Fundarsköp bæjarstjórnar í Garði kærð til ráðuneytis 19. maí 2012 09:00 Hitafundur í Garði Bæjarstjórnarfundurinn var opinn öllum þar til fundargerð skólanefndar var til umræðu. Forseti bæjarstjórnar lokaði þá fundinum fyrir almenningi þar til málið hafði verið rætt.mynd/víkurfréttir Nýkjörinn forseti bæjarstjórnarinnar í Garði, Jónína Holm, lokaði bæjarstjórnarfundi þegar umræða um fundargerð skólanefndar bæjarins var til umræðu á aukafundi á miðvikudag. Reynir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður skólanefndar í bænum, segir nýjan meirihluta vanhæfan til að fjalla um skólamál í Garði vegna tengsla sinna við skólann. Hann hefur kært fundarsköp á aukafundi bæjarstjórnar til innanríkisráðuneytisins. Reynir segir forsendur bæjarstjórnarinnar fyrir lokun fundarins fyrir almenningi ekki eiga rétt á sér. „Sveitarstjórn getur bara lokað fundum ef umfjöllunarefnið er viðkvæms eðlis. Þetta er ekki viðkvæms eðlis því búið var að birta öll gögn fyrir löngu," segir Reynir og vísar til skýrslunnar „Úttekt á starfsemi Gerðaskóla" sem unnin var af fagaðilum og kynnt í mars. Þar er lagt til að stjórnunarteymi skólans verði sagt upp. Skýrslan leggur einnig til að staða sérkennslufulltrúa við skólann, sem Jónína Holm hefur gegnt, verði auglýst laus til umsóknar. „Ég á rétt á því að heyra afstöðu bæjarstjórnarinnar til skýrslunnar. Þessi skýrsla varðar stærsta hagsmunamál þessa bæjarfélags," segir Reynir. Nýr meirihluti N-lista og L-lista var myndaður á aukafundi bæjarstjórnar á miðvikudag þegar Kolfinna S. Magnúsdóttir gekk úr meirihluta D-lista og til liðs við gamla minnihlutann. Reynir Þorsteinsson var settur af sem formaður skólanefndar í kjölfar stjórnarskiptanna og Eiríkur Hermannsson kosinn nýr formaður. Jónína Holm, forseti bæjarstjórnarinnar, vísar öllum ásökunum um meint vanhæfi fulltrúa meirihlutans á bug. „Það að meina fólki sem býr í sveitarfélaginu, og hefur áhuga á skólamálum, að móta skólastefnu bæjarins og taka þátt í bæjarmálum er óskynsamlegt," segir Jónína. „Kennarar eru sérfræðingar og því alls ekki vanhæfir í málefnalegri umræðu um skólamál." Hvað varðar hina tvo fulltrúa meirihlutans sem kvæntir eru kennurum við skólann, „þá eiga þeir ekki að gjalda þess að eiginkonur þeirra séu kennarar við skólann". Hún segir bæjarstjórnina munu fylgja tilmælum í skýrslunni. „Eins og bókað var á bæjarstjórnarfundinum á miðvikudag mun núverandi meirihluti fylgja aðgerðaráætluninni." Um það hvers vegna fundurinn var lokaður segir hún að Ásmundur Friðriksson, fyrrverandi bæjarstjóri, hafi farið langt út fyrir efni fundarins í erindi sínu. „Þegar forseti bað hann um að víkja úr ræðustól lét hann ekki segjast og hélt uppteknum hætti. Þá brugðust áhangendur hans við og létu illa. Forseti sá ekki annað í stöðunni en að vísa fólki út og loka fundi." birgirh@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
Nýkjörinn forseti bæjarstjórnarinnar í Garði, Jónína Holm, lokaði bæjarstjórnarfundi þegar umræða um fundargerð skólanefndar bæjarins var til umræðu á aukafundi á miðvikudag. Reynir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður skólanefndar í bænum, segir nýjan meirihluta vanhæfan til að fjalla um skólamál í Garði vegna tengsla sinna við skólann. Hann hefur kært fundarsköp á aukafundi bæjarstjórnar til innanríkisráðuneytisins. Reynir segir forsendur bæjarstjórnarinnar fyrir lokun fundarins fyrir almenningi ekki eiga rétt á sér. „Sveitarstjórn getur bara lokað fundum ef umfjöllunarefnið er viðkvæms eðlis. Þetta er ekki viðkvæms eðlis því búið var að birta öll gögn fyrir löngu," segir Reynir og vísar til skýrslunnar „Úttekt á starfsemi Gerðaskóla" sem unnin var af fagaðilum og kynnt í mars. Þar er lagt til að stjórnunarteymi skólans verði sagt upp. Skýrslan leggur einnig til að staða sérkennslufulltrúa við skólann, sem Jónína Holm hefur gegnt, verði auglýst laus til umsóknar. „Ég á rétt á því að heyra afstöðu bæjarstjórnarinnar til skýrslunnar. Þessi skýrsla varðar stærsta hagsmunamál þessa bæjarfélags," segir Reynir. Nýr meirihluti N-lista og L-lista var myndaður á aukafundi bæjarstjórnar á miðvikudag þegar Kolfinna S. Magnúsdóttir gekk úr meirihluta D-lista og til liðs við gamla minnihlutann. Reynir Þorsteinsson var settur af sem formaður skólanefndar í kjölfar stjórnarskiptanna og Eiríkur Hermannsson kosinn nýr formaður. Jónína Holm, forseti bæjarstjórnarinnar, vísar öllum ásökunum um meint vanhæfi fulltrúa meirihlutans á bug. „Það að meina fólki sem býr í sveitarfélaginu, og hefur áhuga á skólamálum, að móta skólastefnu bæjarins og taka þátt í bæjarmálum er óskynsamlegt," segir Jónína. „Kennarar eru sérfræðingar og því alls ekki vanhæfir í málefnalegri umræðu um skólamál." Hvað varðar hina tvo fulltrúa meirihlutans sem kvæntir eru kennurum við skólann, „þá eiga þeir ekki að gjalda þess að eiginkonur þeirra séu kennarar við skólann". Hún segir bæjarstjórnina munu fylgja tilmælum í skýrslunni. „Eins og bókað var á bæjarstjórnarfundinum á miðvikudag mun núverandi meirihluti fylgja aðgerðaráætluninni." Um það hvers vegna fundurinn var lokaður segir hún að Ásmundur Friðriksson, fyrrverandi bæjarstjóri, hafi farið langt út fyrir efni fundarins í erindi sínu. „Þegar forseti bað hann um að víkja úr ræðustól lét hann ekki segjast og hélt uppteknum hætti. Þá brugðust áhangendur hans við og létu illa. Forseti sá ekki annað í stöðunni en að vísa fólki út og loka fundi." birgirh@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira