Mary Poppins svífur á íslenskt svið í fyrsta skipti 4. júní 2012 11:45 Julie Andrews fór eftirminnilega með hlutverk Mary Poppins í samnefndri bíómynd sem kom út árið 1964. Það er þó ekki vitað hver fer með hlutverk ofurfóstrunnar á fjölum Borgarleikhússins. „Það er enn ekki búið að ákveða hver fari með hlutverk sjálfrar Mary Poppins en það er verið að skoða málið þessa dagana. Þetta er viðamikið verkefni og ekki búið að ráða í nein hlutverk," segir Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins, um söngleikinn um Mary Poppins sem verður frumsýndur þar í febrúar 2013. Flestir þekkja söguna um göldróttu barnapíuna Mary Poppins. Bækur um hana komu út á þriðja áratug síðustu aldar og á þeim sjöunda var þeim breytt í söngvamynd þar sem Julie Andrews fór svo eftirminnilega með hlutverk ofurfóstrunnar. Mary Poppins komst þó ekki á leiksvið fyrr en árið 2004. „Það var fyrst þá sem langþráður draumur margra rættist og heimild fékkst til að gera söngleik úr sögunni. Það var stærsti leikhúsframleiðandi í heimi, Cameron Mackintosh, sem frumsýndi verkið á West End í London," segir Magnús Geir. Að hans sögn lágu rétthafar lengi einir að söngleiknum en eru nú loks farnir að veita öðrum leyfi til þess að setja hann upp og verið er að sýna verkið um allan heim við gríðarlegar vinsældir. „Við erum búin að vera í viðræðum um íslenska uppsetningu verksins í nokkur ár og fengum nú loksins heimild til að hrinda þessu í gang," bætir hann við. Um er að ræða ævintýralega fjölskyldusýningu þar sem mikið er um tónlist og dans og að baki henni stendur stór hópur leikara, söngvara og dansara.Bergur Þór Ingólfsson hefur verið ráðinn leikstjóri sýningarinnar.„Þarna fer saman grípandi tónlist, skemmtilegur húmor og tilkomumikil atriði. Eins og þeir sem þekkja söguna vita þá flýgur Mary Poppins, auk þess sem hún er göldrótt, svo sýningin er stór og flókin í sniðum," segir Magnús Geir og bætir við að það sé mikil tilhlökkun innan veggja Borgarleikhússins að ráðast í svo krefjandi verkefni. Bergur Þór Ingólfsson hefur verið ráðinn sem leikstjóri sýningarinnar, en hann leikstýrði meðal annars Galdrakarlinum í Oz sem var sýnt á fjölum Borgarleikhússins í fyrra. Æfingar koma til með að hefjast á haustmánuðum og fara á fullt í desember, en eins og áður sagði er áætluð frumsýning í febrúar 2013. tinnaros@frettabladid.is Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Það er enn ekki búið að ákveða hver fari með hlutverk sjálfrar Mary Poppins en það er verið að skoða málið þessa dagana. Þetta er viðamikið verkefni og ekki búið að ráða í nein hlutverk," segir Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins, um söngleikinn um Mary Poppins sem verður frumsýndur þar í febrúar 2013. Flestir þekkja söguna um göldróttu barnapíuna Mary Poppins. Bækur um hana komu út á þriðja áratug síðustu aldar og á þeim sjöunda var þeim breytt í söngvamynd þar sem Julie Andrews fór svo eftirminnilega með hlutverk ofurfóstrunnar. Mary Poppins komst þó ekki á leiksvið fyrr en árið 2004. „Það var fyrst þá sem langþráður draumur margra rættist og heimild fékkst til að gera söngleik úr sögunni. Það var stærsti leikhúsframleiðandi í heimi, Cameron Mackintosh, sem frumsýndi verkið á West End í London," segir Magnús Geir. Að hans sögn lágu rétthafar lengi einir að söngleiknum en eru nú loks farnir að veita öðrum leyfi til þess að setja hann upp og verið er að sýna verkið um allan heim við gríðarlegar vinsældir. „Við erum búin að vera í viðræðum um íslenska uppsetningu verksins í nokkur ár og fengum nú loksins heimild til að hrinda þessu í gang," bætir hann við. Um er að ræða ævintýralega fjölskyldusýningu þar sem mikið er um tónlist og dans og að baki henni stendur stór hópur leikara, söngvara og dansara.Bergur Þór Ingólfsson hefur verið ráðinn leikstjóri sýningarinnar.„Þarna fer saman grípandi tónlist, skemmtilegur húmor og tilkomumikil atriði. Eins og þeir sem þekkja söguna vita þá flýgur Mary Poppins, auk þess sem hún er göldrótt, svo sýningin er stór og flókin í sniðum," segir Magnús Geir og bætir við að það sé mikil tilhlökkun innan veggja Borgarleikhússins að ráðast í svo krefjandi verkefni. Bergur Þór Ingólfsson hefur verið ráðinn sem leikstjóri sýningarinnar, en hann leikstýrði meðal annars Galdrakarlinum í Oz sem var sýnt á fjölum Borgarleikhússins í fyrra. Æfingar koma til með að hefjast á haustmánuðum og fara á fullt í desember, en eins og áður sagði er áætluð frumsýning í febrúar 2013. tinnaros@frettabladid.is
Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira