Þóra heillaðist af krafti Grindavíkur 14. júní 2012 03:00 Þóra Arnórsdóttir heilsaði upp á yngstu kynslóð Grindvíkinga, sem beið í röð eftir að fá að heilsa forsetaframbjóðandanum. Fréttablaðið/Anton Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi hélt framboðsfund á Sjómannastofunni Vör í Grindavík á dögunum. Á framboðsfundinum var Þóru gefið orkerað hálsmen, eftir listakonuna Toggu, en hálsmenið ber nafnið Brynja. „Það er nú einnmitt í svona baráttu sem maður þarf stundum á brynju að halda," sagði Þóra þegar hún tók við gripnum. Þóra sagðist heilluð af Grindavík, en fyrir fundinn höfðu stuðningsmenn Þóru farið með hana í kynningarferð um plássið. „Það er greinilegt að hér er rífandi uppgangur og vonandi eitthvað sem mun smitast víðar um landið, það er að segja þessi jákvæðni og kraftur sem maður finnur fyrir," sagði Þóra. Þóra sagði álíka þankagang þurfa í meiri mæli í íslenskt samfélag. „Við megum ekki gleyma okkur of mikið í því sem hefur verið gert eða ekki gert síðustu árin, því við erum að kjósa forseta fyrir þau fjögur næstu. Við verðum að horfa fram á við." Þóra kynnti einnig hugmyndir sínar um forsetaembættið, en hún sagðist hafa íhaldssamari og hefðbundnari sýn á forsetaembættið en margir. „Mér finnst það vera hans helsta hlutverk að vera sameiningarafl inn á við, að vera ópólitískur og taka ekki þátt í hinum daglegu pólitísku þrætum. Forsetinn á þó að vera í góðum tengslum við stjórnmálamenn og láta þá alla njóta sannmælis, sama hvar í flokki þeir standa." Þóra svaraði einnig gagnrýni sem hún hefur fundið fyrir. „Fólk er mikið að velta fyrir sér þessari litlu þarna í barnabílstólnum, hvort ég ætli að vera í fæðingarorlofi fram að áramótum, eða fram að næstum kosningum en svo er ekki," sagði Þóra og benti á nýfædda dóttur sína sem lá í barnabílstól hjá föður sínum. „Sá sem býður sig fram til embættis forseta Íslands tekur við því á tilsettum tíma eða 1. ágúst." katrin@frettabladid.is Forsetakosningar 2012 Fréttir Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi hélt framboðsfund á Sjómannastofunni Vör í Grindavík á dögunum. Á framboðsfundinum var Þóru gefið orkerað hálsmen, eftir listakonuna Toggu, en hálsmenið ber nafnið Brynja. „Það er nú einnmitt í svona baráttu sem maður þarf stundum á brynju að halda," sagði Þóra þegar hún tók við gripnum. Þóra sagðist heilluð af Grindavík, en fyrir fundinn höfðu stuðningsmenn Þóru farið með hana í kynningarferð um plássið. „Það er greinilegt að hér er rífandi uppgangur og vonandi eitthvað sem mun smitast víðar um landið, það er að segja þessi jákvæðni og kraftur sem maður finnur fyrir," sagði Þóra. Þóra sagði álíka þankagang þurfa í meiri mæli í íslenskt samfélag. „Við megum ekki gleyma okkur of mikið í því sem hefur verið gert eða ekki gert síðustu árin, því við erum að kjósa forseta fyrir þau fjögur næstu. Við verðum að horfa fram á við." Þóra kynnti einnig hugmyndir sínar um forsetaembættið, en hún sagðist hafa íhaldssamari og hefðbundnari sýn á forsetaembættið en margir. „Mér finnst það vera hans helsta hlutverk að vera sameiningarafl inn á við, að vera ópólitískur og taka ekki þátt í hinum daglegu pólitísku þrætum. Forsetinn á þó að vera í góðum tengslum við stjórnmálamenn og láta þá alla njóta sannmælis, sama hvar í flokki þeir standa." Þóra svaraði einnig gagnrýni sem hún hefur fundið fyrir. „Fólk er mikið að velta fyrir sér þessari litlu þarna í barnabílstólnum, hvort ég ætli að vera í fæðingarorlofi fram að áramótum, eða fram að næstum kosningum en svo er ekki," sagði Þóra og benti á nýfædda dóttur sína sem lá í barnabílstól hjá föður sínum. „Sá sem býður sig fram til embættis forseta Íslands tekur við því á tilsettum tíma eða 1. ágúst." katrin@frettabladid.is
Forsetakosningar 2012 Fréttir Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira