Efla erlenda fjárfestingu á Íslandi 16. júní 2012 06:00 helgi hjörvar Alþingi hefur samþykkt stefnumörkun um beina erlenda fjárfestingu, en hún var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Samkvæmt tillögunni, sem efnahags- og viðskiptaráðherra lagði fram, skal hann, ásamt iðnaðarráðherra, leggja fram tímasetta áætlun um aðgerðir til að bæta samkeppnisstöðu Íslands. Kannað verður hvort breyta þurfi lögum og reglugerðum til að laða að erlenda fjárfestingu. Farið verður í öflugt markaðs- og kynningarstarf og lögð er áhersla á að tryggja samhæfða stjórnsýslu. Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, mælti fyrir áliti nefndarinnar. Hann sagði erlenda fjárfestingu hafa skort en betur hefði gengið að fá lánsfé. Stærstur hluti erlendrar fjárfestingar hefði verið bundinn stóriðju hingað til. „Þetta verður fyrst og fremst gert með markaðs- og kynningarstarfi annars vegar og hins vegar með ívilnun fyrir erlenda fjárfestingu," sagði Helgi. Skoðað yrði hvort grípa þyrfti til skattalegra ráðstafana. Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fagnaði stefnunni. Hann sagði þó að samkvæmt þingsályktunartillögu hefði tímasett áætlun átt að vera komin fram.- kóp Fréttir Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Alþingi hefur samþykkt stefnumörkun um beina erlenda fjárfestingu, en hún var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Samkvæmt tillögunni, sem efnahags- og viðskiptaráðherra lagði fram, skal hann, ásamt iðnaðarráðherra, leggja fram tímasetta áætlun um aðgerðir til að bæta samkeppnisstöðu Íslands. Kannað verður hvort breyta þurfi lögum og reglugerðum til að laða að erlenda fjárfestingu. Farið verður í öflugt markaðs- og kynningarstarf og lögð er áhersla á að tryggja samhæfða stjórnsýslu. Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, mælti fyrir áliti nefndarinnar. Hann sagði erlenda fjárfestingu hafa skort en betur hefði gengið að fá lánsfé. Stærstur hluti erlendrar fjárfestingar hefði verið bundinn stóriðju hingað til. „Þetta verður fyrst og fremst gert með markaðs- og kynningarstarfi annars vegar og hins vegar með ívilnun fyrir erlenda fjárfestingu," sagði Helgi. Skoðað yrði hvort grípa þyrfti til skattalegra ráðstafana. Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fagnaði stefnunni. Hann sagði þó að samkvæmt þingsályktunartillögu hefði tímasett áætlun átt að vera komin fram.- kóp
Fréttir Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira