Nú vitið þið að ég er enginn jólasveinn 19. júní 2012 06:00 Hannes segir mikilvægt að Íslendingar kjósi þá persónu sem þeir vilji sjá á Bessastöðum næstu fjögur árin. Fréttablaðið/stefán Hannes Bjarnason kom óþekktur inn í baráttuna um forsetaembættið. Hann segir þá reynslu undarlega enda hafi margir haldið að hann væri einhver jólasveinn. Það álit hafi þó snarbreyst eftir að hann fór að kynna sig. Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi heimsótti Landspítalann á dögunum og kynnti framboð sitt til forsetaembættisins. Hannes segir persónu forsetans skipta jafn miklu máli og málefnin. Íslendingar eigi að kjósa þann frambjóðanda sem það vill sjá í forsetastóli næstu fjögur árin. „Þetta eru fyrstu kosningarnar eftir hrun og hingað til hafa kosningarnar aðallega snúist um það hvort eigi að halda Ólafi eða ekki. Það er fáránleg umræða í sjálfu sér. Það er enginn að tala um það hvernig forseta hann vill." Hannes sagði mörgum hafa í fyrstu fundist framboðið fáránleg hugmynd, aðra hafa spurt sig um tilgang framboðsins, og hvort hann hafi hugsað sér að „koma hingað á hvítum hesti og ætla að bjarga Íslandi". En það er þráin að láta gott af sér leiða sem fékk Hannes til að snúa aftur til landsins. „Ég býð mig til embættis forseta Íslands af því að síðan fyrir hrun hef ég fylgst vel með þjóðfélagsumræðunni á Íslandi. Eftir hrun varð ég alveg viðþolslaus og fannst ég verða að gera eitthvað jákvætt fyrir Ísland. Ég hef mikla trú á Íslandi. Með bakgrunn í þessu, ákvað ég að bjóða mig fram. Ég veit ósköp vel að hverju ég geng, en ég hef alltaf trúað því að ef ég myndi ná að hreyfa við fólki þá ætti ég kannski möguleika." Hannes sagði marga hafa haft neikvætt álit á framboði sínu til að byrja með en það álit hafi breyst. „Þetta hefur verið svolítið undarleg upplifun. Þegar fólk uppgötvar allt í einu að þessi maður er ekkert ruglaður og að kannski sé hann enginn jólasveinn eftir allt. Núna eruð þið búin að sjá mig og vitið að ég er bara ósköp venjulegur maður." Hannes lagði áherslu á að menn þyrftu ekki að vera þekktir í íslensku samfélagi til að vinna gott starf fyrir landið. „Ég vil ekki þannig samfélag að þeir sem vilja vinna í þágu þjóðarinnar þurfi að vera þekktir í sjónvarpi og útvarpi eða skrifa í blöðin endalaust. Ég vil ekki búa börnunum mínum þannig samfélag." katrin@frettabladid.is Forsetakosningar 2012 Fréttir Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira
Hannes Bjarnason kom óþekktur inn í baráttuna um forsetaembættið. Hann segir þá reynslu undarlega enda hafi margir haldið að hann væri einhver jólasveinn. Það álit hafi þó snarbreyst eftir að hann fór að kynna sig. Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi heimsótti Landspítalann á dögunum og kynnti framboð sitt til forsetaembættisins. Hannes segir persónu forsetans skipta jafn miklu máli og málefnin. Íslendingar eigi að kjósa þann frambjóðanda sem það vill sjá í forsetastóli næstu fjögur árin. „Þetta eru fyrstu kosningarnar eftir hrun og hingað til hafa kosningarnar aðallega snúist um það hvort eigi að halda Ólafi eða ekki. Það er fáránleg umræða í sjálfu sér. Það er enginn að tala um það hvernig forseta hann vill." Hannes sagði mörgum hafa í fyrstu fundist framboðið fáránleg hugmynd, aðra hafa spurt sig um tilgang framboðsins, og hvort hann hafi hugsað sér að „koma hingað á hvítum hesti og ætla að bjarga Íslandi". En það er þráin að láta gott af sér leiða sem fékk Hannes til að snúa aftur til landsins. „Ég býð mig til embættis forseta Íslands af því að síðan fyrir hrun hef ég fylgst vel með þjóðfélagsumræðunni á Íslandi. Eftir hrun varð ég alveg viðþolslaus og fannst ég verða að gera eitthvað jákvætt fyrir Ísland. Ég hef mikla trú á Íslandi. Með bakgrunn í þessu, ákvað ég að bjóða mig fram. Ég veit ósköp vel að hverju ég geng, en ég hef alltaf trúað því að ef ég myndi ná að hreyfa við fólki þá ætti ég kannski möguleika." Hannes sagði marga hafa haft neikvætt álit á framboði sínu til að byrja með en það álit hafi breyst. „Þetta hefur verið svolítið undarleg upplifun. Þegar fólk uppgötvar allt í einu að þessi maður er ekkert ruglaður og að kannski sé hann enginn jólasveinn eftir allt. Núna eruð þið búin að sjá mig og vitið að ég er bara ósköp venjulegur maður." Hannes lagði áherslu á að menn þyrftu ekki að vera þekktir í íslensku samfélagi til að vinna gott starf fyrir landið. „Ég vil ekki þannig samfélag að þeir sem vilja vinna í þágu þjóðarinnar þurfi að vera þekktir í sjónvarpi og útvarpi eða skrifa í blöðin endalaust. Ég vil ekki búa börnunum mínum þannig samfélag." katrin@frettabladid.is
Forsetakosningar 2012 Fréttir Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira