baráttuprinsessan var síðust til að gefa kost á sér. Hún sagði kosningarnar snúast um traust. „Ég tel að mjög stór hluti þjóðarinnar treysti mér," sagði hún. Brátt leið að kjördegi þegar allir þúsund íbúar ríkisins greiddu atkvæði og konungurinn var endurkjörinn. Hann sagði um sín 530 atkvæði: „Ég er þakklátur fyrir þessa afgerandi niðurstöðu." En það voru fleiri þakklátir. Lögfræðiprinsessan fékk 26 atkvæði. Hún sagðist ekki sjá eftir neinu og þakkaði fyrir stuðninginn. „Ég er mjög þakklát," sagði hún. Norski prinsinn var kátur með sín 10 atkvæði. Honum fannst forréttindi fyrir sig og konuna sína að taka þátt í kosningabaráttunni: „Vonandi verðum við betra fólk fyrir vikið." Baráttuprinsessan fékk 18 atkvæði og var glöð. Hún túlkaði yfirburði konungsins þannig að fólk væri að kjósa með auknu beinu lýðræði: „Það er það sem ég vel að sjá út úr þessu og það vekur með mér von." Jarðfræðiprinsinn fékk 86 atkvæði. Hann sagðist fullur eldmóðs eftir baráttuna, vera kominn með „blóð á aðra vígtönnina" og ætla í framtíðinni að verða enn gildari í samfélagsumræðunni. Sjónvarpsprinsessan fékk 330 atkvæði og fannst alveg hreint „frábært að ná þriðjungi atkvæða." Hún var þakklát: „Ég get ekki annað en verið glöð." Það er þannig sem hún endar, sagan af kosningunum í konungsríkinu litla norður í höfum. Prinsarnir sem töpuðu voru himinlifandi og prinsessurnar sem töpuðu voru himinlifandi. Og öll lifðu þau hamingjusöm til æviloka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Hlynsdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun
Einu sinni var pínulítið konungsríki norður í höfum. Þetta var samt ekkert venjulegt konungsríki því þarna hafði átt sér stað lýðræðisbylting og þess vegna fékk þjóðin að kjósa. Eitt sinn, þegar sami konungur hafði ríkt í 16 ár, ákváðu þrjár prinsessur og tveir prinsar, hvert fyrir sig, að steypa honum af stóli. Fyrstan skal nefna norska prinsinn. Hann sagði tíma til kominn fyrir sig að snúa heim og byggja upp samfélagið í litla ríkinu. „Ég vil leggja hönd á plóg," sagði hann með norskum hreim. Lögfræðiprinsessan kom önnur. Hún sagði mikilvægt að drottning landsins væri málsvari mannréttinda og lýðræðis: „Ég er óhrædd á þeim vettvangi." Þá var komið að sjónvarpsprinsessunni. Hún sagði að drottning landsins ætti ekki að taka afstöðu í einu eða neinu. „Sameinumst," sagði prinsessan. Jarðfræðiprinsinn var fjórði. Hann var sannfærður um að hann gæti beint samfélaginu „eitthvað á réttari brautir," og bætti við: „Ég held að ég geti gert samfélaginu gagn." Baráttuprinsessan var síðust til að gefa kost á sér. Hún sagði kosningarnar snúast um traust. „Ég tel að mjög stór hluti þjóðarinnar treysti mér," sagði hún. Brátt leið að kjördegi þegar allir þúsund íbúar ríkisins greiddu atkvæði og konungurinn var endurkjörinn. Hann sagði um sín 530 atkvæði: „Ég er þakklátur fyrir þessa afgerandi niðurstöðu." En það voru fleiri þakklátir. Lögfræðiprinsessan fékk 26 atkvæði. Hún sagðist ekki sjá eftir neinu og þakkaði fyrir stuðninginn. „Ég er mjög þakklát," sagði hún. Norski prinsinn var kátur með sín 10 atkvæði. Honum fannst forréttindi fyrir sig og konuna sína að taka þátt í kosningabaráttunni: „Vonandi verðum við betra fólk fyrir vikið." Baráttuprinsessan fékk 18 atkvæði og var glöð. Hún túlkaði yfirburði konungsins þannig að fólk væri að kjósa með auknu beinu lýðræði: „Það er það sem ég vel að sjá út úr þessu og það vekur með mér von." Jarðfræðiprinsinn fékk 86 atkvæði. Hann sagðist fullur eldmóðs eftir baráttuna, vera kominn með „blóð á aðra vígtönnina" og ætla í framtíðinni að verða enn gildari í samfélagsumræðunni. Sjónvarpsprinsessan fékk 330 atkvæði og fannst alveg hreint „frábært að ná þriðjungi atkvæða." Hún var þakklát: „Ég get ekki annað en verið glöð." Það er þannig sem hún endar, sagan af kosningunum í konungsríkinu litla norður í höfum. Prinsarnir sem töpuðu voru himinlifandi og prinsessurnar sem töpuðu voru himinlifandi. Og öll lifðu þau hamingjusöm til æviloka.