2.277 hundar eru skráðir í Reykjavík 14. júní 2012 07:00 nágrenni fréttablaðsins Á heimasíðunni gogn.in geta lesendur séð hve margir hundar eru skráðir í nágrenni þeirra. Hér sést að í 500 m radíus frá Fréttablaðinu eru þeir 43. Sjái lesendur ekki merki um hund sem þeir vita af er hann ekki skráður. Skrá yfir útgefin hundaleyfi í Reykjavík hefur nú verið gerð opinber á netinu. Samkvæmt henni eru nú 2.277 hundar á skrá í borginni. Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkur óskaði álits Persónuverndar á birtingunni áður en í hana var ráðist. Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, en það sér meðal annars um hundamál, segir að með þessu sé verið að opna stjórnsýsluna. Enginn eigi að skammast sín fyrir að eiga skráðan hund og listinn sé til upplýsingar vilji fólk sjá hvar þeir eru skráðir. Árný segir að viti fólk af hundum sem ekki eru á listanum kunni umsókn um leyfi fyrir þá að vera í ferli, eða þeir séu hreinlega óskráðir. Hún segir mikið kvartað yfir hundum í borginni. „Já, ansi mikið. Við fáum margar ábendingar, það breytist ekkert. Við skráum líklega einar 600 til 700 kvartanir á ári og svo er einhver fjöldi sem ekki er skráður." Árný segir önnur sveitarfélög hafa birt lista yfir útgefin leyfi, til dæmis Blönduós og Dalvík. Þegar Reykjavík stígi fram veki það hins vegar oft athygli. „Við leituðum álits Persónuverndar, en það verður bara að koma í ljós hvort einhver gerir athugasemdir við málið." Páll Hilmarsson gagnablaðamaður hefur unnið upplýsingar úr listanum og sett fram á myndrænan hátt á heimasíðunni gogn.in sem er í eigu hans. Hann segir eðlilegt að fólk geti séð hvar hundar eru staðsettir í borginni. Þeir sem hafi ofnæmi, eða séu hræddir við hunda, geti þá valið sér búsetu eftir því. „Önnur ástæða fyrir því að ég réðst í þetta var að ég vildi sýna fram á hvað er hægt að gera þegar hið opinbera, sem situr á ómældu magni af gögnum, lætur þau frá sér. Þá kemur einhver og gerir eitthvað við gögnin og notar þau á einhvern nýtilegan hátt sem hinu opinbera hafði ekki dottið í hug, eða hafði ekki tækifæri, tíma eða peninga til að gera eitthvað við." kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Skrá yfir útgefin hundaleyfi í Reykjavík hefur nú verið gerð opinber á netinu. Samkvæmt henni eru nú 2.277 hundar á skrá í borginni. Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkur óskaði álits Persónuverndar á birtingunni áður en í hana var ráðist. Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, en það sér meðal annars um hundamál, segir að með þessu sé verið að opna stjórnsýsluna. Enginn eigi að skammast sín fyrir að eiga skráðan hund og listinn sé til upplýsingar vilji fólk sjá hvar þeir eru skráðir. Árný segir að viti fólk af hundum sem ekki eru á listanum kunni umsókn um leyfi fyrir þá að vera í ferli, eða þeir séu hreinlega óskráðir. Hún segir mikið kvartað yfir hundum í borginni. „Já, ansi mikið. Við fáum margar ábendingar, það breytist ekkert. Við skráum líklega einar 600 til 700 kvartanir á ári og svo er einhver fjöldi sem ekki er skráður." Árný segir önnur sveitarfélög hafa birt lista yfir útgefin leyfi, til dæmis Blönduós og Dalvík. Þegar Reykjavík stígi fram veki það hins vegar oft athygli. „Við leituðum álits Persónuverndar, en það verður bara að koma í ljós hvort einhver gerir athugasemdir við málið." Páll Hilmarsson gagnablaðamaður hefur unnið upplýsingar úr listanum og sett fram á myndrænan hátt á heimasíðunni gogn.in sem er í eigu hans. Hann segir eðlilegt að fólk geti séð hvar hundar eru staðsettir í borginni. Þeir sem hafi ofnæmi, eða séu hræddir við hunda, geti þá valið sér búsetu eftir því. „Önnur ástæða fyrir því að ég réðst í þetta var að ég vildi sýna fram á hvað er hægt að gera þegar hið opinbera, sem situr á ómældu magni af gögnum, lætur þau frá sér. Þá kemur einhver og gerir eitthvað við gögnin og notar þau á einhvern nýtilegan hátt sem hinu opinbera hafði ekki dottið í hug, eða hafði ekki tækifæri, tíma eða peninga til að gera eitthvað við." kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira