Útskriftarverkefni verður heil teiknimyndasería 28. júní 2012 11:00 „Myndin var mjög áberandi og fólk talaði mikið um hana," segir leikstjórinn Þorvaldur S. Gunnarsson. Kynningarstikla teiknimyndarinnar Space Stallions var á dögunum sýnd á frönsku teiknimyndahátíðinni Annecy, sem er ein sú stærsta sinnar tegundar í heimi. Space Stallions var útskriftarverkefni Þorvalds frá skólanum Animation Workshop í Víborg í Danmörku og er teiknimynd í anda níunda áratugarins. Kynningarstiklan hefur slegið í gegn á Youtube og fengið yfir 500 þúsund áhorf frá því í lok janúar. Framleiðslufyrirtækið Gunhil, sem samanstendur af Gunnari Karlssyni, Hauki Sigurjónssyni og Hilmari Sigurðssyni hafa tekið að sér að þróa sjónvarpsþætti byggða á Space Stallions. „Þeir eru með stórar hugmyndir," segir Þorvaldur en Gunhil kynnir þættina á hátíðinni Cartoon Forum í Toulouse í Frakklandi í september. „Útsendarar frá öllum sjónvarpsstöðvum í Evrópu og Bandaríkjunum eru að leita sér að framleiðsluverkefnum þarna, svo þetta er stórt tækifæri." Helmingur þeirra sem unnu að verkefninu voru Íslendingar. Þorvaldur leikstýrði, Ágúst Kristinsson var listrænn stjórnandi og Arna Snæbjörnsdóttir stýrði hreyfimyndagerðinni. Þorvaldur og Ágúst eru einu meðlimir hópsins sem vinna að verkefninu í dag og hafa skrifað handrit að fyrsta þætti í sjónvarpsseríu sem verður kynnt fyrir sjónvarpsstöðvum í Frakklandi í haust. Friðfinnur Oculus Sigurðsson, sem sá um tónlist verkefnisins, og Eirik Sördal lögðu hönd á plóg við skrifin. Á Annecy hitti Þorvaldur einn framleiðenda sjónvarpsþáttanna Family Guy og er hún mjög spennt fyrir verkefninu. „Hún stofnaði aðdáendasíðu á Facebook fyrir okkur þegar verkefnið kom á netið og hefur verið hjálpleg að koma okkur í samband við fólk og láta okkur lesa ýmis handrit," segir Þorvaldur. Aðspurður hvenær þættirnir eru væntanlegir segir hann það óvíst enda mikið ferli framundan. hallfridur@frettabladid.is Menning Mest lesið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Myndin var mjög áberandi og fólk talaði mikið um hana," segir leikstjórinn Þorvaldur S. Gunnarsson. Kynningarstikla teiknimyndarinnar Space Stallions var á dögunum sýnd á frönsku teiknimyndahátíðinni Annecy, sem er ein sú stærsta sinnar tegundar í heimi. Space Stallions var útskriftarverkefni Þorvalds frá skólanum Animation Workshop í Víborg í Danmörku og er teiknimynd í anda níunda áratugarins. Kynningarstiklan hefur slegið í gegn á Youtube og fengið yfir 500 þúsund áhorf frá því í lok janúar. Framleiðslufyrirtækið Gunhil, sem samanstendur af Gunnari Karlssyni, Hauki Sigurjónssyni og Hilmari Sigurðssyni hafa tekið að sér að þróa sjónvarpsþætti byggða á Space Stallions. „Þeir eru með stórar hugmyndir," segir Þorvaldur en Gunhil kynnir þættina á hátíðinni Cartoon Forum í Toulouse í Frakklandi í september. „Útsendarar frá öllum sjónvarpsstöðvum í Evrópu og Bandaríkjunum eru að leita sér að framleiðsluverkefnum þarna, svo þetta er stórt tækifæri." Helmingur þeirra sem unnu að verkefninu voru Íslendingar. Þorvaldur leikstýrði, Ágúst Kristinsson var listrænn stjórnandi og Arna Snæbjörnsdóttir stýrði hreyfimyndagerðinni. Þorvaldur og Ágúst eru einu meðlimir hópsins sem vinna að verkefninu í dag og hafa skrifað handrit að fyrsta þætti í sjónvarpsseríu sem verður kynnt fyrir sjónvarpsstöðvum í Frakklandi í haust. Friðfinnur Oculus Sigurðsson, sem sá um tónlist verkefnisins, og Eirik Sördal lögðu hönd á plóg við skrifin. Á Annecy hitti Þorvaldur einn framleiðenda sjónvarpsþáttanna Family Guy og er hún mjög spennt fyrir verkefninu. „Hún stofnaði aðdáendasíðu á Facebook fyrir okkur þegar verkefnið kom á netið og hefur verið hjálpleg að koma okkur í samband við fólk og láta okkur lesa ýmis handrit," segir Þorvaldur. Aðspurður hvenær þættirnir eru væntanlegir segir hann það óvíst enda mikið ferli framundan. hallfridur@frettabladid.is
Menning Mest lesið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Fleiri fréttir Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira