Brunað áfram í blindni ólafur Þ. Stephensen skrifar 1. júní 2012 06:00 Miðað við þá gríðarlega miklu og rökstuddu gagnrýni sem fram hefur komið á kvótafrumvörp ríkisstjórnarinnar, jafnt frá hagsmunaaðilum sem fræðimönnum og sérfræðingum, er vægast sagt furðulegt hversu veigalitlar breytingar meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis leggur til á þeim. Tillögur um breytingar á veiðigjaldinu ganga skemur en búast hefði mátt við. Þær gera ráð fyrir að heildarupphæð þess sem kemur í ríkissjóð af gjaldinu lækki um fjórðung. Áfram verður miðað við að útgerðarfyrirtæki greiði 70% af hagnaði sínum í veiðigjald, þótt aðlögunartími sé lengdur og ýmsar undanþágur og afslættir hafi bætzt við, til að mynda vegna skuldsettra kvótakaupa. Enn hefur ekki farið fram nein rækileg greining eða útreikningar á áhrifum þessarar útfærslu á afkomu og stöðu útgerðarinnar. Þess vegna er algjörlega galið að ætlast til að Alþingi samþykki þennan part málsins á næstu dögum. Eins og fjölmargir sérfræðingar sem fjallað hafa um málið hafa bent á, er samhengi á milli upphæðar veiðigjaldsins og þeirra breytinga sem eru gerðar á sjálfu stjórnkerfi fiskveiðanna. Bæði hagfræðinganefnd Jóns Bjarnasonar og hagfræðingarnir sem fengnir voru til að taka núverandi frumvörp út fyrir atvinnuveganefnd bentu á að gengju hugmyndir um breytingar á fiskveiðistjórninni eftir, sem drægju úr hagkvæmni veiðanna, minnkaði geta sjávarútvegsins til að standa undir veiðigjaldi, jafnvel þótt það væri ákveðið hóflegt. Eyru meirihluta atvinnuveganefndar virðast algjörlega lokuð fyrir þessum ábendingum. Að minnsta kosti leggur hún ekki til neinar breytingar sem máli skipta á frumvarpinu um stjórn fiskveiða. Áfram er stefnt að því að spilla í veigamiklum atriðum stjórnkerfi, sem hefur reynzt vel og stóraukið hagkvæmni í sjávarútveginum. Sjávarútvegsmálin eru ekki eina stóra málið, þar sem núverandi ríkisstjórnarflokkar bruna áfram í blindni og taka ekkert mark á varnaðarorðum, jafnvel þótt þau komi frá sérfræðingum sem hafa haldbeztu þekkinguna í viðkomandi málaflokkum. En þetta mál er einfaldlega veigameira en svo að hægt sé að ana áfram og gá svo seinna hvort hrakspárnar rætist. Hér er hvorki meira né minna en ein af undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar í húfi. Menn geta sagt sem svo að fiskur verði veiddur áfram þótt frumvörpin gangi í gegn. Það er líka veiddur fiskur í mörgum nágrannalöndum okkar, bara ekki með neinum hagnaði fyrir viðkomandi hagkerfi af því að þar hefur sjávarútveginum verið breytt í miðstýrðan bónbjargaatvinnuveg. Hættan er sú að það gerist líka hér, staldri menn ekki við og vinni málið betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun
Miðað við þá gríðarlega miklu og rökstuddu gagnrýni sem fram hefur komið á kvótafrumvörp ríkisstjórnarinnar, jafnt frá hagsmunaaðilum sem fræðimönnum og sérfræðingum, er vægast sagt furðulegt hversu veigalitlar breytingar meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis leggur til á þeim. Tillögur um breytingar á veiðigjaldinu ganga skemur en búast hefði mátt við. Þær gera ráð fyrir að heildarupphæð þess sem kemur í ríkissjóð af gjaldinu lækki um fjórðung. Áfram verður miðað við að útgerðarfyrirtæki greiði 70% af hagnaði sínum í veiðigjald, þótt aðlögunartími sé lengdur og ýmsar undanþágur og afslættir hafi bætzt við, til að mynda vegna skuldsettra kvótakaupa. Enn hefur ekki farið fram nein rækileg greining eða útreikningar á áhrifum þessarar útfærslu á afkomu og stöðu útgerðarinnar. Þess vegna er algjörlega galið að ætlast til að Alþingi samþykki þennan part málsins á næstu dögum. Eins og fjölmargir sérfræðingar sem fjallað hafa um málið hafa bent á, er samhengi á milli upphæðar veiðigjaldsins og þeirra breytinga sem eru gerðar á sjálfu stjórnkerfi fiskveiðanna. Bæði hagfræðinganefnd Jóns Bjarnasonar og hagfræðingarnir sem fengnir voru til að taka núverandi frumvörp út fyrir atvinnuveganefnd bentu á að gengju hugmyndir um breytingar á fiskveiðistjórninni eftir, sem drægju úr hagkvæmni veiðanna, minnkaði geta sjávarútvegsins til að standa undir veiðigjaldi, jafnvel þótt það væri ákveðið hóflegt. Eyru meirihluta atvinnuveganefndar virðast algjörlega lokuð fyrir þessum ábendingum. Að minnsta kosti leggur hún ekki til neinar breytingar sem máli skipta á frumvarpinu um stjórn fiskveiða. Áfram er stefnt að því að spilla í veigamiklum atriðum stjórnkerfi, sem hefur reynzt vel og stóraukið hagkvæmni í sjávarútveginum. Sjávarútvegsmálin eru ekki eina stóra málið, þar sem núverandi ríkisstjórnarflokkar bruna áfram í blindni og taka ekkert mark á varnaðarorðum, jafnvel þótt þau komi frá sérfræðingum sem hafa haldbeztu þekkinguna í viðkomandi málaflokkum. En þetta mál er einfaldlega veigameira en svo að hægt sé að ana áfram og gá svo seinna hvort hrakspárnar rætist. Hér er hvorki meira né minna en ein af undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar í húfi. Menn geta sagt sem svo að fiskur verði veiddur áfram þótt frumvörpin gangi í gegn. Það er líka veiddur fiskur í mörgum nágrannalöndum okkar, bara ekki með neinum hagnaði fyrir viðkomandi hagkerfi af því að þar hefur sjávarútveginum verið breytt í miðstýrðan bónbjargaatvinnuveg. Hættan er sú að það gerist líka hér, staldri menn ekki við og vinni málið betur.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun