Vill íslenska hljómsveit á tónleikaferð erlendis 16. júní 2012 07:00 grant og félagar John Grant á tónleikunum í hádeginu í gær ásamt Arnari Geir, Pétri og Jakobi Smára.fréttablaðið/gva Bandaríski tónlistarmaðurinn John Grant vill fá Íslendingana sem spila með honum á nýrri sólóplötu hans til að fara með sér í tónleikaferð erlendis. „Mig langar að fá þá með mér en menn eru með fjölskyldur og að sinna sínu lífi. Þeir vilja samt koma með mér og ég vona að það gangi upp," segir Grant. Hljómsveitin er skipuð trommaranum Arnari Geir Ómarssyni, Pétri Hallgrímssyni gítarleikara og Jakobi Smára Magnússyni bassaleikara. „Maður fær ekki betri náunga með sér. Þeir eru algjörir fagmenn en það mikilvægasta er hversu góðar manneskjur þeir eru og ég næ mjög góðum tengslum við þá. Helminginn af tímanum sem við eyðum saman erum við hlæjandi og í góðum gír," segir hann um hljómsveitina sína, sem spilar einnig með honum á tónleikum í Háskólabíói 19. júlí. Enn eru til miðar á þá. Íslandsvinurinn er að ljúka upptökum á plötunni hér á landi í samstarfi við Bigga veiru úr GusGus og er hún væntanleg í verslanir í janúar. Fyrsta plata hans, Queen of Denmark, fékk glimrandi góðar viðtökur og var meðal annars valin plata ársins af bandaríska tónlistartímaritinu Mojo. Grant er með landvistarleyfi á Íslandi þangað til í haust. Þá ætlar hann að fljúga heim til sín í Colorado og hitta bróður sinn og systur sem búa þar. Hann segir ótrúlega gott að búa á Íslandi, bæði séu Íslendingar öðruvísi en annað fólk og einnig er hann ánægður með hvernig Íslendingar taka á málum tengdum samkynhneigð. „Þeir líta ekki á hana sem eitthvað tiltökumál og það er algjörlega frábært." Grant spilaði ásamt hljómsveit sinni á stuttum tónleikum í Nýlenduvöruverslun Hemma og Valda í hádeginu í gær. Þar söng hann fjögur lög, þar á meðal Ástarsorg eftir Jóhann Helgason. Honum fórst það mjög vel úr hendi og greinlegt að hann hefur lagt hart að sér í íslenskunámi sínu. „Ég ætla að taka upp Ástarsorg og setja það á plötuna. Biggi veira spilaði það fyrir mig í hljóðverinu og ég tengdi virkilega mikið við þetta lag. Það er svo fallegt og hljómagangurinn er æðislegur." freyr@frettabladid.is Lífið Tónlist Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Bandaríski tónlistarmaðurinn John Grant vill fá Íslendingana sem spila með honum á nýrri sólóplötu hans til að fara með sér í tónleikaferð erlendis. „Mig langar að fá þá með mér en menn eru með fjölskyldur og að sinna sínu lífi. Þeir vilja samt koma með mér og ég vona að það gangi upp," segir Grant. Hljómsveitin er skipuð trommaranum Arnari Geir Ómarssyni, Pétri Hallgrímssyni gítarleikara og Jakobi Smára Magnússyni bassaleikara. „Maður fær ekki betri náunga með sér. Þeir eru algjörir fagmenn en það mikilvægasta er hversu góðar manneskjur þeir eru og ég næ mjög góðum tengslum við þá. Helminginn af tímanum sem við eyðum saman erum við hlæjandi og í góðum gír," segir hann um hljómsveitina sína, sem spilar einnig með honum á tónleikum í Háskólabíói 19. júlí. Enn eru til miðar á þá. Íslandsvinurinn er að ljúka upptökum á plötunni hér á landi í samstarfi við Bigga veiru úr GusGus og er hún væntanleg í verslanir í janúar. Fyrsta plata hans, Queen of Denmark, fékk glimrandi góðar viðtökur og var meðal annars valin plata ársins af bandaríska tónlistartímaritinu Mojo. Grant er með landvistarleyfi á Íslandi þangað til í haust. Þá ætlar hann að fljúga heim til sín í Colorado og hitta bróður sinn og systur sem búa þar. Hann segir ótrúlega gott að búa á Íslandi, bæði séu Íslendingar öðruvísi en annað fólk og einnig er hann ánægður með hvernig Íslendingar taka á málum tengdum samkynhneigð. „Þeir líta ekki á hana sem eitthvað tiltökumál og það er algjörlega frábært." Grant spilaði ásamt hljómsveit sinni á stuttum tónleikum í Nýlenduvöruverslun Hemma og Valda í hádeginu í gær. Þar söng hann fjögur lög, þar á meðal Ástarsorg eftir Jóhann Helgason. Honum fórst það mjög vel úr hendi og greinlegt að hann hefur lagt hart að sér í íslenskunámi sínu. „Ég ætla að taka upp Ástarsorg og setja það á plötuna. Biggi veira spilaði það fyrir mig í hljóðverinu og ég tengdi virkilega mikið við þetta lag. Það er svo fallegt og hljómagangurinn er æðislegur." freyr@frettabladid.is
Lífið Tónlist Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira