Útlendingar vita ekkert Kolbeinn Óttarsson skrifar 26. júní 2012 09:30 Við Íslendingar erum um margt sérkennilegur hópur. Ekki skortir okkur sjálfsálitið og við virðumst trúa því að við gerum allt öðrum betur. Meira að segja hrunið okkar var mest og best. Og, eðli málsins samkvæmt, vitum við allra best hvað okkur sjálfum er fyrir bestu, hvernig ástandið er hér í raun, hvað er vel gert og hvað illa. Þetta væri hið besta mál ef við værum dugleg í sjálfskoðun, ræktuðum hugann gerðum siðferðisleg reikningsskil reglulega. Það gerum við hins vegar ekki, síður en svo. Við veifuðum rannsóknarskýrslu Alþingis eins og hjálpræði voru fyrst eftir að hún kom út, en svo fennti yfir hana og gagnrýnin gleymdist. Aftur vitum við allt best. Gagnrýni útlendinga fyrir hrun fékk ekki háa einkunn hjá Íslendingum. Við fussuðum og sveiuðum yfir vankunnáttu þessa forpokaða fólks sem ekki skildi okkar innsta eðli. Dönsk gagnrýni skrifaðist á öfund og bresk á ótta. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, ráðherra Sjálfstæðisflokksins, ráðlagði þeim útlendingum sem gagnrýndu loftbólu íslensks efnahags að fara á endurmenntunarnámskeið. Og ekki dró Ólafur Ragnar Grímsson forseti af sér við viðhald mýtunnar um einstakt eðli Íslendinga sem aðrar þjóðir skildu ekki. Hrunið er nú frá og háir og lágir hafa fengið sinn kattarþvott. Íslendingar standa eftir hreinir og stroknir og tilbúnir til að takast á við verkefni dagsins á ný. Og þau felast meðal annars í því að skella skollaeyrum við því sem útlendingar segja. Nú ber hins vegar svo við að útlendingarnir eru bara nokkuð ánægðir með það sem þeir sjá hér á landi ísa. Hagfræðingar, viðskiptafræðingar, stjórnmálamenn, bankamenn; fjöldi fólks hefur lokið lofsorði á þann viðsnúning sem hér hefur orðið í íslensku efnahagslífi. Þeir hafa sagt að það að fara úr 216 milljarða króna halla á ríkissjóði árið 2009 í jöfnuð árið 2014, sem öll teikn á lofti eru um að náist, sé harla gott. Nýlegt skuldabréfaútboð íslenska ríkisins sýnir einnig að trúin á íslenskt efnahagslíf hefur styrkst til muna. Í útlöndum. Ekki á Íslandi. Vissulega er margt gagnrýnivert við það hvernig tekið hefur verið á málum eftir hrun. Fjölmargt. Það eru hins vegar ótal jákvæð teikn á lofti, hverju sem það er að þakka. Séu erlendir spekingar duglegir við að hrósa þér fyrir hvað þú hefur gert, má færa rök fyrir því að það sé ágætlega gert. Glöggt er gests augað segir góður og gegn íslenskur málsháttur. Hann er nú í gleymsku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Við Íslendingar erum um margt sérkennilegur hópur. Ekki skortir okkur sjálfsálitið og við virðumst trúa því að við gerum allt öðrum betur. Meira að segja hrunið okkar var mest og best. Og, eðli málsins samkvæmt, vitum við allra best hvað okkur sjálfum er fyrir bestu, hvernig ástandið er hér í raun, hvað er vel gert og hvað illa. Þetta væri hið besta mál ef við værum dugleg í sjálfskoðun, ræktuðum hugann gerðum siðferðisleg reikningsskil reglulega. Það gerum við hins vegar ekki, síður en svo. Við veifuðum rannsóknarskýrslu Alþingis eins og hjálpræði voru fyrst eftir að hún kom út, en svo fennti yfir hana og gagnrýnin gleymdist. Aftur vitum við allt best. Gagnrýni útlendinga fyrir hrun fékk ekki háa einkunn hjá Íslendingum. Við fussuðum og sveiuðum yfir vankunnáttu þessa forpokaða fólks sem ekki skildi okkar innsta eðli. Dönsk gagnrýni skrifaðist á öfund og bresk á ótta. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, ráðherra Sjálfstæðisflokksins, ráðlagði þeim útlendingum sem gagnrýndu loftbólu íslensks efnahags að fara á endurmenntunarnámskeið. Og ekki dró Ólafur Ragnar Grímsson forseti af sér við viðhald mýtunnar um einstakt eðli Íslendinga sem aðrar þjóðir skildu ekki. Hrunið er nú frá og háir og lágir hafa fengið sinn kattarþvott. Íslendingar standa eftir hreinir og stroknir og tilbúnir til að takast á við verkefni dagsins á ný. Og þau felast meðal annars í því að skella skollaeyrum við því sem útlendingar segja. Nú ber hins vegar svo við að útlendingarnir eru bara nokkuð ánægðir með það sem þeir sjá hér á landi ísa. Hagfræðingar, viðskiptafræðingar, stjórnmálamenn, bankamenn; fjöldi fólks hefur lokið lofsorði á þann viðsnúning sem hér hefur orðið í íslensku efnahagslífi. Þeir hafa sagt að það að fara úr 216 milljarða króna halla á ríkissjóði árið 2009 í jöfnuð árið 2014, sem öll teikn á lofti eru um að náist, sé harla gott. Nýlegt skuldabréfaútboð íslenska ríkisins sýnir einnig að trúin á íslenskt efnahagslíf hefur styrkst til muna. Í útlöndum. Ekki á Íslandi. Vissulega er margt gagnrýnivert við það hvernig tekið hefur verið á málum eftir hrun. Fjölmargt. Það eru hins vegar ótal jákvæð teikn á lofti, hverju sem það er að þakka. Séu erlendir spekingar duglegir við að hrósa þér fyrir hvað þú hefur gert, má færa rök fyrir því að það sé ágætlega gert. Glöggt er gests augað segir góður og gegn íslenskur málsháttur. Hann er nú í gleymsku.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun