Í hjarta veraldar Friðrika Benónýsdóttir skrifar 18. júní 2012 17:30 Í bókinni Kattahirðir í Trékyllisvík segir af ferðalagi höfundar norður á Strandir til að gæta katta bróður síns. Bækur. Kattahirðir í Trékyllisvík. Elísabet Jökulsdóttir. Viti menn. Á Ströndum ræður tíminn í öllu sínu veldi, sá tími sem það tekur ölduna að falla að landi, skriðuna að hrynja úr fjallinu, selinn að stinga upp kollinum, eggið að klekjast út. Tíminn sem það tekur að vakna og sofna. Tíminn frá því ég hafði verið hér síðast og tíminn þar til ég kæmi aftur. Tíminn geymdur í hjarta mínu.(bls. 15) Í bókinni Kattahirðir í Trékyllisvík segir af ferðalagi höfundar norður á Strandir til að gæta katta bróður síns. Inn í frásögnina fléttast upprifjanir frá löngu liðnum tíma, öðrum heimsóknum þangað norður, ást og einsemd, skáldskap og skemmtilegu fólki. Bókin skiptist í fimm kafla, einn kaflinn inniheldur söguna af ferðalaginu í tíma og rúmi, hinir fjórir eru ljóð sem spretta upp úr náttúru og dýralífi, daglegu lífi á hjara veraldar, fólkinu í hreppnum, fornum ástum og leit að tilgangi. Elísabet er einna persónulegust núskrifandi höfunda á Íslandi. Það er hennar eigið líf sem hér er til umfjöllunar og engin fjöður dregin yfir það. Hún er nokkurs konar Þórbergur samtímans, kryfur sjálfa sig og líf sitt, leitar svara við eigin lífsgátu í gegnum samskipti sín við fólk og náttúru. Strandirnar eiga sérstakan stað í hjarta hennar og í einsemd kyrrðarinnar fer hún með lesandann í ferðalag um sögu sína þar í nútíð og samtíð, um leið og náttúran sjálf, fegurðin og tignin ráða lögum og lofum í textanum og lesandinn sér og finnur áhrif hennar á skáldið, sogast með inn í þennan heim sem gjarnan er sagt að sé á hjara veraldar en er kannski, eins og Elísabet bendir á, í hjarta veraldar. Ljóðin eru að mestum hluta náttúrustemningar og persónulýsingar. Knappar myndir sem varpað er upp eins og myndum á skjá, án orðskrúðs og málalenginga: Alda fellur að alda fellur frá í huganum öldurót. (Á göngu bls. 42) Kattahirðir í Trékyllisvík er án nokkurs vafa besta bók Elísabetar. Einlægur og hófstilltur texti þar sem undir krauma ástríður, vonbrigði og gamlar sorgir en um leið nýr þroski, sátt og sú fullvissa að lífið sé harla gott, þrátt fyrir allt. Niðurstaða: Besta bók Elísabetar. Einlægur og fallegur texti og knöpp ljóð með sterku myndmáli sem fara með lesandann í ferðalag inn í hjarta veraldar. Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Bækur. Kattahirðir í Trékyllisvík. Elísabet Jökulsdóttir. Viti menn. Á Ströndum ræður tíminn í öllu sínu veldi, sá tími sem það tekur ölduna að falla að landi, skriðuna að hrynja úr fjallinu, selinn að stinga upp kollinum, eggið að klekjast út. Tíminn sem það tekur að vakna og sofna. Tíminn frá því ég hafði verið hér síðast og tíminn þar til ég kæmi aftur. Tíminn geymdur í hjarta mínu.(bls. 15) Í bókinni Kattahirðir í Trékyllisvík segir af ferðalagi höfundar norður á Strandir til að gæta katta bróður síns. Inn í frásögnina fléttast upprifjanir frá löngu liðnum tíma, öðrum heimsóknum þangað norður, ást og einsemd, skáldskap og skemmtilegu fólki. Bókin skiptist í fimm kafla, einn kaflinn inniheldur söguna af ferðalaginu í tíma og rúmi, hinir fjórir eru ljóð sem spretta upp úr náttúru og dýralífi, daglegu lífi á hjara veraldar, fólkinu í hreppnum, fornum ástum og leit að tilgangi. Elísabet er einna persónulegust núskrifandi höfunda á Íslandi. Það er hennar eigið líf sem hér er til umfjöllunar og engin fjöður dregin yfir það. Hún er nokkurs konar Þórbergur samtímans, kryfur sjálfa sig og líf sitt, leitar svara við eigin lífsgátu í gegnum samskipti sín við fólk og náttúru. Strandirnar eiga sérstakan stað í hjarta hennar og í einsemd kyrrðarinnar fer hún með lesandann í ferðalag um sögu sína þar í nútíð og samtíð, um leið og náttúran sjálf, fegurðin og tignin ráða lögum og lofum í textanum og lesandinn sér og finnur áhrif hennar á skáldið, sogast með inn í þennan heim sem gjarnan er sagt að sé á hjara veraldar en er kannski, eins og Elísabet bendir á, í hjarta veraldar. Ljóðin eru að mestum hluta náttúrustemningar og persónulýsingar. Knappar myndir sem varpað er upp eins og myndum á skjá, án orðskrúðs og málalenginga: Alda fellur að alda fellur frá í huganum öldurót. (Á göngu bls. 42) Kattahirðir í Trékyllisvík er án nokkurs vafa besta bók Elísabetar. Einlægur og hófstilltur texti þar sem undir krauma ástríður, vonbrigði og gamlar sorgir en um leið nýr þroski, sátt og sú fullvissa að lífið sé harla gott, þrátt fyrir allt. Niðurstaða: Besta bók Elísabetar. Einlægur og fallegur texti og knöpp ljóð með sterku myndmáli sem fara með lesandann í ferðalag inn í hjarta veraldar.
Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira