Útlendingar vita ekkert Kolbeinn Óttarsson skrifar 26. júní 2012 09:30 Við Íslendingar erum um margt sérkennilegur hópur. Ekki skortir okkur sjálfsálitið og við virðumst trúa því að við gerum allt öðrum betur. Meira að segja hrunið okkar var mest og best. Og, eðli málsins samkvæmt, vitum við allra best hvað okkur sjálfum er fyrir bestu, hvernig ástandið er hér í raun, hvað er vel gert og hvað illa. Þetta væri hið besta mál ef við værum dugleg í sjálfskoðun, ræktuðum hugann gerðum siðferðisleg reikningsskil reglulega. Það gerum við hins vegar ekki, síður en svo. Við veifuðum rannsóknarskýrslu Alþingis eins og hjálpræði voru fyrst eftir að hún kom út, en svo fennti yfir hana og gagnrýnin gleymdist. Aftur vitum við allt best. Gagnrýni útlendinga fyrir hrun fékk ekki háa einkunn hjá Íslendingum. Við fussuðum og sveiuðum yfir vankunnáttu þessa forpokaða fólks sem ekki skildi okkar innsta eðli. Dönsk gagnrýni skrifaðist á öfund og bresk á ótta. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, ráðherra Sjálfstæðisflokksins, ráðlagði þeim útlendingum sem gagnrýndu loftbólu íslensks efnahags að fara á endurmenntunarnámskeið. Og ekki dró Ólafur Ragnar Grímsson forseti af sér við viðhald mýtunnar um einstakt eðli Íslendinga sem aðrar þjóðir skildu ekki. Hrunið er nú frá og háir og lágir hafa fengið sinn kattarþvott. Íslendingar standa eftir hreinir og stroknir og tilbúnir til að takast á við verkefni dagsins á ný. Og þau felast meðal annars í því að skella skollaeyrum við því sem útlendingar segja. Nú ber hins vegar svo við að útlendingarnir eru bara nokkuð ánægðir með það sem þeir sjá hér á landi ísa. Hagfræðingar, viðskiptafræðingar, stjórnmálamenn, bankamenn; fjöldi fólks hefur lokið lofsorði á þann viðsnúning sem hér hefur orðið í íslensku efnahagslífi. Þeir hafa sagt að það að fara úr 216 milljarða króna halla á ríkissjóði árið 2009 í jöfnuð árið 2014, sem öll teikn á lofti eru um að náist, sé harla gott. Nýlegt skuldabréfaútboð íslenska ríkisins sýnir einnig að trúin á íslenskt efnahagslíf hefur styrkst til muna. Í útlöndum. Ekki á Íslandi. Vissulega er margt gagnrýnivert við það hvernig tekið hefur verið á málum eftir hrun. Fjölmargt. Það eru hins vegar ótal jákvæð teikn á lofti, hverju sem það er að þakka. Séu erlendir spekingar duglegir við að hrósa þér fyrir hvað þú hefur gert, má færa rök fyrir því að það sé ágætlega gert. Glöggt er gests augað segir góður og gegn íslenskur málsháttur. Hann er nú í gleymsku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Við Íslendingar erum um margt sérkennilegur hópur. Ekki skortir okkur sjálfsálitið og við virðumst trúa því að við gerum allt öðrum betur. Meira að segja hrunið okkar var mest og best. Og, eðli málsins samkvæmt, vitum við allra best hvað okkur sjálfum er fyrir bestu, hvernig ástandið er hér í raun, hvað er vel gert og hvað illa. Þetta væri hið besta mál ef við værum dugleg í sjálfskoðun, ræktuðum hugann gerðum siðferðisleg reikningsskil reglulega. Það gerum við hins vegar ekki, síður en svo. Við veifuðum rannsóknarskýrslu Alþingis eins og hjálpræði voru fyrst eftir að hún kom út, en svo fennti yfir hana og gagnrýnin gleymdist. Aftur vitum við allt best. Gagnrýni útlendinga fyrir hrun fékk ekki háa einkunn hjá Íslendingum. Við fussuðum og sveiuðum yfir vankunnáttu þessa forpokaða fólks sem ekki skildi okkar innsta eðli. Dönsk gagnrýni skrifaðist á öfund og bresk á ótta. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, ráðherra Sjálfstæðisflokksins, ráðlagði þeim útlendingum sem gagnrýndu loftbólu íslensks efnahags að fara á endurmenntunarnámskeið. Og ekki dró Ólafur Ragnar Grímsson forseti af sér við viðhald mýtunnar um einstakt eðli Íslendinga sem aðrar þjóðir skildu ekki. Hrunið er nú frá og háir og lágir hafa fengið sinn kattarþvott. Íslendingar standa eftir hreinir og stroknir og tilbúnir til að takast á við verkefni dagsins á ný. Og þau felast meðal annars í því að skella skollaeyrum við því sem útlendingar segja. Nú ber hins vegar svo við að útlendingarnir eru bara nokkuð ánægðir með það sem þeir sjá hér á landi ísa. Hagfræðingar, viðskiptafræðingar, stjórnmálamenn, bankamenn; fjöldi fólks hefur lokið lofsorði á þann viðsnúning sem hér hefur orðið í íslensku efnahagslífi. Þeir hafa sagt að það að fara úr 216 milljarða króna halla á ríkissjóði árið 2009 í jöfnuð árið 2014, sem öll teikn á lofti eru um að náist, sé harla gott. Nýlegt skuldabréfaútboð íslenska ríkisins sýnir einnig að trúin á íslenskt efnahagslíf hefur styrkst til muna. Í útlöndum. Ekki á Íslandi. Vissulega er margt gagnrýnivert við það hvernig tekið hefur verið á málum eftir hrun. Fjölmargt. Það eru hins vegar ótal jákvæð teikn á lofti, hverju sem það er að þakka. Séu erlendir spekingar duglegir við að hrósa þér fyrir hvað þú hefur gert, má færa rök fyrir því að það sé ágætlega gert. Glöggt er gests augað segir góður og gegn íslenskur málsháttur. Hann er nú í gleymsku.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun