Latte og annað pjatt Guðmundur Andri Thorsson skrifar 11. júní 2012 06:00 Umræða um sjávarútvegsmál hér á landi beinist alltaf fyrr eða síðar að kaffidrykkju og búsetuháttum sem tengdir eru tilteknu borgarhverfi. Það er athyglisvert. Ýmsum kann að þykja það til marks um ósiði í umræðuháttum hér á landi og enn eitt dæmið um það hvílíkir asnar Íslendingar séu (með hinni óhjákvæmilegu tilvitnun í Steinar Sigurjónsson um að Íslendingar séu hænsn) – en ég er ekki viss um að málið sé svo einfalt. Málið er aldrei einfalt. Málið: orðin sem við notum til að tala saman – og sundur. Sameiningartákn„Þegar kaffið kemur inn / kætist okkar sinni. /Undarlegan yl ég finn / orna sálu minni," orti Þormóður Ísfeld Pálsson um kaffið. Blessað kaffið: það er sjálfur þjóðardrykkurinn. Það fylgir okkur frá morgni til kvölds. Það vekur okkur á morgnana og hjálpar okkur að horfast í augu við amstur komandi dags. Það yljar okkur á köldum stundum. Það róar okkur þegar við erum í uppnámi. Það hressir okkur þegar við erum dáðlaus. Ekkert er hversdagslegra en kaffi; enginn drykkur jafn nátengdur dagsins önn í lífi venjulegs Íslendings. Þetta er drykkur stundarinnar milli stríða. Kaffið er okkar friðarpípa. „Ætlarðu ekki að kíkja bráðum í kaffi?“ segjum við hvert við annað þegar okkur langar að friðmælast eða tengja aftur rofin bönd; við ræðum málin yfir kaffibolla. Slík unaðssæla fylgir áhrifunum að það er óhugsandi að vera í vondu skapi að drekka kaffi. Kaffið er sameiningartákn íslensku þjóðarinnar – það færir okkur saman. Þetta er drykkur samræðu og sáttar, þar fylgir vinátta vellíðan. Hvernig viltu hafa kaffið? Það segir sína sögu um manninn: fólk sem fær sér mjólk í kaffið vill mýkja bragðið, er makráðara og skrautgjarnara en þau hin sem drekka kaffið svart og sykurlaust – umbúðalaust – stælalaust. Fólk sem drekkur uppáhelling – helst kaffi með þessu gamla moldarbragði sem við kennum við Braga (guð skáldskapar) vill ekkert pjatt og hugsar fyrst og fremst um notagildi matar og drykkjar, að þetta virki eins og það á að virka – og hver segir að þetta þurfi að vera eitthvað bragðgott líka? – og svo eru sumir sem hafa sterkar skoðanir á því hvernig uppáhellingurinn fari fram, allt frá hitastigi vatnsins til þess hvernig kúrfan á kaffinu í trektinni skuli vera. Kaffið talar. Að kaffibollanum drukknum er saga þín skráð handa þeim sem lesa kann. Þar eru ferðalög, giftingar, fjallgöngur, barnalán og dauðsföll – gæfa og ólán. Það er engin hégómaiðja að drekka kaffi með annarri manneskju. Maður er að samneyta henni, deila með henni líðandi og komandi stundum – lífi sínu. SundrungartáknÁsökunin er þessi: þú vilt ekki drekka með mér kaffi; vilt bara drekka þitt útlenska kaffi með heiti sem ég fatta ekki. Þú býrð til eitthvað ókunnuglegt úr því kunnuglegasta af öllu. Er hægt að hugsa sér meiri uppskafningshátt? Café latte er eintómt pjatt. Það er tákn um yfirborðsmennsku og merkilegheit. Það er drykkur þess sem leitar út en ekki inn, leitar að sjálfsmynd sinni í evrópskri menningu í stað þess að finna hana inni í sér, í stuðlum og höfuðstöfum, pelastikki og bragðvondu kaffi. Það er drykkur þess sem yfirgaf. Þess sem segir: ég er kominn lengra en þú, drekk öðruvísi kaffi en þú; það heitir útlensku nafni sem þú skilur ekki og það er mjög fínt. Caffé latte er drykkur froðusnakksins, enda einkum mjólkurfroða og ekkert inntak; það er drykkur letingjans, maður verður saddur og latur af því að drekka það en ekki hress og æstur í að fara að djöflast. Nei nei. Þetta er í raun og veru alþýðlegt mjólkurkaffi drukkið úr glasi, eins og maður man eftir í sveitinni þar sem kexi var dýft ofan í það. Kaffi sem hefur verið umvafið orðum. Bærinn er skrýtinn, hann er fullur af orðum. Við brosum yfir mynstrinu sem gert hefur verið á mjólkurfroðuna og súpum svo varlega á og finnum þykka og mjúka froðuna gæla við varirnar og síðan dökkt og bragðmikið kaffibragðið sem leynist þar undir. Við finnum að Reykjavík er alls konar, stundum meira að segja borg; hér eru núðlustaðir og skóbúðir, snyrtifræðingar, rapparar og gangandi vegfarendur. Og letingjar. Og fólk sem talar með handasveiflum, fólk með alls konar göngulag, alls konar fólk sem fæddist á alls konar stöðum en á hér heima; alls konar litir og – auðvitað – alls konar orð. Því að útlönd hafa alltaf verið á Íslandi og íslensk menning sem er ekki um leið útlensk menning – hún deyr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun
Umræða um sjávarútvegsmál hér á landi beinist alltaf fyrr eða síðar að kaffidrykkju og búsetuháttum sem tengdir eru tilteknu borgarhverfi. Það er athyglisvert. Ýmsum kann að þykja það til marks um ósiði í umræðuháttum hér á landi og enn eitt dæmið um það hvílíkir asnar Íslendingar séu (með hinni óhjákvæmilegu tilvitnun í Steinar Sigurjónsson um að Íslendingar séu hænsn) – en ég er ekki viss um að málið sé svo einfalt. Málið er aldrei einfalt. Málið: orðin sem við notum til að tala saman – og sundur. Sameiningartákn„Þegar kaffið kemur inn / kætist okkar sinni. /Undarlegan yl ég finn / orna sálu minni," orti Þormóður Ísfeld Pálsson um kaffið. Blessað kaffið: það er sjálfur þjóðardrykkurinn. Það fylgir okkur frá morgni til kvölds. Það vekur okkur á morgnana og hjálpar okkur að horfast í augu við amstur komandi dags. Það yljar okkur á köldum stundum. Það róar okkur þegar við erum í uppnámi. Það hressir okkur þegar við erum dáðlaus. Ekkert er hversdagslegra en kaffi; enginn drykkur jafn nátengdur dagsins önn í lífi venjulegs Íslendings. Þetta er drykkur stundarinnar milli stríða. Kaffið er okkar friðarpípa. „Ætlarðu ekki að kíkja bráðum í kaffi?“ segjum við hvert við annað þegar okkur langar að friðmælast eða tengja aftur rofin bönd; við ræðum málin yfir kaffibolla. Slík unaðssæla fylgir áhrifunum að það er óhugsandi að vera í vondu skapi að drekka kaffi. Kaffið er sameiningartákn íslensku þjóðarinnar – það færir okkur saman. Þetta er drykkur samræðu og sáttar, þar fylgir vinátta vellíðan. Hvernig viltu hafa kaffið? Það segir sína sögu um manninn: fólk sem fær sér mjólk í kaffið vill mýkja bragðið, er makráðara og skrautgjarnara en þau hin sem drekka kaffið svart og sykurlaust – umbúðalaust – stælalaust. Fólk sem drekkur uppáhelling – helst kaffi með þessu gamla moldarbragði sem við kennum við Braga (guð skáldskapar) vill ekkert pjatt og hugsar fyrst og fremst um notagildi matar og drykkjar, að þetta virki eins og það á að virka – og hver segir að þetta þurfi að vera eitthvað bragðgott líka? – og svo eru sumir sem hafa sterkar skoðanir á því hvernig uppáhellingurinn fari fram, allt frá hitastigi vatnsins til þess hvernig kúrfan á kaffinu í trektinni skuli vera. Kaffið talar. Að kaffibollanum drukknum er saga þín skráð handa þeim sem lesa kann. Þar eru ferðalög, giftingar, fjallgöngur, barnalán og dauðsföll – gæfa og ólán. Það er engin hégómaiðja að drekka kaffi með annarri manneskju. Maður er að samneyta henni, deila með henni líðandi og komandi stundum – lífi sínu. SundrungartáknÁsökunin er þessi: þú vilt ekki drekka með mér kaffi; vilt bara drekka þitt útlenska kaffi með heiti sem ég fatta ekki. Þú býrð til eitthvað ókunnuglegt úr því kunnuglegasta af öllu. Er hægt að hugsa sér meiri uppskafningshátt? Café latte er eintómt pjatt. Það er tákn um yfirborðsmennsku og merkilegheit. Það er drykkur þess sem leitar út en ekki inn, leitar að sjálfsmynd sinni í evrópskri menningu í stað þess að finna hana inni í sér, í stuðlum og höfuðstöfum, pelastikki og bragðvondu kaffi. Það er drykkur þess sem yfirgaf. Þess sem segir: ég er kominn lengra en þú, drekk öðruvísi kaffi en þú; það heitir útlensku nafni sem þú skilur ekki og það er mjög fínt. Caffé latte er drykkur froðusnakksins, enda einkum mjólkurfroða og ekkert inntak; það er drykkur letingjans, maður verður saddur og latur af því að drekka það en ekki hress og æstur í að fara að djöflast. Nei nei. Þetta er í raun og veru alþýðlegt mjólkurkaffi drukkið úr glasi, eins og maður man eftir í sveitinni þar sem kexi var dýft ofan í það. Kaffi sem hefur verið umvafið orðum. Bærinn er skrýtinn, hann er fullur af orðum. Við brosum yfir mynstrinu sem gert hefur verið á mjólkurfroðuna og súpum svo varlega á og finnum þykka og mjúka froðuna gæla við varirnar og síðan dökkt og bragðmikið kaffibragðið sem leynist þar undir. Við finnum að Reykjavík er alls konar, stundum meira að segja borg; hér eru núðlustaðir og skóbúðir, snyrtifræðingar, rapparar og gangandi vegfarendur. Og letingjar. Og fólk sem talar með handasveiflum, fólk með alls konar göngulag, alls konar fólk sem fæddist á alls konar stöðum en á hér heima; alls konar litir og – auðvitað – alls konar orð. Því að útlönd hafa alltaf verið á Íslandi og íslensk menning sem er ekki um leið útlensk menning – hún deyr.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun